Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Í reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (935/2004) segir meðal annars:
Óheimilt er að flytja til landsins:

a) Hvolpafullar tíkur.

b) Kettlingafullar læður.

c) Tíkur með hvolpa á spena.

d) Læður með kettlinga á spena.

e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða eftirmeðferðar af nokkru tagi.

f) Hunda og sæði hunda af eftirfarandi tegundum, svo og blendinga af þeim:

  1. Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier.
  2. Fila Brasileiro.
  3. Toso Inu.
  4. Dogo Argentino.
  5. Aðrar hundategundir eða blendinga, skv. ákvörðun landbúnaðarráðherra í hverju tilfelli, að fenginni rökstuddri umsögn yfirdýralæknis.

g) Blendinga af úlfum og hundum, svo og sæði blendinga af úlfum og hundum.
Samkvæmt þessari reglugerð eru fjögur hundaafbrigði bönnuð hér á landi, auk þeirra sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveður að banna í hverju tilfelli, að fengnum rökstuðningi yfirdýralæknis. Einnig er bannað að flytja inn blendinga úlfa (Canis lupus) og hunda.

Hin bönnuðu hundakyn eiga það öll sameiginlegt að vera stórvaxnir og öflugir hundar sem hafa einkum verið ræktaðir síðustu áratugi sem árása- eða bardagahundar eða til veiða á stórri bráð. Um Pit bull hunda er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni: Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Dogo Argentino (argentínskur meistari)

Þetta er afbrigði af svonefndum mastiff hundum eða meisturum, sem eru einir öflugustu bardagahundar sem maðurinn hefur ræktað. Argentínskir meistarar voru ræktaðir út frá svokölluðum Cordoba vígahundum fyrir rúmri öld síðan, en það afbrigði er nú útdautt. Þetta eru vöðvastæltir hundar um 60 – 68 cm á hæð og vega að meðaltali um 40 kg. Þeir eru hvítir með afar snögghærðan feld.

Argentínskir meistarar hafa mest verið notaðir sem veiðihundar, einkum við veiðar á villisvínum, og til að vernda búfé gegn fjallaljónum (Puma concolor). Á seinni árum hafa þeir einnig verið töluvert nýttir sem varðhundar. Vegna markvissar ræktunar þeirra sem veiðihunda er talið að þeir hafi almennt meira sársaukaþol en önnur hundakyn.

Þrátt fyrir að argentínskir meistarar þyki vera hættulegir hundar eru þeir þekktir fyrir að vera afar húsbóndahollir og þolinmóðir gagnvart börnum. Þeir þurfa venjulega mikla athygli og umönnun af hálfu heimilisfólksins sem þeir verja jafnframt með kjafti og klóm telji þeir að þeim sé ógnað.

Fila Brasileiro (brasilískur meistari)

Brasilískur meistari er afbrigði svokallaðra molossíu hunda og á rætur að rekja til Brasilíu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta eru afar stórir hundar en karlhundarnir vega rúmlega 50 kg og eru frá 65-75 cm á hæð miðað við herðakamb. Tíkurnar eru hins vegar aðeins minni. Þessir hundar eru háfættir og sterklega byggðir en hafa nokkuð losaralega húð.

Brasilískir meistarar þykja afburða varðhundar. Þeir hafa lengi verið notaðir til að gæta nautgripa í Brasilíu og þá einkum til að hrekja í burtu stór kattardýr og önnur stærri rándýr sem kunna að herja á nautgripahjarðirnar.Líkt og venjan er með góða varðhunda þá eru brasilískir meistarar afar húsbóndahollir. Þeir eru afar tortryggnir gagnvart ókunnugum og það tekur þá yfirleitt langan tíma að taka fólk í sátt og fara að treysta þeim. Brasilískir meistarar henta því illa sem heimilishundar þar sem mikið getur verið um gestagang. Slíkar aðstæður getur virkjað árásarhneigð þessara öflugu hunda en þeir eru nánast aldrei vingjarnlegir gagnvart ókunnugum. Það er því mjög vandasamt að eiga hund af þessu kyni og því fylgir sérstaklega mikil ábyrgð.

