Sólin Sólin Rís 10:42 • sest 15:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:20 í Reykjavík

Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, að smápillutegundum undanskildum. Plöntuestrógen eru það lík estrógeni kvenna að þau bindast estrógenviðtökum í frumum þeirra. Þegar kona borðar mikið af sojaafurðum fær hún þess vegna svolítinn aukaskammt af estrógeni. Líkt og pilluestrógen gæti plöntuestrógen haft þau áhrif á kvenlíkama að hann dragi úr framleiðslu á estrógeni. Mögulegt er þess vegna að plöntuestrógen úr sojaafurðum magni áhrif pillunnar.

Vitað er að nokkur efni hafa samverkandi áhrif með estrógeni, þau ýmist hamla verkun þess eða örva hana. Með samverkun getur verið átt við breytingar á uppsogi efnis, dreifingu þess um líkamann, niðurbrot eða verkun þess af völdum einhvers annars efnis.

Bæði lyf og næringarefni geta haft truflandi áhrif á öryggi getnaðarvarnarpilla. Til dæmis getur náttúrulyfið Jóhannesarjurt (notað við þunglyndi), flogaveikilyf, sýklalyf, paracetamól og C-vítamín hugsanlega dregið úr öryggi pillunnar. Ekki er hins vegar vitað til þess að sojaafurðir dragi úr öryggi getnaðarvarnarpilla.Ekki er vitað til þess að sojaafurðir dragi úr öryggi pillunnar sem getnaðarvarnar.

Getnaðarvarnarpillur geta líka haft áhrif á önnur efni. Þekkt er samverkun milli reykinga og notkunar getnaðarvarnarpillu, en þessi samverkun getur aukið hættu á blóðtappa sem meðal annars getur leitt til heilablóðfalls og kransæðastíflu, einkum ef konan er eldri en 35 ára og reykir 15 eða fleiri sígarettur á dag.

Þá er vitað að getnaðarvarnarpillur geta truflað áhrif næringarefnanna fólsýru og magnesíns svo fleiri dæmi séu nefnd. Getnaðarvarnarpillur geta hægt á hreinsun sumra lyfja úr líkamanum, til dæmis cýklósporíns, alkóhóls, prednisólóns, kaffeíns og theóhýllíns, en flýtt útskiljun annarra lyfja, svo sem morfíns og magnýls.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

 • Martini M.C., Dancisak B.B., Haggans C.J., Thomas W., og Slavin J.L.: Effects of soy intake on sex hormone metabolism in premenopausal women. Nutritition and cancer. 1999;34(2):133-9. Útdráttur skoðaður á PubMed.gov.
 • Drug Interactions á MedicineNet.com.
 • Back D.J. og Orme M.L.: Pharmacokinetic drug interactions with oral contraceptives. Clinical Pharmacokinetics. 1990 Jun;18(6):472-84. Útdráttur skoðaður á PubMed.gov.
 • Oral Contraceptives á MedicineNet.com.
 • Oral Contraceptives á Netrition.com.
 • Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 22. 12. 2009.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hefur mataræði áhrif á öryggi pillunnar (getnaðarvörn)? Heyrði að soyjaafurðir ýttu undir framleiðslu östrógens, er það rétt? Hefur það áhrif?

Höfundur

Útgáfudagur

29.12.2009

Spyrjandi

Þórhildur Þórarinsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2009. Sótt 30. nóvember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=28150.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2009, 29. desember). Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28150

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2009. Vefsíða. 30. nóv. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur neysla á sojaafurðum áhrif á öryggi pillunnar?
Sumar plöntuafurðir, eins og sojabaunir, innihalda svokölluð ísóflavón-efnasambönd sem stundum eru kölluð plöntuestrógen, því að þau líkjast estrógeni sem myndast í eggjastokkum kvenna. Estrógen, sem er samheiti yfir nokkur efnasambönd með svipaða verkun, er einnig annað aðalefnið í flestum getnaðarvarnarpillum, að smápillutegundum undanskildum. Plöntuestrógen eru það lík estrógeni kvenna að þau bindast estrógenviðtökum í frumum þeirra. Þegar kona borðar mikið af sojaafurðum fær hún þess vegna svolítinn aukaskammt af estrógeni. Líkt og pilluestrógen gæti plöntuestrógen haft þau áhrif á kvenlíkama að hann dragi úr framleiðslu á estrógeni. Mögulegt er þess vegna að plöntuestrógen úr sojaafurðum magni áhrif pillunnar.

Vitað er að nokkur efni hafa samverkandi áhrif með estrógeni, þau ýmist hamla verkun þess eða örva hana. Með samverkun getur verið átt við breytingar á uppsogi efnis, dreifingu þess um líkamann, niðurbrot eða verkun þess af völdum einhvers annars efnis.

Bæði lyf og næringarefni geta haft truflandi áhrif á öryggi getnaðarvarnarpilla. Til dæmis getur náttúrulyfið Jóhannesarjurt (notað við þunglyndi), flogaveikilyf, sýklalyf, paracetamól og C-vítamín hugsanlega dregið úr öryggi pillunnar. Ekki er hins vegar vitað til þess að sojaafurðir dragi úr öryggi getnaðarvarnarpilla.Ekki er vitað til þess að sojaafurðir dragi úr öryggi pillunnar sem getnaðarvarnar.

Getnaðarvarnarpillur geta líka haft áhrif á önnur efni. Þekkt er samverkun milli reykinga og notkunar getnaðarvarnarpillu, en þessi samverkun getur aukið hættu á blóðtappa sem meðal annars getur leitt til heilablóðfalls og kransæðastíflu, einkum ef konan er eldri en 35 ára og reykir 15 eða fleiri sígarettur á dag.

Þá er vitað að getnaðarvarnarpillur geta truflað áhrif næringarefnanna fólsýru og magnesíns svo fleiri dæmi séu nefnd. Getnaðarvarnarpillur geta hægt á hreinsun sumra lyfja úr líkamanum, til dæmis cýklósporíns, alkóhóls, prednisólóns, kaffeíns og theóhýllíns, en flýtt útskiljun annarra lyfja, svo sem morfíns og magnýls.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

 • Martini M.C., Dancisak B.B., Haggans C.J., Thomas W., og Slavin J.L.: Effects of soy intake on sex hormone metabolism in premenopausal women. Nutritition and cancer. 1999;34(2):133-9. Útdráttur skoðaður á PubMed.gov.
 • Drug Interactions á MedicineNet.com.
 • Back D.J. og Orme M.L.: Pharmacokinetic drug interactions with oral contraceptives. Clinical Pharmacokinetics. 1990 Jun;18(6):472-84. Útdráttur skoðaður á PubMed.gov.
 • Oral Contraceptives á MedicineNet.com.
 • Oral Contraceptives á Netrition.com.
 • Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 22. 12. 2009.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hefur mataræði áhrif á öryggi pillunnar (getnaðarvörn)? Heyrði að soyjaafurðir ýttu undir framleiðslu östrógens, er það rétt? Hefur það áhrif?
...