Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hver var Kópernikus?

Fríða Rakel Linnet

Nikulás Kópernikus var pólskur stjörnufræðingur. Hann fæddist árið 1473 og dó 1543 Hann var mikill fræðimaður, læknir og kanúki. Hann er þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, sem þá var viðurkennd af kirkjunni. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu fram á að maðurinn býr ekki í miðju alheimsins eins og haldið hafði verið fram að því.

Á meðan Kópernikus var að læra á Ítalíu kynnti hann sér fræði grísku heimspekinganna. Bók sem hann vann að allt sitt líf, og kallaði De Revolutionibus Orbium Caelestium eða Um snúninga himintunglanna, kom út árið sem hann dó. Sagt er að fyrsta eintak bókarinnar hafi verið borið á dánarbeð hans. Í bókinni útskýrir Kópernikus sólmiðjukenninguna.

Kenning Kópernikusar líkist mjög kenningu Aristarkosar frá Samos (grískur stjörnufræðingur, uppi um 310-230 f.Kr.), en er ólík í nokkrum mikilvægum atriðum. Kenning Kópernikusar var útfærð af Galíleó Galíleí og síðar sönnuð stærðfræðilega af Isaac Newton.

Heimildir og mynd

  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Garðaskóli


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.


Viðbót frá ritstjórn

Í ágúst árið 2005 fundu pólskir fornleifafræðingar jarðneskar leifar Kópernikusar. Sérfræðingar í meinafræði endurgerðu andlit pólska stjörnufræðingsins eftir höfuðkúpunni.

Á myndinni til hægri má sjá hvernig Kópernikus er talinn hafa litið út. Einnig er hægt að skoða fleiri myndir á síðunni Rekonstrukcja twarzy Mikołaja Kopernika.

Höfundur

grunnskólanemi í Setbergsskóla

Útgáfudagur

21.11.2002

Spyrjandi

Ingibjörg Jóna, f. 1987

Tilvísun

Fríða Rakel Linnet. „Hver var Kópernikus?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2002. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2888.

Fríða Rakel Linnet. (2002, 21. nóvember). Hver var Kópernikus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2888

Fríða Rakel Linnet. „Hver var Kópernikus?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2002. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2888>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Kópernikus?
Nikulás Kópernikus var pólskur stjörnufræðingur. Hann fæddist árið 1473 og dó 1543 Hann var mikill fræðimaður, læknir og kanúki. Hann er þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, sem þá var viðurkennd af kirkjunni. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu fram á að maðurinn býr ekki í miðju alheimsins eins og haldið hafði verið fram að því.

Á meðan Kópernikus var að læra á Ítalíu kynnti hann sér fræði grísku heimspekinganna. Bók sem hann vann að allt sitt líf, og kallaði De Revolutionibus Orbium Caelestium eða Um snúninga himintunglanna, kom út árið sem hann dó. Sagt er að fyrsta eintak bókarinnar hafi verið borið á dánarbeð hans. Í bókinni útskýrir Kópernikus sólmiðjukenninguna.

Kenning Kópernikusar líkist mjög kenningu Aristarkosar frá Samos (grískur stjörnufræðingur, uppi um 310-230 f.Kr.), en er ólík í nokkrum mikilvægum atriðum. Kenning Kópernikusar var útfærð af Galíleó Galíleí og síðar sönnuð stærðfræðilega af Isaac Newton.

Heimildir og mynd

  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Garðaskóli


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.


Viðbót frá ritstjórn

Í ágúst árið 2005 fundu pólskir fornleifafræðingar jarðneskar leifar Kópernikusar. Sérfræðingar í meinafræði endurgerðu andlit pólska stjörnufræðingsins eftir höfuðkúpunni.

Á myndinni til hægri má sjá hvernig Kópernikus er talinn hafa litið út. Einnig er hægt að skoða fleiri myndir á síðunni Rekonstrukcja twarzy Mikołaja Kopernika....