Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðrum tilfellum. Deilt hefur verið um hvort lúpínan víki fyrir öðrum gróðri sem kemur í kjölfar hennar.
Orðið lúpína er haft um plöntur af ættkvíslinni Lupinus en í henni eru margar tegundir víða um heim. Latneska orðið er dregið af lupus sem þýðir úlfur. Lúpínur hafa verið kallaðar úlfabaunir á íslensku.
Sjá einnig: Lúpínan, verkefni eftir nemendur við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi
Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðrum tilfellum. Deilt hefur verið um hvort lúpínan víki fyrir öðrum gróðri sem kemur í kjölfar hennar.
Orðið lúpína er haft um plöntur af ættkvíslinni Lupinus en í henni eru margar tegundir víða um heim. Latneska orðið er dregið af lupus sem þýðir úlfur. Lúpínur hafa verið kallaðar úlfabaunir á íslensku.
Sjá einnig: Lúpínan, verkefni eftir nemendur við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi