Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?

EDS og SSt

Alparnir eru fellingafjöll en myndun slíkra fjalla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll?



Alparnir eru fellingafjöll sem mynduðust við að að Afríkuflekann rak til norðurs og þrýsti á Evrasíuflekann.

Hugmyndir manna um myndun fellingafjalla hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina en nú til dags er talið að þau myndist ævinlega yfir niðurstreymisbeltum. Þá er annað hvort um að ræða að tvö meginlönd reka saman þannig að setlög af landgrunni beggja meginlandsflekanna kýtast saman og mynda fellingar, en eitt skýrasta dæmið um það eru Himalajafjöll, eða þá að að hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu og er það skýringin á myndum Alpanna. Um slík flekamót segir í áðurnefndu svari Sigurðar:
Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar. Dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa við niðurstreymisbelti af þessu tagi eru Andes- og Klettafjöll á vesturströnd Ameríku og Alparnir í S-Evrópu.

Alparnir eru hluti af Alpakeðjunni eða Alpafellingunni sem nær frá Norður-Afríku um Suður-Evrópu og Asíu en flestir helstu fjallgarðar heims eru hlutar þessarar fellingar. Myndun Alpanna má rekja aftur til tertíer tímabilsins í jarðsögunni en það hófst fyrir um 65 milljón árum. Á tertíer fór Afríkuflekinn að þrýsta miðlífsaldarseti Tethys-hafs (sem kalla má Forn-Miðjarðarhaf) til norðurs á móti Evrasíuflekanum þannig að jarðlögin kýttust og lyftust eins og lýst er hér að ofan og Alparnir urðu til. Þessi hreyfing náði hámarki á ólígósen og míósen (fyrir um 30 – 15 milljón árum) en henni er ekki enn að fullu lokið.

Heimildir og mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

3.9.2008

Spyrjandi

Jennilou Villareal Cuizon

Tilvísun

EDS og SSt. „Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?“ Vísindavefurinn, 3. september 2008, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30456.

EDS og SSt. (2008, 3. september). Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30456

EDS og SSt. „Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2008. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30456>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?
Alparnir eru fellingafjöll en myndun slíkra fjalla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll?



Alparnir eru fellingafjöll sem mynduðust við að að Afríkuflekann rak til norðurs og þrýsti á Evrasíuflekann.

Hugmyndir manna um myndun fellingafjalla hafa tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina en nú til dags er talið að þau myndist ævinlega yfir niðurstreymisbeltum. Þá er annað hvort um að ræða að tvö meginlönd reka saman þannig að setlög af landgrunni beggja meginlandsflekanna kýtast saman og mynda fellingar, en eitt skýrasta dæmið um það eru Himalajafjöll, eða þá að að hafsbotnsskorpa sekkur undir meginlandsskorpu og er það skýringin á myndum Alpanna. Um slík flekamót segir í áðurnefndu svari Sigurðar:
Þá ýtist úthafsskorpan og setið í henni undir meginlandsflekann. Samhliða verður mikil eldvirkni, kvikan þrýstir sér upp í gegnum meginlandsskorpuna og veldur tíðum eldgosum. Meginlandsskorpan verður fyrir miklum þrýstingi, bæði vegna hafsbotnsskorpunnar sem hún rekst á og vegna kvikunnar. Þrýstingurinn verður svo til þess að setlög á landgrunni meginlandsins kýtast saman og leggjast í fellingar. Dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa við niðurstreymisbelti af þessu tagi eru Andes- og Klettafjöll á vesturströnd Ameríku og Alparnir í S-Evrópu.

Alparnir eru hluti af Alpakeðjunni eða Alpafellingunni sem nær frá Norður-Afríku um Suður-Evrópu og Asíu en flestir helstu fjallgarðar heims eru hlutar þessarar fellingar. Myndun Alpanna má rekja aftur til tertíer tímabilsins í jarðsögunni en það hófst fyrir um 65 milljón árum. Á tertíer fór Afríkuflekinn að þrýsta miðlífsaldarseti Tethys-hafs (sem kalla má Forn-Miðjarðarhaf) til norðurs á móti Evrasíuflekanum þannig að jarðlögin kýttust og lyftust eins og lýst er hér að ofan og Alparnir urðu til. Þessi hreyfing náði hámarki á ólígósen og míósen (fyrir um 30 – 15 milljón árum) en henni er ekki enn að fullu lokið.

Heimildir og mynd:

...