Toso Inu

Japanska ræktunarafbrigðið Tosa Inu eru nú á dögum afar sjaldgæfir. Þetta eru einir stræstu og öflugustu hundar sem hafa verið ræktaðir, en karlhundarnir geta orðið allt að 90 kg að þyngd og allt að 70 cm á hæð. Tosa eru bannaðir í flestum löndum Vestur-Evrópu auk þess sem mörg ríki Bandaríkjanna leyfa ekki þessa hunda nema ströngum skilyrðum sé fullnægt.

Líkt og með ofangreind hundakyn hafa Tosa Inu einkum gegnt hlutverki varðhunda auk þess sem þeir voru mikið notaðir í hundaati þegar það var leyft í Japan. Elstu dæmin um Tosa Inu eru frá seinni hluta 19. aldar og er talið að þeir hafi verið ræktaðir út frá fornu hundakyni í Japan sem kallast Shikoku Inu. Þetta kyn var mun minna vexti en Tosa og líktust þeir mest síberíusleðahundum í öllu atgervi.

Seinna var farið að blanda þessum hundum við kunn evrópsk hundakyn svo sem meistara af ýmsum afbrigðum, enska blóðhunda og stóra-dana, til að ná fram þeirri stærð, styrk og persónueiginleikum sem menn sóttust eftir hjá hinum gömlu evrópsku bardagahundum.

Líkt og með önnur hundakyn hefur valræktun undanfarna öld mikið að segja um lundarfar Tosa Inu. Gott uppeldi getur ekki breytt því nema að litlu leyti. Því miður hafa Tosa Inu verið notaðir í hundaati allt til dagsins í dag. Þrátt fyrir stærð eru þeir afar fimir og snöggir sem gerir þá að afar góðum bardagahundum og þeir hafa því verið eftirsóttir sem slíkir. Þetta afbrigði er hins vegar afar sjaldgæft og því erfitt að nálgast hunda af þessu kyni.

Tosa Inu eru líkt og aðrir varðhundar afar húsbóndahollir, en að auki þykja þeir vera afar gáfaðir. Þeir hafa sterkt verndareðli og hika ekki við að ráðast á hvern þann sem þeir telja að ógni heimasvæði þeirra. Tosa Inu er samt sem áður afar barngóður og sýnir venjulega börnum fjölskyldunnar mikla þolinmæði. Ókunnugir þurfa hins vegar að fara varlega að honum og þarf hundurinn að fá að kynnast þeim ókunnuga á sínum eigin forsendum. Sem heimilishundur og varðhundur í senn jafnast sjálfsagt fáir hundar á við Tosa Inu. Sökum árásargirni og líkamsstyrks eru þetta hins vegar afar hættulegir hundar.

Það er mikill ábyrgðarhluti að eiga hunda eins og þá sem taldir eru upp hér að ofan. Eigandinn þarf að hafa bæði góðan tíma og góða aðstöðu. Þá skiptir miklu máli að hafa reynslu af hundum og hundahaldi og þekkja vel til sérkenna hundakynsins.

Bann við þessum hundakynum hér á landi er samkvæmt mati hérlendra embættismanna og sérfræðinga að fengnu áliti og reynslu erlendis frá. Þessir hundar henta ekki sem gæluhundar en því miður hafa komið upp mörg sorgleg mál þar sem þeir hafa valdið manntjóni. Oft vill líka bregða við að þessir hundar séu notaðir í óprúttnum tilgangi og eru oft látnir sæta illri meðferð til að gera þá enn grimmari og árásargjarnari. Í náinni framtíð er líklegt að fleiri ræktunarafbrigði verði bönnuð þar sem enn hefur ekki verið reynt að fá innflutningsleyfi á fjölmörg afbrigði svokallaðra vígahunda.

Höfundur vill þakka Birni Steinbjörnssyni, dýralækni hjá Matvælastofnun, veitta aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.4.2008

Spyrjandi

Páll Axel Ólafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2008. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30650.

