Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Matvælastofnun

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið röskun á jafnvæginu milli framleiðslu og notkunar á karnitíni í líkamanum. Auk okkar eigin framleiðslu þá fáum við karnitín einnig úr fæðunni. Mjög mismunandi er hversu mikið er af karnitíni í mat en mest er að finna af efninu í vörum úr dýraríkinu, sérstaklega í nauta- og kindakjöti en einnig í svínum, kjúklingum, mjólkurvörum og fiski. Um 98% af karnitíni líkamans er að finna í beinagrindarvöðvum og hjartavöðva.

Karnitín gegnir mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans og það kann að stuðla að betri nýtingu efna í líkamanum. Karnitín er talið geta tekið þátt í efnaskiptum líkamans á að minnsta kosti tvennan hátt:

  1. sem hluti af nokkrum ensímum sem sjá um flutning á löngum fitusýrum frá umfrymi til hvatbera (orkustöð frumna). Þannig getur efnið hugsanlega stuðlað að aukinni fitubrennslu
  2. sem hjálparefni við að viðhalda réttu hlutfalli milli acetyl-CoA og CoA-efnanna. Þannig getur karnitín hugsanlega stuðlað að minni uppsöfnun mjólkursýru í líkamanum undir miklu líkamlegu erfiði.

Þó nokkur fjöldi af rannsóknum hefur verið gerður á karnitíni og áhrifum eða áhrifaleysi á líkamann. Oft hafa þessar rannsóknir beinst að íþróttafólki en undanfarin ár hefur neysla á karnitíni aukist meðal almennra líkamsræktarunnenda enda hefur markaðsetning efnisins beinst meira og meira að almenningi. Sumar rannsóknir hafa verið vel framkvæmdar en aðrar ekki. Undantekningalítið hafa þessar rannsóknir verið gerðar á fullorðnum og er því lítið vitað um áhrif karnitíns á börn og unglinga. Eins hafa fáar rannsóknir tekið fyrir áhrif vegna langvarandi neyslu á karnitíni.


Heilbrigður einstaklingur framleiðir allt það karnitín sem líkaminn þarf á að halda.

Niðurstöður langflestra rannsókna á áhrifum karnitíns á getu í íþróttum hafa ekki sýnt fram á að ráðlagður dagskammtur, sem margir framleiðendur gefa upp sem 5-6 g, bæti árangur í íþróttum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að kanna hvort aukin neysla á karnitíni bæti getu í þolgreinum þar sem brennsla á fitusýrum til orkumyndunar er mikilvæg. Tímalengd flestra þessara rannsókna var 2-3 vikur með ofangreindum dagskammti. Eins og áður sagði hafa fáar rannsóknir sýnt fram á bætta getu í íþróttum þegar neysla á karnitíni hefur verið aukin. Sjaldnast var meira að segja dregin sú ályktun af niðurstöðum þessara rannsókna að aukin neysla á efninu hækki styrk þess í vöðvum og er ein möguleg ástæða fyrir því að efnið frásogist illa úr þörmum.

Rannsóknir hafa einnig verið framkvæmdar til að kanna hvort karnitín hjálpi í baráttunni við aukakílóin og hvort aukin neysla valdi aukinni brennslu á fitusýrum frá fituvef líkamans. Líkt og með rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum karnitíns á árangur í íþróttum þá hefur ekki verið hægt að draga þá ályktun af niðurstöðum þessara rannsókna að aukin neysla á efninu stuðli að meiri fitubrennslu.

Oftar en ekki hefur skýringin á því að aukin neysla á karnitíni sé ekki til hagsbóta, hvorki í íþróttum né í baráttunni við offituna, verið sú að líkaminn hafi í raun nægilega mikið magn af efninu til að anna eftirspurn. Þetta á við hvort sem einstaklingurinn er kyrrsetumanneskja og tekur efnið í þeim tilgangi að losna við fitu eða að hann eða hún er keppnismaður í fremstu röð; líkaminn hefur nægilegar birgðir fyrir hvoru tveggja. Eins virðist litlu máli skipta hvort við fáum nægilegt karnitín úr fæðunni, þar sem líkaminn virðist meira að segja framleiða nóg undir þeim kringumstæðum þegar lítið eða ekkert af efninu kemur úr matnum sem við borðum.

Lítið sem ekkert hefur verið gert af því að rannsaka eituráhrif karnitíns á líkamann og ekkert er vitað um eituráhrif vegna langvarandi neyslu. Fram til þessa hefur verið talið að dagskammtur allt að 100 g hafi lítil sem engin eituráhrif. Ef farið er langt umfram 100 g á dag má búast við einhverjum óþægindum eða truflunum í meltingarvegi.

Það virðist því sem líkami heilbrigðra einstaklingar sé fær um að anna eftirspurn eftir karnitíni undir flestum kringumstæðum. Þrátt fyrir það hafa framleiðendur karnitíns reynt að telja neytendum trú um að neysla efnisins leiði af sér bætta getu í íþróttum og að aukin neysla stuðli að aukinni brennslu á fitusýrum líkamans. Þegar fyrst var byrjað að rannsaka áhrif karnitíns á árangur í íþróttum og áhrif á fitubrennslu líkamans virtist sem efnið gæti haft jákvæð áhrif. Niðurstöður nýrri rannsókna sýna að svo er ekki og því er nú talið víst að aukin neysla á karnitíni hafi engin áhrif, hvorki á getu í íþróttum né á fitubrennslu líkamans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er örlítið breytt útgáfa af umfjöllun um karnitín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

26.1.2010

Spyrjandi

Sigurður Óli Árnason

Tilvísun

Matvælastofnun. „Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2010, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30767.

