Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Verði líkaminn fyrir höggi sem nær til mjúku vefjanna undir húð geta litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofnað þannig að úr þeim lekur blóð sem safnast fyrir og marblettur myndast. Innra borð nefsins er mjög æðaríkt. Við högg á nef er hætta á að æðarnar í því rofni en í stað þess að safnast fyrir á blóðið, sem úr þeim kann að leka, greiða leið út í gegnum nasirnar og er þá talað um blóðnasir.

Flestir hafa fengið blóðnasir. Nefið er þannig staðsett að það „liggur vel við höggi“ og því er nokkur hætta á blóðnösum verði andlitið fyrir höggi á annað borð. Æðarnar geta einnig rofnað verði þær fyrir annars konar áreiti, til dæmis ef borað er í nefið.

Innra borð nefsins er mjög æðaríkt og oft þarf ekki mikið til að einhverjar þeirra rofni.

En blóðnasir geta líka orðið skyndilega upp úr þurru þegar himnur í nefinu þorna, verða harðar og springa. Slíkt er algengt í þurru loftslagi eða yfir vetrartímann þegar við kyndum meira og loft innanhúss verður hlýtt og þurrt. Fólki sem tekur blóðþynningarlyf eða bólgueyðandi lyf er hættara við að fá blóðnasir en öðrum. Aðrir þættir sem auka hættu á blóðnösum eru háþrýstingur, sýkingar, ofnæmiskvef, skútubólga og arfgeng blæðingarvandamál, misnotkun áfengis og kókaínnotkun.

Aðrar orsakir geta verið fyrirferð eins og skakkt miðsnesi, til dæmis vegna æxlis, eða aðskotahlutur í nefinu. Miðsnesi er lóðréttur brjóskveggur í miðju nefsins þakinn fíngerðum æðum. Það skiptir nefinu í tvö holrúm. Flestar blóðnasir hefjast í miðsnesinu. Yfirleitt eru blóðnasir á þessu svæði ekki alvarlegar og stöðvast fljótt.

Til að stöðva blóðnasir á að klípa nasirnar saman með þumli og vísifingri, þrýsta þeim að andlitsbeinunum, og halda þannig í um fimm mínútur og anda um munninn á meðan. Þetta á að endurtaka þar til blæðingin stöðvast. Á meðan haldið er um nefið og þrýst skal viðkomandi sitja uppréttur og gott er að halda köldu, blautu þvottastykki eða íspoka við nef og kinnar. Ef blæðingin stöðvast ekki eftir 15-20 mínútur ætti að hafa samband við lækni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Getur maður fengið blóðnasir ef borað er of mikið í nefið?
  • Af hverju fær maður blóðnasir?
  • Hvers vegna fær maður blóðnasir án þess að fá högg á nefið?
  • Hvers vegna fær maður blóðnasir allt í einu, án þess þó að vera með rifna æð og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta?

Aðrir spyrjendur eru: Kristófer Siggi Jóhannsson, Ingi Stefán Stefánsson, Ragnar Jóhannsson, Karel Ólafsson, Þórhildur Andrea, María Klara Jónsdóttir og Sonja Björg Jóhannsdóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

9.6.2008

Spyrjandi

Fannar Kristmannsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2008. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30063.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 9. júní). Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30063

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2008. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30063>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?
Verði líkaminn fyrir höggi sem nær til mjúku vefjanna undir húð geta litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofnað þannig að úr þeim lekur blóð sem safnast fyrir og marblettur myndast. Innra borð nefsins er mjög æðaríkt. Við högg á nef er hætta á að æðarnar í því rofni en í stað þess að safnast fyrir á blóðið, sem úr þeim kann að leka, greiða leið út í gegnum nasirnar og er þá talað um blóðnasir.

Flestir hafa fengið blóðnasir. Nefið er þannig staðsett að það „liggur vel við höggi“ og því er nokkur hætta á blóðnösum verði andlitið fyrir höggi á annað borð. Æðarnar geta einnig rofnað verði þær fyrir annars konar áreiti, til dæmis ef borað er í nefið.

Innra borð nefsins er mjög æðaríkt og oft þarf ekki mikið til að einhverjar þeirra rofni.

En blóðnasir geta líka orðið skyndilega upp úr þurru þegar himnur í nefinu þorna, verða harðar og springa. Slíkt er algengt í þurru loftslagi eða yfir vetrartímann þegar við kyndum meira og loft innanhúss verður hlýtt og þurrt. Fólki sem tekur blóðþynningarlyf eða bólgueyðandi lyf er hættara við að fá blóðnasir en öðrum. Aðrir þættir sem auka hættu á blóðnösum eru háþrýstingur, sýkingar, ofnæmiskvef, skútubólga og arfgeng blæðingarvandamál, misnotkun áfengis og kókaínnotkun.

Aðrar orsakir geta verið fyrirferð eins og skakkt miðsnesi, til dæmis vegna æxlis, eða aðskotahlutur í nefinu. Miðsnesi er lóðréttur brjóskveggur í miðju nefsins þakinn fíngerðum æðum. Það skiptir nefinu í tvö holrúm. Flestar blóðnasir hefjast í miðsnesinu. Yfirleitt eru blóðnasir á þessu svæði ekki alvarlegar og stöðvast fljótt.

Til að stöðva blóðnasir á að klípa nasirnar saman með þumli og vísifingri, þrýsta þeim að andlitsbeinunum, og halda þannig í um fimm mínútur og anda um munninn á meðan. Þetta á að endurtaka þar til blæðingin stöðvast. Á meðan haldið er um nefið og þrýst skal viðkomandi sitja uppréttur og gott er að halda köldu, blautu þvottastykki eða íspoka við nef og kinnar. Ef blæðingin stöðvast ekki eftir 15-20 mínútur ætti að hafa samband við lækni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Getur maður fengið blóðnasir ef borað er of mikið í nefið?
  • Af hverju fær maður blóðnasir?
  • Hvers vegna fær maður blóðnasir án þess að fá högg á nefið?
  • Hvers vegna fær maður blóðnasir allt í einu, án þess þó að vera með rifna æð og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta?

Aðrir spyrjendur eru: Kristófer Siggi Jóhannsson, Ingi Stefán Stefánsson, Ragnar Jóhannsson, Karel Ólafsson, Þórhildur Andrea, María Klara Jónsdóttir og Sonja Björg Jóhannsdóttir....