Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ETA?

Helga Sverrisdóttir

ETA (Aðskilnaðarhreyfing Baska) eru hryðjuverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaði frá Spáni og beita til þess öllum brögðum. ETA er skammstöfun á nafninu á hreyfingunni en hún heitir Euzkadi Ta Azkatasuna á basnesku sem mætti þýða yfir á íslensku sem Baskaland og frelsi.

ETA á rætur sínar að rekja til Þjóðernisflokks Baska (Partido Nacionalista Vasco; eða PNV) sem var stofnaður árið 1894. Einræðisherrann Francisco Franco sem komst til valda á Spáni árið 1939 kæfði niður allar tilraunir héraða á Spáni til sjálfstjórnunar. Í margar aldir naut Baskaland tiltölulega mikillar sjálfstjórnunar en á valdatíma Franco var dregið úr sjálfstjórninni og fólkið, menning þess og tunga var bæld niður. Franco var mjög í nöp við PNV sem brást við með því að láta lítið fyrir sér fara á Spáni og flytja höfuðstöðvar sínar til Parísar. Nokkrum ungum Böskum líkaði illa hvernig PNV barðist fyrir sjálfstæði Baskalands og þótti sem flokksforystan sýndi Franco allt of mikla linkind þar sem flokkurinn var alfarið á móti því að beita hryðjuverkum til þess að ná fram markmiði sínu. Klufu þeir sig úr flokknum árið 1959 og stofnuðu ETA. Smám saman myndaðist dágóður hópur í kringum þessa ungu menn og auk sjálfstæðisbaráttunnar fór að bera á marxískum áherslum og boðuð var sósíalístísk bylting. ETA hóf hryðjuverkastarfsemi árið 1961.

Ekki var mikil eining innan ETA og segja má að samtökin hafi verið gegnumsýrð af ágreiningi. Mikil átök stóðu á árunum 1970 til 1980 á milli þeirra sem vildu berjast fyrir sjálfstæði Baskalands á Norður-Spáni eftir pólítískum leiðum og þeirra sem vildu berjast með valdi.

Síðan ETA byrjaði að beita hryðjuverkum í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska er talið að hreyfingin hafi myrt fleiri en 800 manns, rænt fleiri tugum og að þúsundir hafi slasast. Margir óbreyttir borgarar hafa fallið í þeim ótal bílasprengjum sem ETA hefur staðið fyrir. ETA beinir spjótum sínum sérstaklega að stjórnmálamönnum, lögreglumönnum, dómurum og hermönnum í hryðjuverkum sínum. Stjórnvöld á Spáni sögðu að ETA hefði myrt 118 manns á einu ári árið 1980. ETA tókst næstum því að myrða Jose Maria Aznar sem nú er forsætisráðherra Spánar árið 1995. Árið 1973 myrti ETA hershöfðingjann Luis Carrero Blanco sem Franco hafði valið sem eftirmann sinn.

ETA fjármagnar baráttu sína með þjófnaði, mannránum og því sem kallast byltingarskattur eða revolutionary taxes en það eru peningar sem þeir kúga út úr kaupsýslumönnum og fyrirtækjum. Starfsemi ETA, ef svo má komast að orði, er mestmegnis innan landamæra Spánar. Talið er að aðeins séu nokkur hundruð manns virk í ETA.

Franco reyndi hvað hann gat til þess að brjóta ETA á bak aftur og beitti til þess öllum brögðum. Stjórn hans handtók meðlimi hreyfingarinnar og voru þeir lamdir og pyntaðir. Í kringum 1970 hafði stjórnvöldum á Spáni tekist að handtaka flesta leiðtoga ETA og voru þeir færðir fyrir herdómstól í borginni Burgos. Eftir að Franco lést árið 1975 hafa spænsk stjórnvöld brugðist við ástandinu á þann hátt að veita nokkrum héruðum sjálfstjórn. Þetta eru héruðin Álava, Guipúzcoa og Vizcaya sem kallast á spænsku Pais Vasco. Þessi héruð hafa eigið þing, lögreglu og opinbert tungumál er euskera auk spænsku. En aðskilnaðarsinnar telja fjögur héruð til viðbótar til Baskalands: Navarra á Spáni og Basse Navarre, Labourd og Soule sem eru í Frakklandi. Aðgerðir stjórnvalda höfðu ekki áhrif á ETA sem hélt áfram hryðjuverkastarfsemi sinni og raunin hefur orðið sú að hryðjuverk ETA hafa margfaldast frá þeim þeim tíma sem Franco var við völd.