Jón Már Halldórsson. (2008, 29. apríl). Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30650

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2008. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30650>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?
Í reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (935/2004) segir meðal annars:

Óheimilt er að flytja til landsins:

a) Hvolpafullar tíkur.

b) Kettlingafullar læður.

c) Tíkur með hvolpa á spena.

d) Læður með kettlinga á spena.

e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða eftirmeðferðar af nokkru tagi.

f) Hunda og sæði hunda af eftirfarandi tegundum, svo og blendinga af þeim:

  1. Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier.
  2. Fila Brasileiro.
  3. Toso Inu.
  4. Dogo Argentino.
  5. Aðrar hundategundir eða blendinga, skv. ákvörðun landbúnaðarráðherra í hverju tilfelli, að fenginni rökstuddri umsögn yfirdýralæknis.

g) Blendinga af úlfum og hundum, svo og sæði blendinga af úlfum og hundum.
Samkvæmt þessari reglugerð eru fjögur hundaafbrigði bönnuð hér á landi, auk þeirra sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveður að banna í hverju tilfelli, að fengnum rökstuðningi yfirdýralæknis. Einnig er bannað að flytja inn blendinga úlfa (Canis lupus) og hunda.

Hin bönnuðu hundakyn eiga það öll sameiginlegt að vera stórvaxnir og öflugir hundar sem hafa einkum verið ræktaðir síðustu áratugi sem árása- eða bardagahundar eða til veiða á stórri bráð. Um Pit bull hunda er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni: Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Dogo Argentino (argentínskur meistari)

Þetta er afbrigði af svonefndum mastiff hundum eða meisturum, sem eru einir öflugustu bardagahundar sem maðurinn hefur ræktað. Argentínskir meistarar voru ræktaðir út frá svokölluðum Cordoba vígahundum fyrir rúmri öld síðan, en það afbrigði er nú útdautt. Þetta eru vöðvastæltir hundar um 60 – 68 cm á hæð og vega að meðaltali um 40 kg. Þeir eru hvítir með afar snögghærðan feld.

Argentínskir meistarar hafa mest verið notaðir sem veiðihundar, einkum við veiðar á villisvínum, og til að vernda búfé gegn fjallaljónum (Puma concolor). Á seinni árum hafa þeir einnig verið töluvert nýttir sem varðhundar. Vegna markvissar ræktunar þeirra sem veiðihunda er talið að þeir hafi almennt meira sársaukaþol en önnur hundakyn.

Þrátt fyrir að argentínskir meistarar þyki vera hættulegir hundar eru þeir þekktir fyrir að vera afar húsbóndahollir og þolinmóðir gagnvart börnum. Þeir þurfa venjulega mikla athygli og umönnun af hálfu heimilisfólksins sem þeir verja jafnframt með kjafti og klóm telji þeir að þeim sé ógnað.

Fila Brasileiro (brasilískur meistari)

Brasilískur meistari er afbrigði svokallaðra molossíu hunda og á rætur að rekja til Brasilíu eins og nafnið gefur til kynna. Þetta eru afar stórir hundar en karlhundarnir vega rúmlega 50 kg og eru frá 65-75 cm á hæð miðað við herðakamb. Tíkurnar eru hins vegar aðeins minni. Þessir hundar eru háfættir og sterklega byggðir en hafa nokkuð losaralega húð.

Brasilískir meistarar þykja afburða varðhundar. Þeir hafa lengi verið notaðir til að gæta nautgripa í Brasilíu og þá einkum til að hrekja í burtu stór kattardýr og önnur stærri rándýr sem kunna að herja á nautgripahjarðirnar.Líkt og venjan er með góða varðhunda þá eru brasilískir meistarar afar húsbóndahollir. Þeir eru afar tortryggnir gagnvart ókunnugum og það tekur þá yfirleitt langan tíma að taka fólk í sátt og fara að treysta þeim. Brasilískir meistarar henta því illa sem heimilishundar þar sem mikið getur verið um gestagang. Slíkar aðstæður getur virkjað árásarhneigð þessara öflugu hunda en þeir eru nánast aldrei vingjarnlegir gagnvart ókunnugum. Það er því mjög vandasamt að eiga hund af þessu kyni og því fylgir sérstaklega mikil ábyrgð.

