Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?

Stjörnufræðivefurinn

Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru eitt sinn talin meginlönd og fengu nöfn eins og Arabía Terra og Amazon-sléttan. Dökku svæðin voru talin úthöf og fengu nöfn eins og Mare Serpentis (Nöðruhafið) og Mare Australe (Suðurhafið).


Á yfirborði Mars sjást ljós og dökk svæði.

Mars hefur aftur á móti engin höf og því ekkert sjávarmál til að mæla hæð yfirborðsins. Þess í stað styðjast reikistjörnufræðingar við meðalgeisla (meðalradíus) reikistjörnunnar til að ákvarða meðalupphækkun yfirborðsins. Öll kennileiti eru síðan mæld með tilliti til þessa stærðfræðilega yfirborðs. Við köllum þetta meðalláflöt (e. mean geoid). Á Mars er núllhæð yfirborðsins, eða tilbúið sjávarmál, skilgreint í þeirri hæð þar sem loftþrýstingur er 6,1 millibör. Þessi þrýstingur er um 0,6% af loftþrýstingi við sjávarmál á jörðinni.

Yfirborð Venusar er mjög flatt en um 80% yfirborðsins eru þakin hraunsléttum. Þrátt fyrir það er yfirborðið geysilega fjölbreytt.

Á Venusi eru engin höf, alveg eins og á Mars, og því ekkert sjávarmál til að mæla hæð yfirborðsins. Öll kennileiti eru því mæld á sama hátt og á Mars; meðalláflötur Venusar er 6052 km.

Gögn frá Pioneer Venus- og Magellan-geimförunum sýna að í grunninn má skipta yfirborði Venusar í þrennt: sléttur, láglendi og hálendi. Rétt rúmur helmingur af yfirborðinu er innan 500 metra af þessu meðalláfleti en aðeins 10% rís meira en tvo km upp úr meðalláfleti. Munurinn á hæsta og lægsta punkti yfirborðsins er aðeins um þrettán km, en á jörðinni er munurinn tæplega 20 km (Everestfjall er 8,85 km en Challengergjáin í Kyrrhafi er 11 km djúp).


Mynd af yfirborði Venusar fengin með ratsjármælingum

Tvö áberandi hálendissvæði er að finna bæði norðan og sunnan miðbaugs. Á norðurhvelinu er hálendissvæðið Ishtar Terra en það er á stærð við Ástralíu. Á því er meðal annars Lakshmihásléttan sem er umlukin hæsta fjallgarði Venusar, Maxwellfjöllunum, sem rísa um 11 km yfir meðalláflöt yfirborðsins. Á suðurhvelinu er stærsta hálendissvæðið Afródíta Terra, um 16.000 km langt og 2000 km breitt eða álíka stórt og Suður-Ameríka. Á ratsjármyndum sést að svæðið er þakið gríðarmiklum misgengjum og sprungum.

Þetta svar birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birt hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.

Myndir:

Útgáfudagur

29.9.2011

Spyrjandi

Vilborg Ósk, f. 1992, Rakel Eiríksdóttir, f. 1992

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?“ Vísindavefurinn, 29. september 2011, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28894.

Stjörnufræðivefurinn. (2011, 29. september). Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28894

Stjörnufræðivefurinn. „Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2011. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28894>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?
Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru eitt sinn talin meginlönd og fengu nöfn eins og Arabía Terra og Amazon-sléttan. Dökku svæðin voru talin úthöf og fengu nöfn eins og Mare Serpentis (Nöðruhafið) og Mare Australe (Suðurhafið).


Á yfirborði Mars sjást ljós og dökk svæði.

Mars hefur aftur á móti engin höf og því ekkert sjávarmál til að mæla hæð yfirborðsins. Þess í stað styðjast reikistjörnufræðingar við meðalgeisla (meðalradíus) reikistjörnunnar til að ákvarða meðalupphækkun yfirborðsins. Öll kennileiti eru síðan mæld með tilliti til þessa stærðfræðilega yfirborðs. Við köllum þetta meðalláflöt (e. mean geoid). Á Mars er núllhæð yfirborðsins, eða tilbúið sjávarmál, skilgreint í þeirri hæð þar sem loftþrýstingur er 6,1 millibör. Þessi þrýstingur er um 0,6% af loftþrýstingi við sjávarmál á jörðinni.

Yfirborð Venusar er mjög flatt en um 80% yfirborðsins eru þakin hraunsléttum. Þrátt fyrir það er yfirborðið geysilega fjölbreytt.

Á Venusi eru engin höf, alveg eins og á Mars, og því ekkert sjávarmál til að mæla hæð yfirborðsins. Öll kennileiti eru því mæld á sama hátt og á Mars; meðalláflötur Venusar er 6052 km.

Gögn frá Pioneer Venus- og Magellan-geimförunum sýna að í grunninn má skipta yfirborði Venusar í þrennt: sléttur, láglendi og hálendi. Rétt rúmur helmingur af yfirborðinu er innan 500 metra af þessu meðalláfleti en aðeins 10% rís meira en tvo km upp úr meðalláfleti. Munurinn á hæsta og lægsta punkti yfirborðsins er aðeins um þrettán km, en á jörðinni er munurinn tæplega 20 km (Everestfjall er 8,85 km en Challengergjáin í Kyrrhafi er 11 km djúp).


Mynd af yfirborði Venusar fengin með ratsjármælingum

Tvö áberandi hálendissvæði er að finna bæði norðan og sunnan miðbaugs. Á norðurhvelinu er hálendissvæðið Ishtar Terra en það er á stærð við Ástralíu. Á því er meðal annars Lakshmihásléttan sem er umlukin hæsta fjallgarði Venusar, Maxwellfjöllunum, sem rísa um 11 km yfir meðalláflöt yfirborðsins. Á suðurhvelinu er stærsta hálendissvæðið Afródíta Terra, um 16.000 km langt og 2000 km breitt eða álíka stórt og Suður-Ameríka. Á ratsjármyndum sést að svæðið er þakið gríðarmiklum misgengjum og sprungum.

Þetta svar birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birt hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.

Myndir:...