Sólin Sólin Rís 03:07 • sest 23:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:30 • Sest 01:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:26 • Síðdegis: 20:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:26 í Reykjavík

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?

Gylfi Magnússon

Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti.

Almenna reglan er að við sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu á að gefa út reikning þar sem koma á fram útgáfudagur, nafn og kennitala kaupanda og seljanda, skráningarnúmer seljanda, tegund sölu, magn, einingarverð og heildarverð. Reikningseyðublöð eiga að vera fyrirfram tölusett í samfelldri töluröð. Reikningur á að bera það greinilega með sér hvort virðisaukaskattur er innifalinn í heildarfjárhæð hans eða ekki og sérstaklega skal koma fram hver fjárhæð virðisaukaskatts er. Reikningar skulu vera að minnsta kosti í þríriti og á að afhenda viðskiptamanni frumrit.

Þrátt fyrir að þetta sé hin almenna regla er einnig undanþága fyrir fyrirtæki sem einkum selja gegn staðgreiðslu til endanlegra neytenda, það er þeirra sem geta ekki fengið virðisaukaskatt endurgreiddan. Þetta á við um flestar tegundir smásölufyrirtækja, samkvæmt upptalningu í reglugerð. Slík fyrirtæki geta annaðhvort gefið út reikninga sem uppfylla þær kröfur sem tilgreindar eru að ofan eða látið nægja að skrá sérhverja afhendingu á vöru eða þjónustu í sjóðvél (búðarkassa) um leið og hún fer fram. Við skráningu í sjóðvél skal aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum. Í fyrrnefndri reglugerð er tilgreint nánar hvaða skilyrði sjóðvélar eiga að uppfylla en þær eiga meðal annars að gefa út svokallaðar kassakvittanir til viðskiptamanna. Á kassakvittun á að vera dagsetning og sundurgreint hvað var keypt.

Ef skattskyldur aðili á viðskipti við fyrirtæki sem notfærir sér fyrrnefnda undanþágu getur hann farið fram á að jafnframt skráningu viðskipta hans í sjóðvél verði gefinn út reikningur sem uppfyllir skilyrði almennu reglunnar, þó er þá ekki nauðsynlegt að tölusetja reikningseyðublöð fyrirfram og nægilegt að þau séu í tvíriti. Slíkur reikningur er skilyrði þess að viðskiptamaðurinn geti fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Ekki er nauðsynlegt að tilgreina nafn og kennitölu kaupanda ef fjárhæð reiknings er 6.000 krónur eða minni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.8.2002

Spyrjandi

Hermann Þrastarson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2002. Sótt 2. júlí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2634.

Gylfi Magnússon. (2002, 8. ágúst). Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2634

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2002. Vefsíða. 2. júl. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2634>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?
Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti.

Almenna reglan er að við sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu á að gefa út reikning þar sem koma á fram útgáfudagur, nafn og kennitala kaupanda og seljanda, skráningarnúmer seljanda, tegund sölu, magn, einingarverð og heildarverð. Reikningseyðublöð eiga að vera fyrirfram tölusett í samfelldri töluröð. Reikningur á að bera það greinilega með sér hvort virðisaukaskattur er innifalinn í heildarfjárhæð hans eða ekki og sérstaklega skal koma fram hver fjárhæð virðisaukaskatts er. Reikningar skulu vera að minnsta kosti í þríriti og á að afhenda viðskiptamanni frumrit.

Þrátt fyrir að þetta sé hin almenna regla er einnig undanþága fyrir fyrirtæki sem einkum selja gegn staðgreiðslu til endanlegra neytenda, það er þeirra sem geta ekki fengið virðisaukaskatt endurgreiddan. Þetta á við um flestar tegundir smásölufyrirtækja, samkvæmt upptalningu í reglugerð. Slík fyrirtæki geta annaðhvort gefið út reikninga sem uppfylla þær kröfur sem tilgreindar eru að ofan eða látið nægja að skrá sérhverja afhendingu á vöru eða þjónustu í sjóðvél (búðarkassa) um leið og hún fer fram. Við skráningu í sjóðvél skal aðgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum. Í fyrrnefndri reglugerð er tilgreint nánar hvaða skilyrði sjóðvélar eiga að uppfylla en þær eiga meðal annars að gefa út svokallaðar kassakvittanir til viðskiptamanna. Á kassakvittun á að vera dagsetning og sundurgreint hvað var keypt.

Ef skattskyldur aðili á viðskipti við fyrirtæki sem notfærir sér fyrrnefnda undanþágu getur hann farið fram á að jafnframt skráningu viðskipta hans í sjóðvél verði gefinn út reikningur sem uppfyllir skilyrði almennu reglunnar, þó er þá ekki nauðsynlegt að tölusetja reikningseyðublöð fyrirfram og nægilegt að þau séu í tvíriti. Slíkur reikningur er skilyrði þess að viðskiptamaðurinn geti fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Ekki er nauðsynlegt að tilgreina nafn og kennitölu kaupanda ef fjárhæð reiknings er 6.000 krónur eða minni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...