Toso Inu

Japanska ræktunarafbrigðið Tosa Inu eru nú á dögum afar sjaldgæfir. Þetta eru einir stræstu og öflugustu hundar sem hafa verið ræktaðir, en karlhundarnir geta orðið allt að 90 kg að þyngd og allt að 70 cm á hæð. Tosa eru bannaðir í flestum löndum Vestur-Evrópu auk þess sem mörg ríki Bandaríkjanna leyfa ekki þessa hunda nema ströngum skilyrðum sé fullnægt.

Líkt og með ofangreind hundakyn hafa Tosa Inu einkum gegnt hlutverki varðhunda auk þess sem þeir voru mikið notaðir í hundaati þegar það var leyft í Japan. Elstu dæmin um Tosa Inu eru frá seinni hluta 19. aldar og er talið að þeir hafi verið ræktaðir út frá fornu hundakyni í Japan sem kallast Shikoku Inu. Þetta kyn var mun minna vexti en Tosa og líktust þeir mest síberíusleðahundum í öllu atgervi.

Seinna var farið að blanda þessum hundum við kunn evrópsk hundakyn svo sem meistara af ýmsum afbrigðum, enska blóðhunda og stóra-dana, til að ná fram þeirri stærð, styrk og persónueiginleikum sem menn sóttust eftir hjá hinum gömlu evrópsku bardagahundum.

Líkt og með önnur hundakyn hefur valræktun undanfarna öld mikið að segja um lundarfar Tosa Inu. Gott uppeldi getur ekki breytt því nema að litlu leyti. Því miður hafa Tosa Inu verið notaðir í hundaati allt til dagsins í dag. Þrátt fyrir stærð eru þeir afar fimir og snöggir sem gerir þá að afar góðum bardagahundum og þeir hafa því verið eftirsóttir sem slíkir. Þetta afbrigði er hins vegar afar sjaldgæft og því erfitt að nálgast hunda af þessu kyni.

Tosa Inu eru líkt og aðrir varðhundar afar húsbóndahollir, en að auki þykja þeir vera afar gáfaðir. Þeir hafa sterkt verndareðli og hika ekki við að ráðast á hvern þann sem þeir telja að ógni heimasvæði þeirra. Tosa Inu er samt sem áður afar barngóður og sýnir venjulega börnum fjölskyldunnar mikla þolinmæði. Ókunnugir þurfa hins vegar að fara varlega að honum og þarf hundurinn að fá að kynnast þeim ókunnuga á sínum eigin forsendum. Sem heimilishundur og varðhundur í senn jafnast sjálfsagt fáir hundar á við Tosa Inu. Sökum árásargirni og líkamsstyrks eru þetta hins vegar afar hættulegir hundar.

Það er mikill ábyrgðarhluti að eiga hunda eins og þá sem taldir eru upp hér að ofan. Eigandinn þarf að hafa bæði góðan tíma og góða aðstöðu. Þá skiptir miklu máli að hafa reynslu af hundum og hundahaldi og þekkja vel til sérkenna hundakynsins.

Bann við þessum hundakynum hér á landi er samkvæmt mati hérlendra embættismanna og sérfræðinga að fengnu áliti og reynslu erlendis frá. Þessir hundar henta ekki sem gæluhundar en því miður hafa komið upp mörg sorgleg mál þar sem þeir hafa valdið manntjóni. Oft vill líka bregða við að þessir hundar séu notaðir í óprúttnum tilgangi og eru oft látnir sæta illri meðferð til að gera þá enn grimmari og árásargjarnari. Í náinni framtíð er líklegt að fleiri ræktunarafbrigði verði bönnuð þar sem enn hefur ekki verið reynt að fá innflutningsleyfi á fjölmörg afbrigði svokallaðra vígahunda.

Höfundur vill þakka Birni Steinbjörnssyni, dýralækni hjá Matvælastofnun, veitta aðstoð við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...