Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?

Arnfríður Guðmundsdóttir

Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar millistig, eða kaflaskipti.

Í Nýja testamentinu er fátt sagt um það sem tekur við eftir dauðann, en gengið er út frá því að dauðinn sé raunverulegur. Það sem þar er að finna er fyrst og fremst sagt í samhengi sálgæslunnar og er alls ekki ætlað að gefa vísindaleg svör um það sem bíður handan dauðans. Markmiðið er þvert á móti að gefa von, um að máttur dauðans sé ekki endanlegur, heldur megum við treysta því að Guð eigi lokaorðið, að Guð sé sterkari en dauðinn.


Þegar konurnar komu að gröf Jesú var hún tóm. Engin vitni voru að upprisunni. Málverk eftir Peter Paul Rubens frá fyrri hluta 17. aldar.

Það sem skiptir mestu máli, samkvæmt vitnisburði Nýja testamentisins, er að ekkert, hvorki í þessu lífi né að því loknu, geti tekið okkur úr hendi Guðs, og þannig skilið okkur frá kærleika Guðs. Þessi hugsun kemur skýrt fram í eftirfarandi orðum Páls postula í Rómverjabréfinu:
Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. (Róm 8.38-39)

Bæði í Postullegu trúarjátningunni og í Níkeujátningunni er talað um upprisuna og eilíft líf. Í þeirri fyrri er notað orðalagið:
Ég trúi á ... upprisu holdsins/mannsins og eilíft líf.
Í Níkeujátningunni segir aftur á móti::
Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar.

Hér er ekki útskýrt hvað upprisan felur í sér, aðeins viðurkennt að hún sé hluti af kristinni trú. Þegar höfundar guðspjallanna segja frá upprisu Jesús Krists er hvergi sagt frá því hvernig hún átti sér stað. Það er aðeins sagt að hann hafi risið upp. Engin vitni voru að því. Gröfin var tóm þegar konurnar komu að henni. Upprisa Krists er forsmekkurinn að því sem koma skal. Að trúa á upprisu holdsins eða hinna dauðu er að sætta sig við leyndardóminn sem er þar að baki. Við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast eða hvað bíður okkar. Fagnaðarerindið, eða góðu fréttirnar, felast í því að við setjum traust okkar á kærleika Guðs. Í því felst hin kristna von, sem sr. Hallgrímur Pétursson lýsir svo vel í sálminum „Um dauðans óvissa tíma“ sem hefur verið sunginn við flestar útfarir hér á landi um langan aldur, og er enn. Andspænis köldum raunveruleika dauðans, gefur vonin um sigur Guðs yfir valdi dauðans sálmaskáldinu ástæðu til að játa trú sína með þessum vel þekktu orðum:
Ég lifi’ í Jesú nafni,

í Jesú nafni’ ég dey,

þó heilsa og líf mér hafni,

hræðist ég dauðann ei.

Dauði, ég óttast eigi

Afl þitt né valdið gilt,

í Kristí krafti’ ég segi:

Kom þú sæll, þá þú vilt.

(Sálmur 273, 13. vers)

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.3.2009

Spyrjandi

Björg Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Arnfríður Guðmundsdóttir. „Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2009, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30504.

Arnfríður Guðmundsdóttir. (2009, 17. mars). Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30504

Arnfríður Guðmundsdóttir. „Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2009. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30504>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?
Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar millistig, eða kaflaskipti.

Í Nýja testamentinu er fátt sagt um það sem tekur við eftir dauðann, en gengið er út frá því að dauðinn sé raunverulegur. Það sem þar er að finna er fyrst og fremst sagt í samhengi sálgæslunnar og er alls ekki ætlað að gefa vísindaleg svör um það sem bíður handan dauðans. Markmiðið er þvert á móti að gefa von, um að máttur dauðans sé ekki endanlegur, heldur megum við treysta því að Guð eigi lokaorðið, að Guð sé sterkari en dauðinn.


Þegar konurnar komu að gröf Jesú var hún tóm. Engin vitni voru að upprisunni. Málverk eftir Peter Paul Rubens frá fyrri hluta 17. aldar.

Það sem skiptir mestu máli, samkvæmt vitnisburði Nýja testamentisins, er að ekkert, hvorki í þessu lífi né að því loknu, geti tekið okkur úr hendi Guðs, og þannig skilið okkur frá kærleika Guðs. Þessi hugsun kemur skýrt fram í eftirfarandi orðum Páls postula í Rómverjabréfinu:
Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. (Róm 8.38-39)

Bæði í Postullegu trúarjátningunni og í Níkeujátningunni er talað um upprisuna og eilíft líf. Í þeirri fyrri er notað orðalagið:
Ég trúi á ... upprisu holdsins/mannsins og eilíft líf.
Í Níkeujátningunni segir aftur á móti::
Ég játa að ein sé skírn til fyrirgefningar syndanna og vænti upprisu dauðra og lífs hinnar komandi aldar.

Hér er ekki útskýrt hvað upprisan felur í sér, aðeins viðurkennt að hún sé hluti af kristinni trú. Þegar höfundar guðspjallanna segja frá upprisu Jesús Krists er hvergi sagt frá því hvernig hún átti sér stað. Það er aðeins sagt að hann hafi risið upp. Engin vitni voru að því. Gröfin var tóm þegar konurnar komu að henni. Upprisa Krists er forsmekkurinn að því sem koma skal. Að trúa á upprisu holdsins eða hinna dauðu er að sætta sig við leyndardóminn sem er þar að baki. Við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast eða hvað bíður okkar. Fagnaðarerindið, eða góðu fréttirnar, felast í því að við setjum traust okkar á kærleika Guðs. Í því felst hin kristna von, sem sr. Hallgrímur Pétursson lýsir svo vel í sálminum „Um dauðans óvissa tíma“ sem hefur verið sunginn við flestar útfarir hér á landi um langan aldur, og er enn. Andspænis köldum raunveruleika dauðans, gefur vonin um sigur Guðs yfir valdi dauðans sálmaskáldinu ástæðu til að játa trú sína með þessum vel þekktu orðum:
Ég lifi’ í Jesú nafni,

í Jesú nafni’ ég dey,

þó heilsa og líf mér hafni,

hræðist ég dauðann ei.

Dauði, ég óttast eigi

Afl þitt né valdið gilt,

í Kristí krafti’ ég segi:

Kom þú sæll, þá þú vilt.

(Sálmur 273, 13. vers)

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...