Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning:

Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik.
Þríhyrningur er marghyrningur gerður úr þremur slíkum strikum en ferhyrningur úr fjórum. Þessi strik geta verið mislöng en ef þau eru öll af sömu lengd og hornin milli sérhverra tveggja strika jafnstór, þá kallast marghyrningurinn reglulegur. Reglulegur marghyrningur með fjórar hliðar, það er ferhyrningur, kallast ferningur.

Samsíðungur er ferhyrningur þar sem hvorar tveggja mótlægra hliða eru samsíða.Mynd 1 er átthyrningur. Mynd 2 er óreglulegur ferhyrningur. Mynd 3 er reglulegur ferhyrningur, það er ferningur. Mynd 4 er ferhyrningur með hvorar tveggja mótlægra hliða jafnstórar, það er samsíðungur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

23.7.2010

Spyrjandi

Ástrós Ósk Jóhannesdóttir, f. 1996; Elísabet Valgerður Magnúsdóttir

Höfundur

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2010. Sótt 24. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=31188.

Vignir Már Lýðsson. (2010, 23. júlí). Hver er munurinn á ferning og ferhyrning? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31188

Vignir Már Lýðsson. „Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2010. Vefsíða. 24. jún. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31188>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Línusteypuvél

Þýsk-bandaríski uppfinningamaðurinn Ottmar Mergenthaler fann upp svonefnda línusteypuvél til að nota við prentverk og fékk einkaleyfi fyrir henni 1884. Línusteypuvél er blýsetningarvél sem setur og steypir heilar línur í einu. Tilkoma línusteypuvéla flýtti verulega fyrir setningu dagblaða. Eftir að þær komu til sögunnar var fyrst farið að gefa út dagblöð sem voru lengri en 8 síður.