Matvælastofnun. (2010, 26. janúar). Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30767

Matvælastofnun. „Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2010. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?
Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið röskun á jafnvæginu milli framleiðslu og notkunar á karnitíni í líkamanum. Auk okkar eigin framleiðslu þá fáum við karnitín einnig úr fæðunni. Mjög mismunandi er hversu mikið er af karnitíni í mat en mest er að finna af efninu í vörum úr dýraríkinu, sérstaklega í nauta- og kindakjöti en einnig í svínum, kjúklingum, mjólkurvörum og fiski. Um 98% af karnitíni líkamans er að finna í beinagrindarvöðvum og hjartavöðva.

Karnitín gegnir mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans og það kann að stuðla að betri nýtingu efna í líkamanum. Karnitín er talið geta tekið þátt í efnaskiptum líkamans á að minnsta kosti tvennan hátt:

  1. sem hluti af nokkrum ensímum sem sjá um flutning á löngum fitusýrum frá umfrymi til hvatbera (orkustöð frumna). Þannig getur efnið hugsanlega stuðlað að aukinni fitubrennslu
  2. sem hjálparefni við að viðhalda réttu hlutfalli milli acetyl-CoA og CoA-efnanna. Þannig getur karnitín hugsanlega stuðlað að minni uppsöfnun mjólkursýru í líkamanum undir miklu líkamlegu erfiði.

Þó nokkur fjöldi af rannsóknum hefur verið gerður á karnitíni og áhrifum eða áhrifaleysi á líkamann. Oft hafa þessar rannsóknir beinst að íþróttafólki en undanfarin ár hefur neysla á karnitíni aukist meðal almennra líkamsræktarunnenda enda hefur markaðsetning efnisins beinst meira og meira að almenningi. Sumar rannsóknir hafa verið vel framkvæmdar en aðrar ekki. Undantekningalítið hafa þessar rannsóknir verið gerðar á fullorðnum og er því lítið vitað um áhrif karnitíns á börn og unglinga. Eins hafa fáar rannsóknir tekið fyrir áhrif vegna langvarandi neyslu á karnitíni.


Heilbrigður einstaklingur framleiðir allt það karnitín sem líkaminn þarf á að halda.

Niðurstöður langflestra rannsókna á áhrifum karnitíns á getu í íþróttum hafa ekki sýnt fram á að ráðlagður dagskammtur, sem margir framleiðendur gefa upp sem 5-6 g, bæti árangur í íþróttum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að kanna hvort aukin neysla á karnitíni bæti getu í þolgreinum þar sem brennsla á fitusýrum til orkumyndunar er mikilvæg. Tímalengd flestra þessara rannsókna var 2-3 vikur með ofangreindum dagskammti. Eins og áður sagði hafa fáar rannsóknir sýnt fram á bætta getu í íþróttum þegar neysla á karnitíni hefur verið aukin. Sjaldnast var meira að segja dregin sú ályktun af niðurstöðum þessara rannsókna að aukin neysla á efninu hækki styrk þess í vöðvum og er ein möguleg ástæða fyrir því að efnið frásogist illa úr þörmum.

Rannsóknir hafa einnig verið framkvæmdar til að kanna hvort karnitín hjálpi í baráttunni við aukakílóin og hvort aukin neysla valdi aukinni brennslu á fitusýrum frá fituvef líkamans. Líkt og með rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum karnitíns á árangur í íþróttum þá hefur ekki verið hægt að draga þá ályktun af niðurstöðum þessara rannsókna að aukin neysla á efninu stuðli að meiri fitubrennslu.

Oftar en ekki hefur skýringin á því að aukin neysla á karnitíni sé ekki til hagsbóta, hvorki í íþróttum né í baráttunni við offituna, verið sú að líkaminn hafi í raun nægilega mikið magn af efninu til að anna eftirspurn. Þetta á við hvort sem einstaklingurinn er kyrrsetumanneskja og tekur efnið í þeim tilgangi að losna við fitu eða að hann eða hún er keppnismaður í fremstu röð; líkaminn hefur nægilegar birgðir fyrir hvoru tveggja. Eins virðist litlu máli skipta hvort við fáum nægilegt karnitín úr fæðunni, þar sem líkaminn virðist meira að segja framleiða nóg undir þeim kringumstæðum þegar lítið eða ekkert af efninu kemur úr matnum sem við borðum.

Lítið sem ekkert hefur verið gert af því að rannsaka eituráhrif karnitíns á líkamann og ekkert er vitað um eituráhrif vegna langvarandi neyslu. Fram til þessa hefur verið talið að dagskammtur allt að 100 g hafi lítil sem engin eituráhrif. Ef farið er langt umfram 100 g á dag má búast við einhverjum óþægindum eða truflunum í meltingarvegi.

Það virðist því sem líkami heilbrigðra einstaklingar sé fær um að anna eftirspurn eftir karnitíni undir flestum kringumstæðum. Þrátt fyrir það hafa framleiðendur karnitíns reynt að telja neytendum trú um að neysla efnisins leiði af sér bætta getu í íþróttum og að aukin neysla stuðli að aukinni brennslu á fitusýrum líkamans. Þegar fyrst var byrjað að rannsaka áhrif karnitíns á árangur í íþróttum og áhrif á fitubrennslu líkamans virtist sem efnið gæti haft jákvæð áhrif. Niðurstöður nýrri rannsókna sýna að svo er ekki og því er nú talið víst að aukin neysla á karnitíni hafi engin áhrif, hvorki á getu í íþróttum né á fitubrennslu líkamans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er örlítið breytt útgáfa af umfjöllun um karnitín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi....