Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?

Hörður Kristinsson (1937-2023), Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg

Öll spurningin hljóðaði svona:

Er það rétt að eyrarrósin og alaskalúpínan hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Og að báðar hafi komið frá Kanada?

Saga eyrarrósarinnar (Chamerion latifolium) og alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) hér á landi er ekki sú sama. Fyrrnefnda plantan hefur verið hluti af íslenskri flóru um aldir en sú síðarnefnda var fyrst flutt hingað til lands fyrir tæplega 150 árum en fór ekki að dreifa sér neitt að ráði fyrr en eftir miðja 20. öld.

Um báðar þessar plöntur er fjallað í bókinni Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar (2018). Þar er þess getið að elsta ritaða heimild um eyrarrós á Íslandi sé líklega Ferðabók Eggerts og Bjarna en þar segir að eyrarrósin vaxi lengst uppi á öræfum við upptök Blöndu. Þeir félagar ferðuðust um landið þvert og endilangt á árunum 1752–1757 en Ferðabókin, þar sem meðal annars er að finna lýsingu á náttúru og dýralífi, kom fyrst út 1772.

Eyrarrós er nokkuð stórvaxin fjölær planta með stórum bleikrauðum blómum.

Alaskalúpínan er aftur á móti aðflutt. Fyrst er vitað til að hún hafi verið í ræktun á Íslandi árið 1885 þegar Schierbeck landlæknir sáði henni í Reykjavík. Ekki fer miklum sögum af frekari útbreiðslu hennar þá en 60 árum seinna, árið 1945, flutti Hákon Bjarnason inn stofn frá Alaska til ræktunar. Eftir miðja 20. öld er farið að nota lúpínu af þessum síðari stofni til landgræðslu og þá fer hún að dreifast eitthvað að ráði af sjálfsdáðum.

Alaskalúpína er mjög stórvaxin fjölær jurt með bláum blómaklösum.

Í áðurnefndri bók er að finna ýmsan fróðleik um þessar og aðrar íslenskar plöntur. Þar segir til dæmis um alaskalúpínuna:
Lúpínan er auðþekkt frá öllum íslenskum plöntum en líkist nokkuð garðalúpínu (Lupinus polyphyllus) sem víða er ræktuð í nokkrum mismunandi blómalitum og slæðist sums staðar eitthvað út frá ræktun. Alaskalúpínan er þó auðþekkt á blöðunum sem hafa sjö til átta smáblöð á hverjum stilk en garðalúpínan er ætíð með fleiri, oftast 10-14.

Alaskalúpínan er aðflutt á Íslandi og hefur breiðst ört út, einkum fyrir atbeina mannsins. Búsvæði hennar eru einkum melar, sandar, áreyrar og lyngmóar af ýmsum gerðum. Lúpínan er nú orðin nokkuð algeng um allt land, bæði á láglendi og allhátt upp eftir fjallshlíðum.

Lúpínan hefur mikið verið notuð til uppgræðslu örfoka lands og á tímabili var almenningur óspart hvattur til að dreifa henni sem víðast. Síðar hafa menn þó áttað sig á hver vágestur hún er í íslensku gróðurlendi því þótt hún græði vel upp eyðisanda þá eyðir hún gróðri þar sem hún kemst í vel gróið land sem hún ræður við. Þá er orðið um seinan að stöðva framgang hennar því hún er dugleg að dreifa sér af sjálfsdáðum, bæði með því að þeyta fræjunum út frá sér og einnig dreifist hún mikið með leysingarvatni, lækjum og ám.

Heimkynni alaskalúpínu eru á vesturströnd Norður-Ameríku og í Kanada og Alaska. Annars staðar, eins og í Norður-Evrópu, er hún aðflutt. (bls. 379 - styttur texti)

Alaskalúpína í Öræfasveit.

Um eyrarrósina segir meðal annars:
Eyrarrósin hefur stærri blóm en nokkur önnur íslensk jurt og er auðþekkt á þeim. Eyrarrósin vex einkum í malarkenndum jarðvegi á áreyrum og meðfram ám, einnig stundum í klettum í árgljúfrum. Mjög sjaldan finnst hún í klettabeltum langt frá ám. Á síðari árum sést hún einnig stundum í malarjarðvegi í vegköntum, eftir að Vegagerðin fór að nota efni úr árfarvegum til vegagerðar. Eyrarrósin er nokkuð algeng um allt land með þeim takmörkunum að vaxa sjaldan langt frá ám eða lækjum. Á miðhálendinu vex hún oft upp í 800-900 m hæð og blómgast þar seint í júlí og fram í ágúst. Hæst hefur hún fundist í Lyngbrekkutindi í Esjufjöllum í 1000 metra hæð.

Erlendis finnst eyrarósin aðallega í Norður-Ameríku, einkum Grænlandi, Kanada og í Alaska og einnig í austurhluta Asíu. Hún er ekki í Evrópu utan Íslands og er því eyða í útbreiðslu hennar frá Íslandi austur að Úralfjöllum og Novaya Zemlya. (bls. 439 - styttur texti)

Eyrarrós nálægt þorpinu Upernavik á Grænlandi.

Myndir:


Þetta svar er unnið upp úr bókinni Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar sem út kom hjá Vöku-Helgafelli 2018. Höfundar bókarinnar eru Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundar

Hörður Kristinsson (1937-2023)

sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

24.6.2024

Spyrjandi

Heiðrún Eyvindardóttir

Tilvísun

Hörður Kristinsson (1937-2023), Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg. „Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2024, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28232.

