Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?

Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðrum tilfellum. Deilt hefur verið um hvort lúpínan víki fyrir öðrum gróðri sem kemur í kjölfar hennar.

Orðið lúpína er haft um plöntur af ættkvíslinni Lupinus en í henni eru margar tegundir víða um heim. Latneska orðið er dregið af lupus sem þýðir úlfur. Lúpínur hafa verið kallaðar úlfabaunir á íslensku.

Sjá einnig: Lúpínan, verkefni eftir nemendur við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi

Útgáfudagur

24.7.2000

Spyrjandi

Sigurður Arnarson

Höfundur

skógræktarfræðingur, Skógræktarfélagi Eyfirðinga

Tilvísun

Valgerður Jónsdóttir. „Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2000. Sótt 16. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=688.

Valgerður Jónsdóttir. (2000, 24. júlí). Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=688

Valgerður Jónsdóttir. „Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2000. Vefsíða. 16. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=688>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Ragnarsdóttir

1960

Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs.