Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?

Borgþór Magnússon

Öll spurning Atla hljóðaði svona:

Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauðfjárbeit og féð sér um að halda lúpínunni þar niðri. Lúpínan sáir sér vitanlega út fyrir girðinguna en þar sem kindurnar éta smáplönturnar jafnóðum, halda þær lúpínunni frá beitilandinu

Mynd sem Atli tók af lúpínu innan girðingar vinstra megin en lúpínulausu svæði hægra megin.

Meira er hægt að lesa um þetta í svari Bryndísar Marteinsdóttur við spurningunni Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu? Þar kemur meðal annars fram að eitruð beiskjuefni í lúpínunni gera hana nokkuð óhentuga til beitar en jurtin er þó næringarrík og þess vegna sækir sauðfé í hana. Enn fremur segir í svari Bryndísar:

Ef lúpína er of stórt hlutfall af fæðu sauðfjár hefur það neikvæð áhrif. Rannsóknir unnar hér á landi hafa til dæmis sýnt að of mikil lúpína í fæðu truflar vambastarfsemi sauðfjár og gerir það jafnvel að verkum að sauðfé hættir að nærast. Nýgræðingar lúpínunnar eru aftur á móti með minna magn eiturefna og er sauðfé sólgið í þá. Áhrif þessa má oft sjá þegar borin eru saman svæði innan og utan beitargirðingar, lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, eru engar plöntur að sjá.

Loftmynd sem Karl Egilsson sendi Vísindavefnum frá Eskifirði. Vinstra megin sjást lúpínubreiður en hægra megin við girðinuna er engin lúpína. Þar hefur sauðfé étið allan nýgræðing plöntunnar.

Myndir:

Höfundur

Borgþór Magnússon

vistfræðingur

Útgáfudagur

23.6.2023

Spyrjandi

Atli Börkur, Karl Egilsson

Tilvísun

Borgþór Magnússon. „Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2023, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83843.

Borgþór Magnússon. (2023, 23. júní). Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83843

Borgþór Magnússon. „Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2023. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83843>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur lúpína ekki sáð sér yfir girðingu, samanber myndina sem ég tók?
Öll spurning Atla hljóðaði svona:

Vitið þið hvernig stendur á því að lúpínan heldur sig bara vinstra megin við girðinguna, ofar þar fer girðingin aðeins til hægri og svo aftur beint upp eftir og lúpínan eltir girðinguna en fer aldrei yfir hana?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Utan girðingar er sauðfjárbeit og féð sér um að halda lúpínunni þar niðri. Lúpínan sáir sér vitanlega út fyrir girðinguna en þar sem kindurnar éta smáplönturnar jafnóðum, halda þær lúpínunni frá beitilandinu

Mynd sem Atli tók af lúpínu innan girðingar vinstra megin en lúpínulausu svæði hægra megin.

Meira er hægt að lesa um þetta í svari Bryndísar Marteinsdóttur við spurningunni Er hægt að beita sauðfé og hrossum á lúpínu? Þar kemur meðal annars fram að eitruð beiskjuefni í lúpínunni gera hana nokkuð óhentuga til beitar en jurtin er þó næringarrík og þess vegna sækir sauðfé í hana. Enn fremur segir í svari Bryndísar:

Ef lúpína er of stórt hlutfall af fæðu sauðfjár hefur það neikvæð áhrif. Rannsóknir unnar hér á landi hafa til dæmis sýnt að of mikil lúpína í fæðu truflar vambastarfsemi sauðfjár og gerir það jafnvel að verkum að sauðfé hættir að nærast. Nýgræðingar lúpínunnar eru aftur á móti með minna magn eiturefna og er sauðfé sólgið í þá. Áhrif þessa má oft sjá þegar borin eru saman svæði innan og utan beitargirðingar, lúpínan er oft þétt utan girðingar á meðan innan hennar, þar sem beit er, eru engar plöntur að sjá.

Loftmynd sem Karl Egilsson sendi Vísindavefnum frá Eskifirði. Vinstra megin sjást lúpínubreiður en hægra megin við girðinuna er engin lúpína. Þar hefur sauðfé étið allan nýgræðing plöntunnar.

Myndir:...