Stjórnvöld á Spáni hafa reynt að brjóta hryðjuverkasamtökin á bak aftur með litlum árangri. Á árunum 1983 til 1987 voru starfrækt hálfleynileg samtök gegn hryðjuverkum sem talið er að hafi staðið fyrir morðum á 27 meðlimum ETA. Þessi samtök stjórnvalda voru mjög umdeild og það þótti mikið hneyksli þegar upp komst að innanríkisráðherra í ríkisstjórn Filips Gonzaels sem var forsætisráðherra Spánar á árunum 1982 til 1996, hafði átt þátt í mannráni á einum meðlimi ETA. Innanríkisráðherrann var dæmdur í fangelsi fyrir aðildina.

Á meðan svo virtist sem ETA væri fyrst og fremst í baráttu við einræðisherrann Franco, naut ETA nokkurs stuðning innan Baskalands og utan. En þegar ETA hélt ofbeldisfullum baráttuaðferðum sínum áfram eftir að Franco lést og lýðræði komst á í landinu, dalaði stuðningurinn við samtökin mikið.

Í kringum 1997 var Böskum nóg boðið og miklar mótmælagöngur voru farnar þar sem krafist var að ofbeldinu yrði hætt. Stjórnmálaflokkurinn Herri Batasuna sem flestir telja að sé stjórnmálaarmur ETA, nýtur þó nokkurs fylgis í Baskalandi og fær á bilinu 15 til 20 prósent fylgi í kosningum. Hitt er svo annað mál að um 40% Baska vilja sjálfstæði frá Spáni en mikill meirihluti þeirra er andvígur því að beita hryðjuverkum til að ná því markmiði. 1997 voru 27 framámenn innan flokksins Herri Batasuna handteknir og dæmdir í fangelsi fyrir samvinnu við ETA.

Undir áhrifum frá friðarsamkomulaginu á Norður-Írlandi innleiddi ETA vopnahlé árið 1998 og vonir voru bundnar við að það tækist að leysa deiluna og koma á friði. Raunin varð önnur, vopnahléð var virt í 14 mánuði en eftir það magnaðist deilan á ný.

Baskaland eða Euskal Herria eins og það heitir á basnesku, nær yfir rúmlega 20 þúsund ferkílómetra svæði á Norður-Spáni og Suður-Frakkalandi. Baskar eru einn elsti þjóðernishópur Evrópu. Tungumálið þeirra kallast euskera. Euskera líkist engu indó-evrópsku tungumáli og var talað áður en Rómverjar komu fyrst til Spánar. Um 40% baska talar tungumálið. Alls búa um 3 milljónir manna á þessum svæðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.7.2002

Spyrjandi

Freyr Árnason, f. 1987

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvað er ETA?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2002, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2582.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 11. júlí). Hvað er ETA? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2582

Helga Sverrisdóttir. „Hvað er ETA?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2002. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2582>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ETA?
ETA (Aðskilnaðarhreyfing Baska) eru hryðjuverkasamtök sem berjast fyrir aðskilnaði frá Spáni og beita til þess öllum brögðum. ETA er skammstöfun á nafninu á hreyfingunni en hún heitir Euzkadi Ta Azkatasuna á basnesku sem mætti þýða yfir á íslensku sem Baskaland og frelsi.

ETA á rætur sínar að rekja til Þjóðernisflokks Baska (Partido Nacionalista Vasco; eða PNV) sem var stofnaður árið 1894. Einræðisherrann Francisco Franco sem komst til valda á Spáni árið 1939 kæfði niður allar tilraunir héraða á Spáni til sjálfstjórnunar. Í margar aldir naut Baskaland tiltölulega mikillar sjálfstjórnunar en á valdatíma Franco var dregið úr sjálfstjórninni og fólkið, menning þess og tunga var bæld niður. Franco var mjög í nöp við PNV sem brást við með því að láta lítið fyrir sér fara á Spáni og flytja höfuðstöðvar sínar til Parísar. Nokkrum ungum Böskum líkaði illa hvernig PNV barðist fyrir sjálfstæði Baskalands og þótti sem flokksforystan sýndi Franco allt of mikla linkind þar sem flokkurinn var alfarið á móti því að beita hryðjuverkum til þess að ná fram markmiði sínu. Klufu þeir sig úr flokknum árið 1959 og stofnuðu ETA. Smám saman myndaðist dágóður hópur í kringum þessa ungu menn og auk sjálfstæðisbaráttunnar fór að bera á marxískum áherslum og boðuð var sósíalístísk bylting. ETA hóf hryðjuverkastarfsemi árið 1961.

Ekki var mikil eining innan ETA og segja má að samtökin hafi verið gegnumsýrð af ágreiningi. Mikil átök stóðu á árunum 1970 til 1980 á milli þeirra sem vildu berjast fyrir sjálfstæði Baskalands á Norður-Spáni eftir pólítískum leiðum og þeirra sem vildu berjast með valdi.

