Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?

BV

Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana.

Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir fagni hrekkjavöku með því að brjóta upp hefðbundið starf, nemendur og starfsmenn klæðast þá sumir búningum og gera sér glaðan dag í anda hrekkjavökunnar. Einnig færist í vöxt að fjölskyldur haldi hrekkjavökuveislur.

Hrekkjavaka er haldin kvöldið fyrir allraheilagramessu, þann 31. október. Uppruna vökunnar má rekja til þess að í mörgum Evrópulöndum fyrr á tíð var tíminn talinn í vetrum og nóttum en ekki árum og dögum eins og við gerum nú á tímum. Mánaðarmót október og nóvember mörkuðu upphaf vetrar og nýs árs með kulda og myrkri. Af því tilefni voru ýmis hátíðahöld.

Grasker er eitt af helstu táknum hrekkjavöku.

Írar og Skotar sem fluttu til Vesturheims á 19. öld fluttu siðinn með sér. Þeir höfðu áður kveikt á kertum í útskornum næpum en í Bandaríkjunum uxu grasker sem voru mun stærri og auðveldara að skera út. Síðan þá hafa grasker verið eitt helsta tákn hrekkjavöku.

Hægt er að lesa meira um hrekkjavöku í fróðlegu svari eftir Terry Gunnel við spurningunni Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Bylgja Valtýsdóttir

nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

31.10.2014

Spyrjandi

Aðalsteinn Bjarni Valsson

Tilvísun

BV. „Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?“ Vísindavefurinn, 31. október 2014, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30382.

BV. (2014, 31. október). Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30382

BV. „Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2014. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30382>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?
Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana.

Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir fagni hrekkjavöku með því að brjóta upp hefðbundið starf, nemendur og starfsmenn klæðast þá sumir búningum og gera sér glaðan dag í anda hrekkjavökunnar. Einnig færist í vöxt að fjölskyldur haldi hrekkjavökuveislur.

Hrekkjavaka er haldin kvöldið fyrir allraheilagramessu, þann 31. október. Uppruna vökunnar má rekja til þess að í mörgum Evrópulöndum fyrr á tíð var tíminn talinn í vetrum og nóttum en ekki árum og dögum eins og við gerum nú á tímum. Mánaðarmót október og nóvember mörkuðu upphaf vetrar og nýs árs með kulda og myrkri. Af því tilefni voru ýmis hátíðahöld.

Grasker er eitt af helstu táknum hrekkjavöku.

Írar og Skotar sem fluttu til Vesturheims á 19. öld fluttu siðinn með sér. Þeir höfðu áður kveikt á kertum í útskornum næpum en í Bandaríkjunum uxu grasker sem voru mun stærri og auðveldara að skera út. Síðan þá hafa grasker verið eitt helsta tákn hrekkjavöku.

Hægt er að lesa meira um hrekkjavöku í fróðlegu svari eftir Terry Gunnel við spurningunni Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

...