Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?

Ari Ólafsson



Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi sem tengist venjulegri úrkomu. Munurinn liggur í þéttleika vatnsdropanna í loftinu.

Til þess að skilja betur hvað hér er á ferðinni er rétt að lesa fyrst svarið við spurningunni Hvernig myndast regnboginn? Þar er lýst hjálpartæki til að auðvelda skilning á lögun regnbogans en við getum líka notað þetta verkfæri til að skilja að regnboginn hefur dýpt.



Mynd 1. Hjálpartæki úr pappírsörk og mjóum pinna, til að átta sig á lögun regnboga. Stefna sólargeisla er eftir kantinum DC, geislinn brotnar og speglast í C, og skilar sér til athuganda í A. Þegar pinnanum (BA) er snúið um eigin ás markar C regnbogann. Hliðarnar DC og BA þurfa að vera samsíða. Allir regndropar sem liggja á framlengingu striksins AC gefa framlag í regnbogann.

Verkfærið sést á myndinn hér að ofan og er pappastrendingur með horn ABCD þar sem mjór pinni er límdur á kantinn BA. Verkfærinu er komið þannig fyrir að pinnaendinn í A er lagður á borðplötu og pinnanum beint þannig að hann stefni til sólar. Þá stefnir kanturinn CD líka til sólar.

Hugsum okkur nú sólargeisla sem kemur inn eftir stefnu DC og lendir á vatnsdropa í C, breytir um stefnu og fer til A. Athugandi í A sér rauðan blett á himninum í stefnu AC. Nú getum við snúið pinnanum um eigin ás þannig að hann stefni alltaf á sólu. Punkturinn C færist þá eftir hringferli og markar stefnu til rauða hluta regnbogans. Samskonar tól með 40 gráðum milli hliðanna DC og CA markar bláa hlutann. Allir þeir vatnsdropar sem liggja á línu sem stefnan AC tilgreinir gefa framlag í þennan lit í regnboganum. Þannig nær regnboginn í raun alveg frá auga manns til endimarka vatnsúðans.

Styrkur speglunar frá hverjum vatnsdropa er þó svo lítill að við sjáum hana ekki fyrr en framlag dropa yfir tuga eða hundruða metra vegalengd hefur lagst saman. Þetta skýrir hvers vegna regnboginn virðist hlaupa undan þegar við færum okkur. Raunhæfara er kannski að lýsa regnboganum sem sveigðum fleti á himninum þar sem við horfum alltaf eftir jaðrinum. Svona flöt má til dæmis finna á enda sumra viðlegutjalda sem hafa braggalögun í miðju en keiluform til endanna.

Frekara lesefni af Vísindavefnum



Mynd af regnboga: University of Illiniois at Urbana-Chapaign - Department of Astronomy - SPECTRA

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.7.2002

Spyrjandi

Sigurbjörg Sæunn
Guðmundsdóttir

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2002, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2576.

Ari Ólafsson. (2002, 9. júlí). Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2576

Ari Ólafsson. „Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2002. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2576>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?


Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi sem tengist venjulegri úrkomu. Munurinn liggur í þéttleika vatnsdropanna í loftinu.

Til þess að skilja betur hvað hér er á ferðinni er rétt að lesa fyrst svarið við spurningunni Hvernig myndast regnboginn? Þar er lýst hjálpartæki til að auðvelda skilning á lögun regnbogans en við getum líka notað þetta verkfæri til að skilja að regnboginn hefur dýpt.



Mynd 1. Hjálpartæki úr pappírsörk og mjóum pinna, til að átta sig á lögun regnboga. Stefna sólargeisla er eftir kantinum DC, geislinn brotnar og speglast í C, og skilar sér til athuganda í A. Þegar pinnanum (BA) er snúið um eigin ás markar C regnbogann. Hliðarnar DC og BA þurfa að vera samsíða. Allir regndropar sem liggja á framlengingu striksins AC gefa framlag í regnbogann.

Verkfærið sést á myndinn hér að ofan og er pappastrendingur með horn ABCD þar sem mjór pinni er límdur á kantinn BA. Verkfærinu er komið þannig fyrir að pinnaendinn í A er lagður á borðplötu og pinnanum beint þannig að hann stefni til sólar. Þá stefnir kanturinn CD líka til sólar.

Hugsum okkur nú sólargeisla sem kemur inn eftir stefnu DC og lendir á vatnsdropa í C, breytir um stefnu og fer til A. Athugandi í A sér rauðan blett á himninum í stefnu AC. Nú getum við snúið pinnanum um eigin ás þannig að hann stefni alltaf á sólu. Punkturinn C færist þá eftir hringferli og markar stefnu til rauða hluta regnbogans. Samskonar tól með 40 gráðum milli hliðanna DC og CA markar bláa hlutann. Allir þeir vatnsdropar sem liggja á línu sem stefnan AC tilgreinir gefa framlag í þennan lit í regnboganum. Þannig nær regnboginn í raun alveg frá auga manns til endimarka vatnsúðans.

Styrkur speglunar frá hverjum vatnsdropa er þó svo lítill að við sjáum hana ekki fyrr en framlag dropa yfir tuga eða hundruða metra vegalengd hefur lagst saman. Þetta skýrir hvers vegna regnboginn virðist hlaupa undan þegar við færum okkur. Raunhæfara er kannski að lýsa regnboganum sem sveigðum fleti á himninum þar sem við horfum alltaf eftir jaðrinum. Svona flöt má til dæmis finna á enda sumra viðlegutjalda sem hafa braggalögun í miðju en keiluform til endanna.

Frekara lesefni af Vísindavefnum



Mynd af regnboga: University of Illiniois at Urbana-Chapaign - Department of Astronomy - SPECTRA...