Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði. Berskjöldun, vald, þreyta og jafnrétti eru þau helstu hugtök sem Nanna hefur fengist við auk heimspeki Karls Marx, Michels Foucault og Judith Butler.

Í doktorsritgerð sinni Vulnerable in a Job Interview? Butler’s Relational Ontology of Vulnerability as a Response to (Neo)liberalism skoðar Nanna þverfaglega, fræðilega orðræðu um berskjöldun og færir rök fyrir því að þessi fræðirammi hafi komið fram sem viðbragð við mannskilningi nýfrjálshyggjunnar. Nanna skoðar sérstaklega síðari verk Butler og hvernig greining hennar á berskjöldun nái samtímis að fanga mikilvægi siðferðislegra, verufræðilegra, félagslegra og pólitískra þátta. Takmarkanir þessa fræðaramma eru einnig skoðaðar og spurt hvort hugmyndir um berskjöldun eigi möguleika á fótfestu í samfélaginu utan fræðilegrar orðræðu. Er hægt að greina frá því sem talið er berskjöldun í atvinnuviðtali ef virkileg þörf er á að öðlast framfærslu í gegnum vinnu? Eins og færð eru rök fyrir, þá er þörf á auknum samtakamætti þegar kemur að vinnu og framfærslu eigi mannskilningur berskjöldunar að ná samfélagslegu brautargengi. Sýnt er fram á að vísi að slíku sé að finna í femínískum tilfinningabyltingum síðari ára á borð við #MeToo.

Rannsóknir Nönnu hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði.

Nanna hefur í auknum mæli beint rannsóknum sínum að stöðu langveikra auk þess að skoða hvernig staða þessa fremur ósýnilega hóps varpar ljósi á siðferðisleg álitaefni á borð við ábyrgð. Ólíkt álitaefnum sem varða líf og dauða, eru þessi álitamál að mörgu leyti lágstemmd, jafnvel hversdagsleg en mjög erfið, vegna þess hve langvinn þau eru. Ástæða þess að Nanna hefur farið inn á þessar brautir er að hún býr sjálf við langvinna sjúkdóminn ME/síþreytu en sjúkdómurinn hefur enn lítið verið rannsakaður. Í nýdoktorsverkefni sínu Hlustað á þreytu, hyggur Nanna á rannsóknir á bæði sjúkdómasögu ME/síþreytu sem og þreytuhugtakinu sjálfu. Skoðað verður hvernig hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur litað hugmyndir um þreytu auk þess sem samanburður verður gerður á milli þreytu og sársauka en hið síðarnefnda hefur fengið talsvert meiri umfjöllun innan heimspeki heldur en þreyta.

Nanna Hlín er fædd í Reykjavík árið 1984. Hún lauk stúdentsprófi af fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík 2004 og fornámsdeild Myndlistaskóla Reykjavíkur ári síðar. Hún lauk BA-námi í heimspeki 2008 frá Háskóla Íslands og MA-námi í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London 2012. Hún lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2018. Nanna hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands frá því að hún hóf doktorsnám og er ritstjóri Hugar, tímarits um heimspeki. Nanna hefur einnig verið virk í margvíslegum aktívisma í tenglsum við femínisma, flóttafólk og stöðu langveikra og er í stjórn ME-félags Íslands. Þar að auki hefur hún verið virk í baráttu fyrir bættum kjörum nýrannsakenda á Íslandi og var formaður Fedon, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands 2017-2018.

Mynd:
  • Úr safni NHH.

Útgáfudagur

5.2.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2020. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78553.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2020, 5. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78553

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2020. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78553>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?

Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði. Berskjöldun, vald, þreyta og jafnrétti eru þau helstu hugtök sem Nanna hefur fengist við auk heimspeki Karls Marx, Michels Foucault og Judith Butler.

Í doktorsritgerð sinni Vulnerable in a Job Interview? Butler’s Relational Ontology of Vulnerability as a Response to (Neo)liberalism skoðar Nanna þverfaglega, fræðilega orðræðu um berskjöldun og færir rök fyrir því að þessi fræðirammi hafi komið fram sem viðbragð við mannskilningi nýfrjálshyggjunnar. Nanna skoðar sérstaklega síðari verk Butler og hvernig greining hennar á berskjöldun nái samtímis að fanga mikilvægi siðferðislegra, verufræðilegra, félagslegra og pólitískra þátta. Takmarkanir þessa fræðaramma eru einnig skoðaðar og spurt hvort hugmyndir um berskjöldun eigi möguleika á fótfestu í samfélaginu utan fræðilegrar orðræðu. Er hægt að greina frá því sem talið er berskjöldun í atvinnuviðtali ef virkileg þörf er á að öðlast framfærslu í gegnum vinnu? Eins og færð eru rök fyrir, þá er þörf á auknum samtakamætti þegar kemur að vinnu og framfærslu eigi mannskilningur berskjöldunar að ná samfélagslegu brautargengi. Sýnt er fram á að vísi að slíku sé að finna í femínískum tilfinningabyltingum síðari ára á borð við #MeToo.

Rannsóknir Nönnu hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði.

Nanna hefur í auknum mæli beint rannsóknum sínum að stöðu langveikra auk þess að skoða hvernig staða þessa fremur ósýnilega hóps varpar ljósi á siðferðisleg álitaefni á borð við ábyrgð. Ólíkt álitaefnum sem varða líf og dauða, eru þessi álitamál að mörgu leyti lágstemmd, jafnvel hversdagsleg en mjög erfið, vegna þess hve langvinn þau eru. Ástæða þess að Nanna hefur farið inn á þessar brautir er að hún býr sjálf við langvinna sjúkdóminn ME/síþreytu en sjúkdómurinn hefur enn lítið verið rannsakaður. Í nýdoktorsverkefni sínu Hlustað á þreytu, hyggur Nanna á rannsóknir á bæði sjúkdómasögu ME/síþreytu sem og þreytuhugtakinu sjálfu. Skoðað verður hvernig hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hefur litað hugmyndir um þreytu auk þess sem samanburður verður gerður á milli þreytu og sársauka en hið síðarnefnda hefur fengið talsvert meiri umfjöllun innan heimspeki heldur en þreyta.

Nanna Hlín er fædd í Reykjavík árið 1984. Hún lauk stúdentsprófi af fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík 2004 og fornámsdeild Myndlistaskóla Reykjavíkur ári síðar. Hún lauk BA-námi í heimspeki 2008 frá Háskóla Íslands og MA-námi í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London 2012. Hún lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2018. Nanna hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands frá því að hún hóf doktorsnám og er ritstjóri Hugar, tímarits um heimspeki. Nanna hefur einnig verið virk í margvíslegum aktívisma í tenglsum við femínisma, flóttafólk og stöðu langveikra og er í stjórn ME-félags Íslands. Þar að auki hefur hún verið virk í baráttu fyrir bættum kjörum nýrannsakenda á Íslandi og var formaður Fedon, félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands 2017-2018.

Mynd:
  • Úr safni NHH.
...