Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

Terry Gunnell

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg 1. maí hvers árs, en árið 834 var dagsetning hennar færð yfir á 1. nóvember, fyrst og fremst vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Hrekkjavaka er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar.

Í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal á Íslandi og hinum Norðurlöndunum auk keltneskra landa, var árinu skipt í tvær árstíðir fremur en fjórar, eða í vetur og sumar. Menn töldu tímann í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum. Veturinn, eins og nóttin, var talin koma fyrst; mánaðamót október og nóvember var því tími vetrarbyrjunar, og þar með nýárs. Þá tóku kuldinn og myrkrið við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót á Norðurlöndum (disting). Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi er á þessum tíma enn haldin hátíð sem á gelísku heitir Samhain, hátíð hinna dauðu. Í seinni tíð hefur hún fengið heitið Hallowe’en.

Upphaf vetrar og árs er það sem kallað er liminal tímabil, einhvers konar millibilsástand sem ríkir á tímum mikilla umskipta. Þá geta menn jafnvel skynjað handanheima; þeir sjá drauga og álfa, og geta spáð í framtíðina. Greinilegt er að andar voru taldir vera á kreiki á bæði Samhain og veturnóttum (sjá til dæmis Þiðranda þátt og Þórhalls).

Hefð myndaðist fyrir því að á Samhain/Hallowe’en væri brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum og á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja í bálköstum. Einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum og með grímur, eins og nú tíðkast á öskudegi Íslendinga, og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.

Útskorin næpa.

Þegar Írar og Skotar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist Hallowe’en hátíðin með þeim. Í Bandaríkjunum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auðveldari að skera út. Þannig tóku graskerin við af næpunum sem tákn fyrir Halloween Bandaríkjamanna.

Sökum kristnitökunnar lögðust veturnætur smám saman af. Sömuleiðis hurfu margar gamlar kaþólskar hátíðir við siðaskiptin, eða þegar lúterskur siður tók við af kaþólskri trú. Vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum verður þó æ algengara að Norðurlandabúar haldi upp á hrekkjavöku að bandarískum sið. Ýmsir hafa ýtt undir þessa þróun, til að mynda dagblöð, verslanir og jafnvel nemendur í enskudeild Háskóla Íslands. Lítill áhugi virðist þó vera á því að fá krakka í búningum til að ganga um og betla nammi, eins og þeir gera gjarnan á hrekkjavöku í Bandaríkjunum, enda er þegar hefð fyrir slíku hér á öðrum tímum ársins. Fremur hafa háskóla- og framhaldskólanemar, sem ekki eiga lengur kost á að fara á gömlu sveitaböllin á þessum tíma, tekið upp á því að halda ýmiss konar hrekkjavökugrímuböll og grímupartý. Enn sem komið er, að minnsta kosti, er hrekkjavaka Norðurlanda því fyrst og fremst unglingahátíð, rétt eins og Hallowe’en á Írlandi og Skotlandi var forðum.

(Sjá einnig bók Árna Björnssonar, Saga daganna, um veturnætur og Allraheilagramessu.)

Myndir

Upphaflega voru spurningarnar þessar:

  • Hvaða sögu á hrekkjavakan að baki sér? (Hilmar Jónsson)
  • Hver er uppruni hrekkjavöku, hvernig hafa hefðir þróast og hverjar eru hefðir hátíðarinnar nú? (Ingibjörg Birna)
  • Hvers vegna er grasker táknrænt fyrir hrekkjavöku? (Anna Ragnheiður)

Höfundur

Terry Gunnell

prófessor emeritus í þjóðfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2005

Spyrjandi

Hilmar Jónsson, f. 1987, Ingibjörg Birna, f. 1992, Anna Ragnheiður, f. 1992

Tilvísun

Terry Gunnell. „Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?“ Vísindavefurinn, 31. október 2005. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5367.

