Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?

Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma Rep 2005: 5: 212–20). Þessi verjandi áhrif eru talin stafa frá bakteríuflóru dýranna (von ME, Braun-Fahrlander C, Schierl R, et al. Exposure to endotoxin or other bacterial components might protect against the development of atopy. Clin Exp Allergy 2000: 30: 1230–4).

Umgengni við dýr getur mögulega minnkað líkur á myndun ofnæmis en það er hins vegar ekki algilt.

Þetta er hins vegar alls ekki algilt og fer sennilega eftir genamengi hvers og eins. Þannig geta sumir hagnast af umgengni við dýr, hjá öðrum skiptir hún ekki máli og hjá fáum einstaklingum geta dýr jafnvel verið skaðleg. Þegar ofnæmið er hins vegar myndað er best fyrir einstaklinginn að forðast viðkomandi dýr til að minnka ofnæmiseinkenni.

Mynd:

Útgáfudagur

4.4.2014

Spyrjandi

Guðrún Bjarkadóttir

Höfundur

sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmislækningum

Tilvísun

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. „Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2014. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=29162.

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. (2014, 4. apríl). Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29162

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. „Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2014. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29162>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.