Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?

Urður Dís Árnadóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita?

Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarðhitasvæðum til að sækja gufu fyrir virkjanirnar. Flestar slíkar holur eru yfir 1.500 m djúpar, til dæmis nær dýpsta holan á Hellisheiði 3.322 m niður í jörðina. Svokölluð borholuhús eru sett upp yfir holurnar og þar inni tengjast þær flutningslögnum virkjunarinnar.

Hér sést borholuhús á Nesjavöllum. Borholuhús eru sett yfir borholur í jarðvarmavirkjunum og leiða gufuna úr holunum inn í lagnakerfi virkjunarinnar.

Vatnið og gufan frá borholunum eru svo leidd í svokallaða gufuskilju þar sem vatnið og gufan eru aðskilin. Vatnið sem nú kallast skiljuvatn er leitt í varmaskipti þar sem kalt grunnvatn er hitað upp með skiljuvatninu. Grunnvatnið og skiljuvatnið blandast þó ekki því varmaskiptirinn hefur tvískipt lagnakerfi sem gerir það að verkum að skiljuvatnið kólnar en grunnvatnið hitnar. Svo er upphitaða grunnvatninu veitt til byggða þar sem almennir notendur nýta það sem heitt vatn. Skiljuvatninu er hins vegar skilað aftur niður í jörðina í svokölluðum niðurdælingarholum. Þar hitnar niðurdælingarvatnið á ný og endurnýtist í framleiðslu virkjunarinnar.

Hér sést Nesjavallavirkjun, næststærsta jarðvarmavirkjun Íslands, en sú stærsta er Hellisheiðarvirkjun.

Hluta gufunnar sem kemur úr gufuskiljunni er veitt í svokallaða gufuháfa. Þetta er gert vegna þess að magn gufunnar sem fer inn á kerfið er breytilegt og það þarf að vera hægt að hafa stjórn á þrýstingnum í gufulögninni. Gufunni er svo veitt áfram inn í vélasamstæðu þar sem gufan snýr svokölluðum gufuhverflum. Í hverflunum eru blöð sem gufan snýr, en þeir snúa svo rafölum þar sem rafmagnsframleiðslan fer fram.

Rafalar umbreyta vélrænni orku í raforku með því að snúa seglum inni í stórri spólu og mynda þannig rafstraum. Raforkunni er að lokum veitt á spennustöð þar sem spennan á rafmagninu er hækkuð til að minnka tap þegar það er flutt til byggða. Á áfangastað er spennan svo lækkuð aftur áður en rafmagnið fer til notenda.

Heimildir:

Myndir: Úr safni höfundar.

Höfundur

B.S. í eðlisfræði og tölvunarfræði

Útgáfudagur

21.12.2016

Spyrjandi

Fanney Magnúsdóttir, Rúnar Birgisson, Auður Ösp, Hrafnhildur Unnarsdóttir, Andri Jóhannsson

Tilvísun

Urður Dís Árnadóttir. „Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2016, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29137.

Urður Dís Árnadóttir. (2016, 21. desember). Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29137

Urður Dís Árnadóttir. „Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2016. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29137>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita?

Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarðhitasvæðum til að sækja gufu fyrir virkjanirnar. Flestar slíkar holur eru yfir 1.500 m djúpar, til dæmis nær dýpsta holan á Hellisheiði 3.322 m niður í jörðina. Svokölluð borholuhús eru sett upp yfir holurnar og þar inni tengjast þær flutningslögnum virkjunarinnar.

Hér sést borholuhús á Nesjavöllum. Borholuhús eru sett yfir borholur í jarðvarmavirkjunum og leiða gufuna úr holunum inn í lagnakerfi virkjunarinnar.

Vatnið og gufan frá borholunum eru svo leidd í svokallaða gufuskilju þar sem vatnið og gufan eru aðskilin. Vatnið sem nú kallast skiljuvatn er leitt í varmaskipti þar sem kalt grunnvatn er hitað upp með skiljuvatninu. Grunnvatnið og skiljuvatnið blandast þó ekki því varmaskiptirinn hefur tvískipt lagnakerfi sem gerir það að verkum að skiljuvatnið kólnar en grunnvatnið hitnar. Svo er upphitaða grunnvatninu veitt til byggða þar sem almennir notendur nýta það sem heitt vatn. Skiljuvatninu er hins vegar skilað aftur niður í jörðina í svokölluðum niðurdælingarholum. Þar hitnar niðurdælingarvatnið á ný og endurnýtist í framleiðslu virkjunarinnar.

Hér sést Nesjavallavirkjun, næststærsta jarðvarmavirkjun Íslands, en sú stærsta er Hellisheiðarvirkjun.

Hluta gufunnar sem kemur úr gufuskiljunni er veitt í svokallaða gufuháfa. Þetta er gert vegna þess að magn gufunnar sem fer inn á kerfið er breytilegt og það þarf að vera hægt að hafa stjórn á þrýstingnum í gufulögninni. Gufunni er svo veitt áfram inn í vélasamstæðu þar sem gufan snýr svokölluðum gufuhverflum. Í hverflunum eru blöð sem gufan snýr, en þeir snúa svo rafölum þar sem rafmagnsframleiðslan fer fram.

Rafalar umbreyta vélrænni orku í raforku með því að snúa seglum inni í stórri spólu og mynda þannig rafstraum. Raforkunni er að lokum veitt á spennustöð þar sem spennan á rafmagninu er hækkuð til að minnka tap þegar það er flutt til byggða. Á áfangastað er spennan svo lækkuð aftur áður en rafmagnið fer til notenda.

Heimildir:

Myndir: Úr safni höfundar....