Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?

Síþreyta er sjúkdómur sem getur herjað á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri, en er algengust meðal yngri kvenna. Stundum fylgir síþreyta í kjölfar flensu, lungnabólgu eða annarrar sýkingar en það er þó langt frá því að vera algilt. Sumir telja sjúkdóm í miðtaugakerfi orsök síþreytu en aðrir að sjúkdómurinn sé aðallega af sálrænum toga. Ekkert er þó vitað með vissu um orsakir síþreytu og hafa tilraunir til að finna skýringu ekki gefið afdráttarlausar niðurstöður.

Síþreyta einkennist af stöðugri þreytu sem byrjar nokkuð skyndilega og getur staðið yfir vikum eða mánuðum saman. Önnur algeng einkenni eru til dæmis hægari hugsun, lélegt minni, einbeitingarleysi, fælni, kvíði, þunglyndi, of lítil eða of mikil svefnþörf, vöðva- og liðverkir, hitaslæðingur, hálsbólga, meiri viðkvæmni fyrir hita og kulda, óvenjulegir höfuðverkir, ljósfælni, óregla á hægðum og munn- og augnþurrkur. Þessi einkenni þurfa þó ekki að vera öll til staðar hjá sama sjúklingnum.

Sálfræðingar hafa verið fengnir til að aðstoða fólk sem þjáist af síþreytu. Léttar líkamsæfingar hafa einnig komið að gagni. Síþreyta hverfur ekki jafn skjótt og hún kom, en flestir fá bata eftir einhverjar vikur eða mánuði, þó til séu tilfelli þar sem þetta ástand varir í meira en ár.

Nánari umfjöllun um síþreytu má lesa á Doktor.is í grein Eiríks Líndals, sálfræðings á geðdeild Landspítalands. Þar er meðal annars að finna gagnleg ráð fyrir síþreytta. Einnig má lesa um síþreytu á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis.

Heimildir:

Doktor.is – Sálrænar hliðar síþreytu eftir Eirík Líndal

Magnús Jóhannsson læknir – svar við spurningu um síþreytuMynd: chinaetv.com

Útgáfudagur

16.7.2002

Spyrjandi

Marta Pálsdóttir
Guðbjörn Geirsson

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2002. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2593.

EDS. (2002, 16. júlí). Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2593

EDS. „Hvað er síþreyta? Getur fólk á öllum aldri fengið síþreytu og er til lækning?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2002. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2593>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Bryndís Schram

1958

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt, sjálfsmynd, samsömun og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.