Á meðan Kópernikus var að læra á Ítalíu kynnti hann sér fræði grísku heimspekinganna. Bók sem hann vann að allt sitt líf, og kallaði De Revolutionibus Orbium Caelestium eða Um snúninga himintunglanna, kom út árið sem hann dó. Sagt er að fyrsta eintak bókarinnar hafi verið borið á dánarbeð hans. Í bókinni útskýrir Kópernikus sólmiðjukenninguna.
Kenning Kópernikusar líkist mjög kenningu Aristarkosar frá Samos (grískur stjörnufræðingur, uppi um 310-230 f.Kr.), en er ólík í nokkrum mikilvægum atriðum. Kenning Kópernikusar var útfærð af Galíleó Galíleí og síðar sönnuð stærðfræðilega af Isaac Newton.
Heimildir og mynd
- Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Garðaskóli
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Viðbót frá ritstjórn
Í ágúst árið 2005 fundu pólskir fornleifafræðingar jarðneskar leifar Kópernikusar. Sérfræðingar í meinafræði endurgerðu andlit pólska stjörnufræðingsins eftir höfuðkúpunni.
Á myndinni til hægri má sjá hvernig Kópernikus er talinn hafa litið út. Einnig er hægt að skoða fleiri myndir á síðunni Rekonstrukcja twarzy Mikołaja Kopernika.