Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:54 • Sest 15:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:57 • Síðdegis: 18:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík

Eru skessur tröll?

EDS

Já skessur eru tröll, að minnsta kosti ef marka má það sem fram kemur í bók Árna Björnssonar Íslenskt vættatal. Þar segir: „Tröllkarl heitir einnig jötunn, risi og þurs en tröllkerling er kölluð flagð og gýgur en oftast skessa.“ (bls. 23).

Í bók Árna er skemmtileg lýsing á tröllum og fer hún hér á eftir í aðeins styttri útgáfu.

Þau [tröll] eru í mannsmynd en langtum stærri og hrikalegri og stundum talin einhvers konar eldri kynstofn en mennirnir. Tröll eru því heiðin og þola illa sálmasöng og hljóm í kirkjuklukkum. Þau búa langt uppi í hömrum og hellum og eru því ósjaldan kölluð bergbúar ... Sum þeirra þola ekki dagsljós og verða að steini ef sól nær að skína á þau. Þau eru kölluð nátttröll.

...Tröll eru misjöfn að innræti. Sum eru grimmar og gráðugar mannætur eins og Grýla en önnur góðviljuð og liðsinna mönnum að fyrra bragði. Oftast eru þau talin heimsk en nokkur reynast spakvitur. Hvað sem öðru líður eru þau jafnan drenglynd og standa við orð sín trú sem gull. Því er tröllatryggð við brugðið. (bls. 23).


Víða í íslenskri náttúru er að finna bergmyndanir sem mönnum þykir líkjast steinrunnum tröllum..

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

  • Árni Björnsson. 2010. Íslenskt vættatal. 2. útgáfa. Reykjavík, Forlagið.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

22.9.2010

Spyrjandi

Þyri Sölva Bjargardóttir

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Eru skessur tröll? “ Vísindavefurinn, 22. september 2010. Sótt 4. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=28468.

EDS. (2010, 22. september). Eru skessur tröll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28468

EDS. „Eru skessur tröll? “ Vísindavefurinn. 22. sep. 2010. Vefsíða. 4. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28468>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru skessur tröll?
Já skessur eru tröll, að minnsta kosti ef marka má það sem fram kemur í bók Árna Björnssonar Íslenskt vættatal. Þar segir: „Tröllkarl heitir einnig jötunn, risi og þurs en tröllkerling er kölluð flagð og gýgur en oftast skessa.“ (bls. 23).

Í bók Árna er skemmtileg lýsing á tröllum og fer hún hér á eftir í aðeins styttri útgáfu.

Þau [tröll] eru í mannsmynd en langtum stærri og hrikalegri og stundum talin einhvers konar eldri kynstofn en mennirnir. Tröll eru því heiðin og þola illa sálmasöng og hljóm í kirkjuklukkum. Þau búa langt uppi í hömrum og hellum og eru því ósjaldan kölluð bergbúar ... Sum þeirra þola ekki dagsljós og verða að steini ef sól nær að skína á þau. Þau eru kölluð nátttröll.

...Tröll eru misjöfn að innræti. Sum eru grimmar og gráðugar mannætur eins og Grýla en önnur góðviljuð og liðsinna mönnum að fyrra bragði. Oftast eru þau talin heimsk en nokkur reynast spakvitur. Hvað sem öðru líður eru þau jafnan drenglynd og standa við orð sín trú sem gull. Því er tröllatryggð við brugðið. (bls. 23).


Víða í íslenskri náttúru er að finna bergmyndanir sem mönnum þykir líkjast steinrunnum tröllum..

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

  • Árni Björnsson. 2010. Íslenskt vættatal. 2. útgáfa. Reykjavík, Forlagið.

Mynd:...