Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?

Borgþór Magnússon

Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi.

Lúpína í Reyðarfirði. Myndin er tekin 1. júní 2010.

Fyrir Schierbeck vakti að kanna hvaða tegundir trjáa, runna og blómjurta mætti rækta hér í görðum. Það er líklegt að honum hafi borist alaskalúpína frá ræktendum í Noregi eða Svíþjóð, en á sama tíma var hann með í prófun 14 aðrar lúpínutegundir ættaðar frá Ameríku og Evrópu.

Heimildir eru einnig um ræktun alaskalúpínu í Gróðrarstöðinni í Reykjavík árið 1910. Þrátt fyrir ræktunin hafi gengið vel virðast þessar tilraunir ekki hafa vakið mikinn áhuga á tegundinni.

Haustið 1945 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri með svolítið af fræi og nokkrar rætur af alaskalúpínu til landsins. Hann hafði tekið þetta á strönd College-fjarðar í Alaska, er hann var þar við söfnun trjáfræs.

Elstu heimildur um alaskalúpínu hér á landi eru frá 1885. Haustið 1945 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri með fræ og nokkrar rætur af alaskalúpínu til landsins. Af þeim efniviði er komin sú lúpína sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanförnum áratugum.

Segja má að Hákon hafi fyrstur manna komið auga á hvað í plöntunni bjó til uppgræðslu gróðurvana lands. Hann stóð fyrir því að hún var flutt á ýmis svæði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og reynd við ólík skilyrði. Vakti hann áhuga annarra á tegundinni.

Af þessum efniviði Hákonar er komin lúpína sú sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanförnum áratugum og er nú á dögum ræktuð og notuð til landgræðslu í stórum stíl.

Heimild og myndir:

Höfundur

Borgþór Magnússon

vistfræðingur

Útgáfudagur

21.5.2003

Spyrjandi

Helgi Jósepsson, f. 1984

Tilvísun

Borgþór Magnússon. „Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2003. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3437.

Borgþór Magnússon. (2003, 21. maí). Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3437

Borgþór Magnússon. „Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2003. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3437>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?
Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi.

Lúpína í Reyðarfirði. Myndin er tekin 1. júní 2010.

Fyrir Schierbeck vakti að kanna hvaða tegundir trjáa, runna og blómjurta mætti rækta hér í görðum. Það er líklegt að honum hafi borist alaskalúpína frá ræktendum í Noregi eða Svíþjóð, en á sama tíma var hann með í prófun 14 aðrar lúpínutegundir ættaðar frá Ameríku og Evrópu.

Heimildir eru einnig um ræktun alaskalúpínu í Gróðrarstöðinni í Reykjavík árið 1910. Þrátt fyrir ræktunin hafi gengið vel virðast þessar tilraunir ekki hafa vakið mikinn áhuga á tegundinni.

Haustið 1945 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri með svolítið af fræi og nokkrar rætur af alaskalúpínu til landsins. Hann hafði tekið þetta á strönd College-fjarðar í Alaska, er hann var þar við söfnun trjáfræs.

Elstu heimildur um alaskalúpínu hér á landi eru frá 1885. Haustið 1945 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri með fræ og nokkrar rætur af alaskalúpínu til landsins. Af þeim efniviði er komin sú lúpína sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanförnum áratugum.

Segja má að Hákon hafi fyrstur manna komið auga á hvað í plöntunni bjó til uppgræðslu gróðurvana lands. Hann stóð fyrir því að hún var flutt á ýmis svæði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og reynd við ólík skilyrði. Vakti hann áhuga annarra á tegundinni.

Af þessum efniviði Hákonar er komin lúpína sú sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanförnum áratugum og er nú á dögum ræktuð og notuð til landgræðslu í stórum stíl.

Heimild og myndir:...