Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?

HMS

Samkvæmt sögubókum var geimfarinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið 20. júlí árið 1969. Ekki eru þó allir sem leggja trúnað á að þessi mikilvægi atburður í sögu mannkyns hafi nokkurn tíma átt sér stað.

Ein þekktasta samsæriskenning allra tíma er að menn hafi í raun aldrei farið til tunglsins heldur hafi NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, sviðsett hana. Þessu til stuðnings hafa menn týnt til ýmislegt varðandi tungllendinguna sem þeir segja að gæti ekki staðist. Skemmst er frá því að segja að flestar, ef ekki allar þessar hugmyndir hafa verið hraktar eða er að minnsta kosti hægt að skýra með öðrum, einfaldari hætti.

Um einstaka þætti gagnrýninnar er fjallað í öðrum svörum á Vísindavefnum. Í föstudagssvari við spurningunni; Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969? veltir ritstjórn Vísindavefsins upp hugmyndum um af hverju fáninn á myndinni hér fyrir neðan virðist blakta jafnvel þótt ekkert andrúmsloft sé á tunglinu. Einnig er vert að skoða svar Sævars Helga Bragasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni; Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?. Í öðru svari fjalla þeir einnig um það hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu. Lesendum er einnig bent á vefsíður í heimildaskránni hér fyrir neðan, en þar má finna ítarlegar upplýsingar um fleiri þætti samsæriskenningarinnar.


Oft er haft orð á því að þessi mynd af Buzz Aldrin á tunglinu hljóti að vera fölsuð þar sem fáninn blaktir en ekkert loft er á tunglinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir, frekara lesefni og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Fríða Líf, f. 1993

Tilvísun

HMS. „Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5951.

HMS. (2006, 19. maí). Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5951

HMS. „Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5951>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að mannkynið hafi aldrei stigið á tunglið og myndirnar frá Apollo 11 hafi verið teknar á svæði 51, háleynilegri stofnun Bandaríkjanna?
Samkvæmt sögubókum var geimfarinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið 20. júlí árið 1969. Ekki eru þó allir sem leggja trúnað á að þessi mikilvægi atburður í sögu mannkyns hafi nokkurn tíma átt sér stað.

Ein þekktasta samsæriskenning allra tíma er að menn hafi í raun aldrei farið til tunglsins heldur hafi NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, sviðsett hana. Þessu til stuðnings hafa menn týnt til ýmislegt varðandi tungllendinguna sem þeir segja að gæti ekki staðist. Skemmst er frá því að segja að flestar, ef ekki allar þessar hugmyndir hafa verið hraktar eða er að minnsta kosti hægt að skýra með öðrum, einfaldari hætti.

Um einstaka þætti gagnrýninnar er fjallað í öðrum svörum á Vísindavefnum. Í föstudagssvari við spurningunni; Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969? veltir ritstjórn Vísindavefsins upp hugmyndum um af hverju fáninn á myndinni hér fyrir neðan virðist blakta jafnvel þótt ekkert andrúmsloft sé á tunglinu. Einnig er vert að skoða svar Sævars Helga Bragasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni; Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?. Í öðru svari fjalla þeir einnig um það hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu. Lesendum er einnig bent á vefsíður í heimildaskránni hér fyrir neðan, en þar má finna ítarlegar upplýsingar um fleiri þætti samsæriskenningarinnar.


Oft er haft orð á því að þessi mynd af Buzz Aldrin á tunglinu hljóti að vera fölsuð þar sem fáninn blaktir en ekkert loft er á tunglinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir, frekara lesefni og mynd

...