Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?

Einar Örn Þorvaldsson

Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt.Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla vél sem nær að koma bílnum á yfir 380 km hraða á klukkustund. Fjórir ventlar eru á hverjum strokk og slagrými vélarinnar er 6,1 lítri. Þá eru fjórir knastásar á vélinni.

Ekkert var til sparað þegar McLaren F1 var hannaður, til að mynda er gull notað til að leiða hita frá vélinni. Verð bílsins var enda hátt, um ein milljón dala eða yfir 80 milljónir króna. Þar sem einungis hundrað bílar voru framleiddir má búast við að verð á notuðum bílum af þessari gerð sé síst lægra en upphaflegt söluverð.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.11.2002

Spyrjandi

Gunnar Þorsteinsson

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2002. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2881.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 20. nóvember). Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2881

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2002. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2881>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?
Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt.Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla vél sem nær að koma bílnum á yfir 380 km hraða á klukkustund. Fjórir ventlar eru á hverjum strokk og slagrými vélarinnar er 6,1 lítri. Þá eru fjórir knastásar á vélinni.

Ekkert var til sparað þegar McLaren F1 var hannaður, til að mynda er gull notað til að leiða hita frá vélinni. Verð bílsins var enda hátt, um ein milljón dala eða yfir 80 milljónir króna. Þar sem einungis hundrað bílar voru framleiddir má búast við að verð á notuðum bílum af þessari gerð sé síst lægra en upphaflegt söluverð.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimildir og mynd:...