Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil.

Lengd25 m
Vænghaf29 m
Hæð8,5 m
Flugþol1300-2250 km
Farþegafjöldi46-58
Flughæð15.000-25.000 fet
Hámarksþyngd við flugtak19.950 kg
Hámarksþyngd við lendingu19.500 kg
Hleðslaum 6000 kg

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: Baldur Sveinsson. Notuð með góðfúsulegu leyfi höfundarrétthafa.

Útgáfudagur

25.11.2002

Spyrjandi

Sóley Sigurþórsdóttir,
f. 1990

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hve hratt fer flugvélin Fokker 50? “ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2002. Sótt 22. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2902.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 25. nóvember). Hve hratt fer flugvélin Fokker 50? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2902

Einar Örn Þorvaldsson. „Hve hratt fer flugvélin Fokker 50? “ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2002. Vefsíða. 22. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2902>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurður Reynir Gíslason

1957

Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur hann rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur.