Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?

Bryndís Marteinsdóttir

Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana.

Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur.

Ef lúpína er of stórt hlutfall af fæðu sauðfjár hefur það neikvæð áhrif. Rannsóknir unnar hér á landi hafa til dæmis sýnt að of mikil lúpína í fæðu truflar vambastarfsemi sauðfjár og gerir það jafnvel að verkum að sauðfé hættir að nærast. Nýgræðingar lúpínunnar eru aftur á móti með minna magn eiturefna og er sauðfé sólgið í þá. Áhrif þessa má oft sjá þegar borin eru saman svæði innan og utan beitargirðingar, lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, eru engar plöntur að sjá.

Sauðfé hefur verið nýtt á til dæmis Húsavík og Ísafirði til að halda útbreiðslu lúpínunnar í skefjum og hindra hana í að nema land á nýjum svæðum. Tilraunir hafa einnig verið gerðar með beit í þéttum lúpínubreiðum. Niðurstöður benda til þess að beit sauðfjár dragi úr þéttleika lúpínunnar og geti haldið henni í skefjum, hins vegar þarf að beita sauðfé á lúpínubreiður af varkárni þar sem að eituráhrifa getur orðið vart.

Tilraunir hafa verið gerðar með beit í þéttum lúpínubreiðum.

Almennt er hrossum ekki beitt á lúpínu þó að hross eigi það til að éta hana. Þekkt er að hross sparka upp rótum lúpínunnar og éta þær síðan.

Heimildir:
  • Jóhann Þórsson og Ólafur Guðmundsson 1993. Fóðrun á alaskalúpínu. Ráðnautafundur 1993 bls. 295-306.
  • Borgþór Magnússon (2010): NOBANIS – Invasive Alien Species Fact Sheet – Lupinus nootkatensis. – From: Online Database of the European Network on Invasive Alien Species – NOBANIS NOBANIS - European Network on Invasive Species. (Skoðað 29.06.2017).
  • Ása L. Aradóttir og Inga Vala Gísladóttir. Breytingar á gróðurfari í kjölfar sauðfjárbeitar á lúpínubreiðu. Veggspjald. Líffræðiráðstefnan 2015.

Myndir:

Höfundur

Bryndís Marteinsdóttir

sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni

Útgáfudagur

5.7.2017

Spyrjandi

Sturla Þórðarson

Tilvísun

Bryndís Marteinsdóttir. „Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2017, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65852.

Bryndís Marteinsdóttir. (2017, 5. júlí). Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65852

Bryndís Marteinsdóttir. „Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2017. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu?
Alaskalúpína framleiðir töluvert af eiturefnum, svonefnd beiskjuefni, sem gerir hana óhentuga til beitar. En þar sem að lúpínan er næringarrík, eins og aðrar plöntur af ertublómaætt, sækir sauðfé í að bíta hana.

Lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, sjást engar plöntur.

Ef lúpína er of stórt hlutfall af fæðu sauðfjár hefur það neikvæð áhrif. Rannsóknir unnar hér á landi hafa til dæmis sýnt að of mikil lúpína í fæðu truflar vambastarfsemi sauðfjár og gerir það jafnvel að verkum að sauðfé hættir að nærast. Nýgræðingar lúpínunnar eru aftur á móti með minna magn eiturefna og er sauðfé sólgið í þá. Áhrif þessa má oft sjá þegar borin eru saman svæði innan og utan beitargirðingar, lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, eru engar plöntur að sjá.

Sauðfé hefur verið nýtt á til dæmis Húsavík og Ísafirði til að halda útbreiðslu lúpínunnar í skefjum og hindra hana í að nema land á nýjum svæðum. Tilraunir hafa einnig verið gerðar með beit í þéttum lúpínubreiðum. Niðurstöður benda til þess að beit sauðfjár dragi úr þéttleika lúpínunnar og geti haldið henni í skefjum, hins vegar þarf að beita sauðfé á lúpínubreiður af varkárni þar sem að eituráhrifa getur orðið vart.

Tilraunir hafa verið gerðar með beit í þéttum lúpínubreiðum.

Almennt er hrossum ekki beitt á lúpínu þó að hross eigi það til að éta hana. Þekkt er að hross sparka upp rótum lúpínunnar og éta þær síðan.

Heimildir:
  • Jóhann Þórsson og Ólafur Guðmundsson 1993. Fóðrun á alaskalúpínu. Ráðnautafundur 1993 bls. 295-306.
  • Borgþór Magnússon (2010): NOBANIS – Invasive Alien Species Fact Sheet – Lupinus nootkatensis. – From: Online Database of the European Network on Invasive Alien Species – NOBANIS NOBANIS - European Network on Invasive Species. (Skoðað 29.06.2017).
  • Ása L. Aradóttir og Inga Vala Gísladóttir. Breytingar á gróðurfari í kjölfar sauðfjárbeitar á lúpínubreiðu. Veggspjald. Líffræðiráðstefnan 2015.

Myndir:

...