Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?

Sigurður Ægisson

Allraheilagramessa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. En oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn - 13. maí árið 609 eða 610 - jafnframt helgaður öllum píslarvottum.

Gregoríus III sem gegndi embætti páfa á árunum 731–741 vígði daginn öllum sannhelgum kristnum einstaklingum svo að nú átti hann ekki lengur við píslarvottana eina. Um öld síðar flutti Gregoríus páfi IV hátíðina til 1. nóvember þar sem hún er enn. Til Norður-Evrópu barst hún árið 835.

Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir að evangelísk-lútersk kirkja náði völdum; textar og bænir sem messudeginum fylgdu voru þá jafnframt lögð til næsta sunnudags þar á eftir.



Allraheilagramessa var upphaflega helguð öllum píslarvottum en seinna öllum sannhelgum kristnum einstaklingum. Málverk eftir Fra Angelico (um 1395-1455).

Í kringum árið 1000 varð til önnur hátíð fyrir áhrif trúarlegrar siðvæðingar, kenndrar við Clunyklaustrið í Frakklandi. Þetta var allrasálnamessa og var hún sett á 2. nóvember. Hún var einkum ætluð til hjálpar sálum fátækra.

Þetta var á sama tíma og kirkjan á Íslandi var að festast í sessi og þessi áhersla hefur því frá upphafi verið partur af kristnum hugmyndaheimi Íslendinga. Á 17. öld þekkist hátíðin í íslensku máli undir nöfnunum „sálnadagur“ og „heilagar sálir“, en í rímtali 1707 er núverandi heiti komið inn og hefur verið það síðan.

Líkt og áður fyrr horfir allraheilagramessa til þeirra sem á liðnum öldum, og einnig nær í tíma, hafa styrkt kristnina, það er að segja nafnfrægra trúarhetja og dýrlinga, einkum meðal kaþólskra. En á allrasálnamessu er hugurinn meira bundinn öllum þeim sem við þekktum persónulega og elskum en eru nú fallnir frá. Í íslensku þjóðkirkjunni fara þessir dagar orðið saman, eru eins og einn væri og beðið er fyrir sálum allra látinna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: All Saints á Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt 29. 01. 2008.

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

4.2.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2008, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7047.

Sigurður Ægisson. (2008, 4. febrúar). Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7047

Sigurður Ægisson. „Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2008. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7047>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?
Allraheilagramessa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. En oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn - 13. maí árið 609 eða 610 - jafnframt helgaður öllum píslarvottum.

Gregoríus III sem gegndi embætti páfa á árunum 731–741 vígði daginn öllum sannhelgum kristnum einstaklingum svo að nú átti hann ekki lengur við píslarvottana eina. Um öld síðar flutti Gregoríus páfi IV hátíðina til 1. nóvember þar sem hún er enn. Til Norður-Evrópu barst hún árið 835.

Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir að evangelísk-lútersk kirkja náði völdum; textar og bænir sem messudeginum fylgdu voru þá jafnframt lögð til næsta sunnudags þar á eftir.



Allraheilagramessa var upphaflega helguð öllum píslarvottum en seinna öllum sannhelgum kristnum einstaklingum. Málverk eftir Fra Angelico (um 1395-1455).

Í kringum árið 1000 varð til önnur hátíð fyrir áhrif trúarlegrar siðvæðingar, kenndrar við Clunyklaustrið í Frakklandi. Þetta var allrasálnamessa og var hún sett á 2. nóvember. Hún var einkum ætluð til hjálpar sálum fátækra.

Þetta var á sama tíma og kirkjan á Íslandi var að festast í sessi og þessi áhersla hefur því frá upphafi verið partur af kristnum hugmyndaheimi Íslendinga. Á 17. öld þekkist hátíðin í íslensku máli undir nöfnunum „sálnadagur“ og „heilagar sálir“, en í rímtali 1707 er núverandi heiti komið inn og hefur verið það síðan.

Líkt og áður fyrr horfir allraheilagramessa til þeirra sem á liðnum öldum, og einnig nær í tíma, hafa styrkt kristnina, það er að segja nafnfrægra trúarhetja og dýrlinga, einkum meðal kaþólskra. En á allrasálnamessu er hugurinn meira bundinn öllum þeim sem við þekktum persónulega og elskum en eru nú fallnir frá. Í íslensku þjóðkirkjunni fara þessir dagar orðið saman, eru eins og einn væri og beðið er fyrir sálum allra látinna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: All Saints á Wikipedia, the free encyclopedia. Sótt 29. 01. 2008. ...