Síðan ETA byrjaði að beita hryðjuverkum í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska er talið að hreyfingin hafi myrt fleiri en 800 manns, rænt fleiri tugum og að þúsundir hafi slasast. Margir óbreyttir borgarar hafa fallið í þeim ótal bílasprengjum sem ETA hefur staðið fyrir. ETA beinir spjótum sínum sérstaklega að stjórnmálamönnum, lögreglumönnum, dómurum og hermönnum í hryðjuverkum sínum. Stjórnvöld á Spáni sögðu að ETA hefði myrt 118 manns á einu ári árið 1980. ETA tókst næstum því að myrða Jose Maria Aznar sem nú er forsætisráðherra Spánar árið 1995. Árið 1973 myrti ETA hershöfðingjann Luis Carrero Blanco sem Franco hafði valið sem eftirmann sinn.

ETA fjármagnar baráttu sína með þjófnaði, mannránum og því sem kallast byltingarskattur eða revolutionary taxes en það eru peningar sem þeir kúga út úr kaupsýslumönnum og fyrirtækjum. Starfsemi ETA, ef svo má komast að orði, er mestmegnis innan landamæra Spánar. Talið er að aðeins séu nokkur hundruð manns virk í ETA.

Franco reyndi hvað hann gat til þess að brjóta ETA á bak aftur og beitti til þess öllum brögðum. Stjórn hans handtók meðlimi hreyfingarinnar og voru þeir lamdir og pyntaðir. Í kringum 1970 hafði stjórnvöldum á Spáni tekist að handtaka flesta leiðtoga ETA og voru þeir færðir fyrir herdómstól í borginni Burgos. Eftir að Franco lést árið 1975 hafa spænsk stjórnvöld brugðist við ástandinu á þann hátt að veita nokkrum héruðum sjálfstjórn. Þetta eru héruðin Álava, Guipúzcoa og Vizcaya sem kallast á spænsku Pais Vasco. Þessi héruð hafa eigið þing, lögreglu og opinbert tungumál er euskera auk spænsku. En aðskilnaðarsinnar telja fjögur héruð til viðbótar til Baskalands: Navarra á Spáni og Basse Navarre, Labourd og Soule sem eru í Frakklandi. Aðgerðir stjórnvalda höfðu ekki áhrif á ETA sem hélt áfram hryðjuverkastarfsemi sinni og raunin hefur orðið sú að hryðjuverk ETA hafa margfaldast frá þeim þeim tíma sem Franco var við völd.

Stjórnvöld á Spáni hafa reynt að brjóta hryðjuverkasamtökin á bak aftur með litlum árangri. Á árunum 1983 til 1987 voru starfrækt hálfleynileg samtök gegn hryðjuverkum sem talið er að hafi staðið fyrir morðum á 27 meðlimum ETA. Þessi samtök stjórnvalda voru mjög umdeild og það þótti mikið hneyksli þegar upp komst að innanríkisráðherra í ríkisstjórn Filips Gonzaels sem var forsætisráðherra Spánar á árunum 1982 til 1996, hafði átt þátt í mannráni á einum meðlimi ETA. Innanríkisráðherrann var dæmdur í fangelsi fyrir aðildina.

Á meðan svo virtist sem ETA væri fyrst og fremst í baráttu við einræðisherrann Franco, naut ETA nokkurs stuðning innan Baskalands og utan. En þegar ETA hélt ofbeldisfullum baráttuaðferðum sínum áfram eftir að Franco lést og lýðræði komst á í landinu, dalaði stuðningurinn við samtökin mikið.

Í kringum 1997 var Böskum nóg boðið og miklar mótmælagöngur voru farnar þar sem krafist var að ofbeldinu yrði hætt. Stjórnmálaflokkurinn Herri Batasuna sem flestir telja að sé stjórnmálaarmur ETA, nýtur þó nokkurs fylgis í Baskalandi og fær á bilinu 15 til 20 prósent fylgi í kosningum. Hitt er svo annað mál að um 40% Baska vilja sjálfstæði frá Spáni en mikill meirihluti þeirra er andvígur því að beita hryðjuverkum til að ná því markmiði. 1997 voru 27 framámenn innan flokksins Herri Batasuna handteknir og dæmdir í fangelsi fyrir samvinnu við ETA.

Undir áhrifum frá friðarsamkomulaginu á Norður-Írlandi innleiddi ETA vopnahlé árið 1998 og vonir voru bundnar við að það tækist að leysa deiluna og koma á friði. Raunin varð önnur, vopnahléð var virt í 14 mánuði en eftir það magnaðist deilan á ný.

Baskaland eða Euskal Herria eins og það heitir á basnesku, nær yfir rúmlega 20 þúsund ferkílómetra svæði á Norður-Spáni og Suður-Frakkalandi. Baskar eru einn elsti þjóðernishópur Evrópu. Tungumálið þeirra kallast euskera. Euskera líkist engu indó-evrópsku tungumáli og var talað áður en Rómverjar komu fyrst til Spánar. Um 40% baska talar tungumálið. Alls búa um 3 milljónir manna á þessum svæðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: