Sólin Sólin Rís 07:25 • sest 19:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:20 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:25 • sest 19:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:20 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist þegar við fægjum málma?

Emelía Eiríksdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er það sem gerist þegar fellur á góðmálma, og hvað er það sem gerist þegar við fægjum þá?

Ástæðan fyrir því að það fellur á málmhluti er að þeir hvarfast við efni í andrúmsloftinu — og í sumum tilfellum við efni í heita vatninu eða jafnvel mat. Við þetta myndast efnasamband á yfirborði málmsins. Ef þetta gerist í töluverðum mæli breytir yfirborð málmsins um lit, verður yfirleitt dekkra, þótt ljós yfirborð þekkist einnig fyrir vissa málma. Oft ver þetta nýja yfirborð málminn sem undir er, eins og spanskgræna á kopar, áloxíð á áli og silfursúlfíð á silfri. Stundum eyðileggst þó yfirborð málmsins og málmurinn sem undir er heldur áfram að hvarfast, eins og í tilviki járns þegar ryð myndast. Í sumum tilfellum er súrefni sökudólgurinn en önnur efni í andrúmsloftinu, til dæmis vatn, koltvíoxíð eða brennisteinsvetni, geta einnig verið ástæðan og fer það eftir gerð málmsins hvaða hvörf eiga sér stað.

Þegar talað er um að fægja málma er vanalega átt við að fægiefni eða fægikrem er borið á málminn og hann svo nuddaður með tusku, mjúkum svampi eða bómull þar til yfirborðið verður glansandi. Fægiefnin eiga það sameiginlegt að innihalda lítil korn sem sverfa yfirborð málmsins þegar efnunum er nuddað við það. Dökk eða lituð húð málmsins er þannig fjarlægð smám saman. Einnig innihalda mörg fægikrem efni sem virka sértækt á húð mismunandi málma og hjálpa til við að eyða lituðu húðinni. Varast skal að nudda yfirborð málma með efnum sem geta rispað þá og til dæmis tannkremi eða matarsóda því þau innihalda of stór korn fyrir þetta verk.

Ástæðan fyrir því að það fellur á málmhluti er að þeir hvarfast við efni í andrúmsloftinu og efnasamband myndast á yfirborði málmsins.

Þeir málmhlutir sem helst eru fægðir eru skartgripir og borðbúnaður úr málmum sem fellur á. Í skartgripunum er það aðallega silfur og kopar sem er til vandræða, því það fellur á báða þessa málma. Hreint gull þarf ekki að fægja þar sem ekki fellur á það en þó getur fallið aðeins á gullskartgripi því þeir innihalda líka aðra málma sem getur fallið á. Platínuskartgripir eru einnig oft fægðir þegar gljáinn minnkar, ekki af því að það fellur á þá í eiginlegri merkingu heldur til að minnka rispur og fjarlægja óhreinindi sem safnast saman með tíð og tíma.

Silfurborðbúnaður, eins og hnífapör, könnur, diskar eða kertastjakar sem þykir skemmtilegra að hafa gljáandi, er gjarnan fægður fyrir notkun. Einnig getur fallið á hluti sem gerðir eru úr hreinum kopar eða koparmálmblöndum eins og bronsi og messing.

Vinsæl aðferð til að ná dökka litnum af skartgripum án mikillar fyrirhafnar er að dýfa þeim í hreinsivökva. Þessi leið er einföld og fljótleg en getur verið aðeins ætandi fyrir yfirborð málmsins, eftir því hvernig hreinsivökvinn er. Aðferðin getur valdið því að örlitlar holur myndast á yfirborði málmsins sem sjást ekki með berum augum en til lengdar leiðir það til þess að hluturinn nær ekki fullum gljáa eins og áður og dekkist aftur fyrr en ella.

Áður en farið er að fægja málmhluti er mælt með því að prófa milda hreinsunarleið og einfaldlega þvo hlutina upp úr volgu vatni (ekki hitaveituvatn) og uppþvottalegi. Hægt er að nudda hlutina í sápuvatninu með mjúkum bursta, tusku eða svampi og þurrka svo með mjúkum klút á eftir. Með þessu móti er ekki verið að sverfa yfirborðið. Ef þessi aðferð dugar ekki eða einungis að hluta til, má næst prófa fægiefni eða fægikrem.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.9.2025

Spyrjandi

Arnór Bjarki Arnarson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað gerist þegar við fægjum málma?“ Vísindavefurinn, 26. september 2025, sótt 27. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=28920.

Emelía Eiríksdóttir. (2025, 26. september). Hvað gerist þegar við fægjum málma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28920

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað gerist þegar við fægjum málma?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2025. Vefsíða. 27. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28920>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar við fægjum málma?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er það sem gerist þegar fellur á góðmálma, og hvað er það sem gerist þegar við fægjum þá?

Ástæðan fyrir því að það fellur á málmhluti er að þeir hvarfast við efni í andrúmsloftinu — og í sumum tilfellum við efni í heita vatninu eða jafnvel mat. Við þetta myndast efnasamband á yfirborði málmsins. Ef þetta gerist í töluverðum mæli breytir yfirborð málmsins um lit, verður yfirleitt dekkra, þótt ljós yfirborð þekkist einnig fyrir vissa málma. Oft ver þetta nýja yfirborð málminn sem undir er, eins og spanskgræna á kopar, áloxíð á áli og silfursúlfíð á silfri. Stundum eyðileggst þó yfirborð málmsins og málmurinn sem undir er heldur áfram að hvarfast, eins og í tilviki járns þegar ryð myndast. Í sumum tilfellum er súrefni sökudólgurinn en önnur efni í andrúmsloftinu, til dæmis vatn, koltvíoxíð eða brennisteinsvetni, geta einnig verið ástæðan og fer það eftir gerð málmsins hvaða hvörf eiga sér stað.

Þegar talað er um að fægja málma er vanalega átt við að fægiefni eða fægikrem er borið á málminn og hann svo nuddaður með tusku, mjúkum svampi eða bómull þar til yfirborðið verður glansandi. Fægiefnin eiga það sameiginlegt að innihalda lítil korn sem sverfa yfirborð málmsins þegar efnunum er nuddað við það. Dökk eða lituð húð málmsins er þannig fjarlægð smám saman. Einnig innihalda mörg fægikrem efni sem virka sértækt á húð mismunandi málma og hjálpa til við að eyða lituðu húðinni. Varast skal að nudda yfirborð málma með efnum sem geta rispað þá og til dæmis tannkremi eða matarsóda því þau innihalda of stór korn fyrir þetta verk.

Ástæðan fyrir því að það fellur á málmhluti er að þeir hvarfast við efni í andrúmsloftinu og efnasamband myndast á yfirborði málmsins.

Þeir málmhlutir sem helst eru fægðir eru skartgripir og borðbúnaður úr málmum sem fellur á. Í skartgripunum er það aðallega silfur og kopar sem er til vandræða, því það fellur á báða þessa málma. Hreint gull þarf ekki að fægja þar sem ekki fellur á það en þó getur fallið aðeins á gullskartgripi því þeir innihalda líka aðra málma sem getur fallið á. Platínuskartgripir eru einnig oft fægðir þegar gljáinn minnkar, ekki af því að það fellur á þá í eiginlegri merkingu heldur til að minnka rispur og fjarlægja óhreinindi sem safnast saman með tíð og tíma.

Silfurborðbúnaður, eins og hnífapör, könnur, diskar eða kertastjakar sem þykir skemmtilegra að hafa gljáandi, er gjarnan fægður fyrir notkun. Einnig getur fallið á hluti sem gerðir eru úr hreinum kopar eða koparmálmblöndum eins og bronsi og messing.

Vinsæl aðferð til að ná dökka litnum af skartgripum án mikillar fyrirhafnar er að dýfa þeim í hreinsivökva. Þessi leið er einföld og fljótleg en getur verið aðeins ætandi fyrir yfirborð málmsins, eftir því hvernig hreinsivökvinn er. Aðferðin getur valdið því að örlitlar holur myndast á yfirborði málmsins sem sjást ekki með berum augum en til lengdar leiðir það til þess að hluturinn nær ekki fullum gljáa eins og áður og dekkist aftur fyrr en ella.

Áður en farið er að fægja málmhluti er mælt með því að prófa milda hreinsunarleið og einfaldlega þvo hlutina upp úr volgu vatni (ekki hitaveituvatn) og uppþvottalegi. Hægt er að nudda hlutina í sápuvatninu með mjúkum bursta, tusku eða svampi og þurrka svo með mjúkum klút á eftir. Með þessu móti er ekki verið að sverfa yfirborðið. Ef þessi aðferð dugar ekki eða einungis að hluta til, má næst prófa fægiefni eða fægikrem.

Heimildir og myndir:...