Hörður Kristinsson (1937-2023), Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg. (2024, 24. júní). Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28232

Hörður Kristinsson (1937-2023), Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg. „Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2024. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er það rétt að eyrarrósin og alaskalúpínan hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Og að báðar hafi komið frá Kanada?

Saga eyrarrósarinnar (Chamerion latifolium) og alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) hér á landi er ekki sú sama. Fyrrnefnda plantan hefur verið hluti af íslenskri flóru um aldir en sú síðarnefnda var fyrst flutt hingað til lands fyrir tæplega 150 árum en fór ekki að dreifa sér neitt að ráði fyrr en eftir miðja 20. öld.

Um báðar þessar plöntur er fjallað í bókinni Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar (2018). Þar er þess getið að elsta ritaða heimild um eyrarrós á Íslandi sé líklega Ferðabók Eggerts og Bjarna en þar segir að eyrarrósin vaxi lengst uppi á öræfum við upptök Blöndu. Þeir félagar ferðuðust um landið þvert og endilangt á árunum 1752–1757 en Ferðabókin, þar sem meðal annars er að finna lýsingu á náttúru og dýralífi, kom fyrst út 1772.

Eyrarrós er nokkuð stórvaxin fjölær planta með stórum bleikrauðum blómum.

Alaskalúpínan er aftur á móti aðflutt. Fyrst er vitað til að hún hafi verið í ræktun á Íslandi árið 1885 þegar Schierbeck landlæknir sáði henni í Reykjavík. Ekki fer miklum sögum af frekari útbreiðslu hennar þá en 60 árum seinna, árið 1945, flutti Hákon Bjarnason inn stofn frá Alaska til ræktunar. Eftir miðja 20. öld er farið að nota lúpínu af þessum síðari stofni til landgræðslu og þá fer hún að dreifast eitthvað að ráði af sjálfsdáðum.

Alaskalúpína er mjög stórvaxin fjölær jurt með bláum blómaklösum.

Í áðurnefndri bók er að finna ýmsan fróðleik um þessar og aðrar íslenskar plöntur. Þar segir til dæmis um alaskalúpínuna:
Lúpínan er auðþekkt frá öllum íslenskum plöntum en líkist nokkuð garðalúpínu (Lupinus polyphyllus) sem víða er ræktuð í nokkrum mismunandi blómalitum og slæðist sums staðar eitthvað út frá ræktun. Alaskalúpínan er þó auðþekkt á blöðunum sem hafa sjö til átta smáblöð á hverjum stilk en garðalúpínan er ætíð með fleiri, oftast 10-14.

Alaskalúpínan er aðflutt á Íslandi og hefur breiðst ört út, einkum fyrir atbeina mannsins. Búsvæði hennar eru einkum melar, sandar, áreyrar og lyngmóar af ýmsum gerðum. Lúpínan er nú orðin nokkuð algeng um allt land, bæði á láglendi og allhátt upp eftir fjallshlíðum.

Lúpínan hefur mikið verið notuð til uppgræðslu örfoka lands og á tímabili var almenningur óspart hvattur til að dreifa henni sem víðast. Síðar hafa menn þó áttað sig á hver vágestur hún er í íslensku gróðurlendi því þótt hún græði vel upp eyðisanda þá eyðir hún gróðri þar sem hún kemst í vel gróið land sem hún ræður við. Þá er orðið um seinan að stöðva framgang hennar því hún er dugleg að dreifa sér af sjálfsdáðum, bæði með því að þeyta fræjunum út frá sér og einnig dreifist hún mikið með leysingarvatni, lækjum og ám.

Heimkynni alaskalúpínu eru á vesturströnd Norður-Ameríku og í Kanada og Alaska. Annars staðar, eins og í Norður-Evrópu, er hún aðflutt. (bls. 379 - styttur texti)

Alaskalúpína í Öræfasveit.

Um eyrarrósina segir meðal annars:
Eyrarrósin hefur stærri blóm en nokkur önnur íslensk jurt og er auðþekkt á þeim. Eyrarrósin vex einkum í malarkenndum jarðvegi á áreyrum og meðfram ám, einnig stundum í klettum í árgljúfrum. Mjög sjaldan finnst hún í klettabeltum langt frá ám. Á síðari árum sést hún einnig stundum í malarjarðvegi í vegköntum, eftir að Vegagerðin fór að nota efni úr árfarvegum til vegagerðar. Eyrarrósin er nokkuð algeng um allt land með þeim takmörkunum að vaxa sjaldan langt frá ám eða lækjum. Á miðhálendinu vex hún oft upp í 800-900 m hæð og blómgast þar seint í júlí og fram í ágúst. Hæst hefur hún fundist í Lyngbrekkutindi í Esjufjöllum í 1000 metra hæð.

Erlendis finnst eyrarósin aðallega í Norður-Ameríku, einkum Grænlandi, Kanada og í Alaska og einnig í austurhluta Asíu. Hún er ekki í Evrópu utan Íslands og er því eyða í útbreiðslu hennar frá Íslandi austur að Úralfjöllum og Novaya Zemlya. (bls. 439 - styttur texti)

Eyrarrós nálægt þorpinu Upernavik á Grænlandi.

Myndir:


Þetta svar er unnið upp úr bókinni Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar sem út kom hjá Vöku-Helgafelli 2018. Höfundar bókarinnar eru Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Svarið er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda. ...