Terry Gunnell. (2005, 31. október). Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5367

Terry Gunnell. „Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2005. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5367>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?
Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg 1. maí hvers árs, en árið 834 var dagsetning hennar færð yfir á 1. nóvember, fyrst og fremst vegna þess að henni var ætlað að koma í staðinn fyrir ýmsar mikilvægar heiðnar hátíðir sem haldnar voru á sama tíma.

Hrekkjavaka er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar.

Í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal á Íslandi og hinum Norðurlöndunum auk keltneskra landa, var árinu skipt í tvær árstíðir fremur en fjórar, eða í vetur og sumar. Menn töldu tímann í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum. Veturinn, eins og nóttin, var talin koma fyrst; mánaðamót október og nóvember var því tími vetrarbyrjunar, og þar með nýárs. Þá tóku kuldinn og myrkrið við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót á Norðurlöndum (disting). Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi er á þessum tíma enn haldin hátíð sem á gelísku heitir Samhain, hátíð hinna dauðu. Í seinni tíð hefur hún fengið heitið Hallowe’en.

Upphaf vetrar og árs er það sem kallað er liminal tímabil, einhvers konar millibilsástand sem ríkir á tímum mikilla umskipta. Þá geta menn jafnvel skynjað handanheima; þeir sjá drauga og álfa, og geta spáð í framtíðina. Greinilegt er að andar voru taldir vera á kreiki á bæði Samhain og veturnóttum (sjá til dæmis Þiðranda þátt og Þórhalls).

Hefð myndaðist fyrir því að á Samhain/Hallowe’en væri brennandi kertum komið fyrir í útskornum næpum og á Írlandi og í Skotlandi tíðkaðist að kveikja í bálköstum. Einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum og með grímur, eins og nú tíðkast á öskudegi Íslendinga, og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.

Útskorin næpa.

Þegar Írar og Skotar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist Hallowe’en hátíðin með þeim. Í Bandaríkjunum uxu aftur á móti grasker sem voru mun stærri en næpurnar og auðveldari að skera út. Þannig tóku graskerin við af næpunum sem tákn fyrir Halloween Bandaríkjamanna.

Sökum kristnitökunnar lögðust veturnætur smám saman af. Sömuleiðis hurfu margar gamlar kaþólskar hátíðir við siðaskiptin, eða þegar lúterskur siður tók við af kaþólskri trú. Vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum verður þó æ algengara að Norðurlandabúar haldi upp á hrekkjavöku að bandarískum sið. Ýmsir hafa ýtt undir þessa þróun, til að mynda dagblöð, verslanir og jafnvel nemendur í enskudeild Háskóla Íslands. Lítill áhugi virðist þó vera á því að fá krakka í búningum til að ganga um og betla nammi, eins og þeir gera gjarnan á hrekkjavöku í Bandaríkjunum, enda er þegar hefð fyrir slíku hér á öðrum tímum ársins. Fremur hafa háskóla- og framhaldskólanemar, sem ekki eiga lengur kost á að fara á gömlu sveitaböllin á þessum tíma, tekið upp á því að halda ýmiss konar hrekkjavökugrímuböll og grímupartý. Enn sem komið er, að minnsta kosti, er hrekkjavaka Norðurlanda því fyrst og fremst unglingahátíð, rétt eins og Hallowe’en á Írlandi og Skotlandi var forðum.

(Sjá einnig bók Árna Björnssonar, Saga daganna, um veturnætur og Allraheilagramessu.)

Myndir

Upphaflega voru spurningarnar þessar:

  • Hvaða sögu á hrekkjavakan að baki sér? (Hilmar Jónsson)
  • Hver er uppruni hrekkjavöku, hvernig hafa hefðir þróast og hverjar eru hefðir hátíðarinnar nú? (Ingibjörg Birna)
  • Hvers vegna er grasker táknrænt fyrir hrekkjavöku? (Anna Ragnheiður)
...