Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?

Fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu, Apollo 11, lagði af stað frá jörðu 16. júlí 1969. Þremur dögum og tæpum fjórum klukkustundum seinna var hann kominn á braut um tunglið og degi seinna lenti hann á yfirborðinu.

Hinir Apollo-leiðangrarnir fimm sem náðu til tunglsins (Apollo 12 og Apollo 14-17) lentu allir á tunglinu fjórum til fimm dögum eftir brottför frá jörðu.Meðalfjarlægð milli tunglsins og jarðarinnar er 384.400 km.

Lengsta ferðin til tunglsins var farin af tunglkönnunarhnettinum ESA SMART-1. Honum var skotið frá jörðu þann 27. september 2003 og hann komst á braut um tunglið í nóvember 2004. Könnunarhnötturinn var með afar eyðslugranna rafknúna vél sem gekk fyrir sólarorku og var því ekki sérlega hraðskreiður.

Fljótast til tunglsins var New Horizons-könnunarfar NASA sem flaug fram hjá tunglinu aðeins átta klukkustundum og 35 mínútum eftir brottför sína frá jörðu á leið til Plútós. Þó er vert að geta þess að farið hefði verið lengur á leiðinni hefði það þurft að hægja á sér til að undirbúa lendingu á tunglinu líkt og Apollo-ferjurnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Útgáfudagur

10.6.2011

Spyrjandi

Reynir Warner Lord

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fóksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Dagur Benjamín R Kjartansson, Hanna Þráinsdóttir og Katrín Eva Vegardsdóttir . „Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2011. Sótt 18. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=27222.

Dagur Benjamín R Kjartansson, Hanna Þráinsdóttir og Katrín Eva Vegardsdóttir . (2011, 10. júní). Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27222

Dagur Benjamín R Kjartansson, Hanna Þráinsdóttir og Katrín Eva Vegardsdóttir . „Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2011. Vefsíða. 18. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27222>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Hannesson

1951

Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum.