Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?

Ari Ólafsson

Sápufroðan er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af. Ljósgeislar sem falla á froðuna speglast margoft á leið sinni inn í froðuna og síðan út aftur, óháð öldulengd (lit). Við þessa margspeglun (margfalda stefnubreytingu) týnast upplýsingar um úr hvað átt ljósið kom, svo froðan varðveitir enga mynd af ljósgjafanum.

Sápufroða er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af.

Ef ljósgjafinn er dagsbirtan sjáum við hvíta áferð á sápufroðunni. Liturinn á sápustykkinu hverfur með vatnsþynningunni. Sömu lögmál gilda um „froðu“ almennt; snjó, brim og fossa. Við getum hinsvegar stjórnað litaáferð á froðu með því að nota ekki dagsbirtu heldur litaða LED-lýsingu, og fengið nánast hvaða áferð sem við viljum.

Mynd:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.2.2023

Spyrjandi

Ívar Unnsteinsson

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2023, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28415.

Ari Ólafsson. (2023, 28. febrúar). Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28415

Ari Ólafsson. „Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2023. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28415>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sápufroða alltaf hvít, þó sápan sé lituð?
Sápufroðan er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af. Ljósgeislar sem falla á froðuna speglast margoft á leið sinni inn í froðuna og síðan út aftur, óháð öldulengd (lit). Við þessa margspeglun (margfalda stefnubreytingu) týnast upplýsingar um úr hvað átt ljósið kom, svo froðan varðveitir enga mynd af ljósgjafanum.

Sápufroða er að mestu leyti loft, með þunnum vökvaveggjum á milli sem hólfa loftið af.

Ef ljósgjafinn er dagsbirtan sjáum við hvíta áferð á sápufroðunni. Liturinn á sápustykkinu hverfur með vatnsþynningunni. Sömu lögmál gilda um „froðu“ almennt; snjó, brim og fossa. Við getum hinsvegar stjórnað litaáferð á froðu með því að nota ekki dagsbirtu heldur litaða LED-lýsingu, og fengið nánast hvaða áferð sem við viljum.

Mynd:...