Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?

Sigurður Steinþórsson

Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum:

Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði.

Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttulsins og skorpunnar miðað við hugmyndir um heildarsamsetningu jarðar (sem byggðar eru á loftsteinarannsóknum) og miðað við eðlismassa jarðar.

Í þriðja lagi er segulsvið jarðar skýrt þannig að kjarninn sé eins konar rafall úr járni.

Í fjórða lagi eru flestir loftsteinar, sem falla til jarðar, taldir vera brot úr himinhnöttum sem sundrast hafa við árekstra við aðra slíka. Loftsteinunum má skipta í tvo aðalflokka, bergsteina og járnsteina. Hinir síðarnefndu er taldir vera brot úr kjarna himinhnatta en bergsteinarnir úr möttli þeirra.

Loks benda spánnýjar rannsóknir til þess að í kjarnanum sé nokkuð (um það bil 5%) af kísli (Si) sem við afar háan þrýsting getur myndað samband við járn. Skjálftafræðinga hefur lengi grunað að eitthvert létt frumefni sé í kjarnanum auk járns og nikkels — til dæmis brennisteinn, súrefni, vetni eða kolefni — vegna þess að hraði skjálftabylgna gegnum hann er ögn minni en vænta mætti ef um hreint nikkeljárn væri að ræða. Nú benda rannsóknir sem sagt til þess að „hulduefni“ þetta sé kísill.

Skoðið einnig svör sama höfundar við spurningunum Hvað er í miðju jarðar? og Úr hverju er möttull jarðar?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

14.11.2002

Spyrjandi

Hugrún Guðbrandsdóttir,
f. 1983

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar? “ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2860.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 14. nóvember). Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2860

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar? “ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2860>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum:

Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði.

Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttulsins og skorpunnar miðað við hugmyndir um heildarsamsetningu jarðar (sem byggðar eru á loftsteinarannsóknum) og miðað við eðlismassa jarðar.

Í þriðja lagi er segulsvið jarðar skýrt þannig að kjarninn sé eins konar rafall úr járni.

Í fjórða lagi eru flestir loftsteinar, sem falla til jarðar, taldir vera brot úr himinhnöttum sem sundrast hafa við árekstra við aðra slíka. Loftsteinunum má skipta í tvo aðalflokka, bergsteina og járnsteina. Hinir síðarnefndu er taldir vera brot úr kjarna himinhnatta en bergsteinarnir úr möttli þeirra.

Loks benda spánnýjar rannsóknir til þess að í kjarnanum sé nokkuð (um það bil 5%) af kísli (Si) sem við afar háan þrýsting getur myndað samband við járn. Skjálftafræðinga hefur lengi grunað að eitthvert létt frumefni sé í kjarnanum auk járns og nikkels — til dæmis brennisteinn, súrefni, vetni eða kolefni — vegna þess að hraði skjálftabylgna gegnum hann er ögn minni en vænta mætti ef um hreint nikkeljárn væri að ræða. Nú benda rannsóknir sem sagt til þess að „hulduefni“ þetta sé kísill.

Skoðið einnig svör sama höfundar við spurningunum Hvað er í miðju jarðar? og Úr hverju er möttull jarðar?...