Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?

Jón Már Halldórsson

Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn.

Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu en hún er algeng í lífríkinu. Svonefnt osmósuhimnuflæði er flutningur vatns inn og út úr frumu. Vatnið flyst þá í gegnum valgegndræpa himnu frá svæði þar sem styrkur vatns er meiri og yfir í svæði sem styrkur vatns er minni. Nánar er fjallað um það í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvað er osmósa?


Fiskar sem lifa alla jafna í ferskvatni draga í sig vatn en hjá sjávarfiskum streymir vatn út við osmósuhimnuflæði.

Ferskvatnsfiskar eru saltari en umhverfið og draga í sig vatn við osmósu en sölt leita út. Þeir þurfa þess vegna í sífellu að losa sig við vatn og varðveita söltin til þess að líkaminn haldi réttu seltustigi. Sjávardýr eru hins vegar aðlöguð lífi í umhverfi sem er mun selturíkari en þau sjálf. Þar er ferlið því öfugt miðað við ferskvatnsfiska, vatnið streymir út úr þeim við osmósuhimnuflæði en sölt inn við efnaflæði. Líkamsstarfsemi þeirra miðast að því að sporna gegn þessu, halda í vatnið en losa sig við söltin.

Ef þorskur eða annar sjávarfiskur er settur í ferskvatn breytast allar aðstæður. Þá er fiskurinn orðinn saltari en umhverfið þannig að vatn flæðir inn í hann og ruglar öllu vökvajafnvægi hans þar sem hann er ekki aðlagaður því að losa sig við umfram vatn eins og ferskvatnsfiskar. Fiskar sem lifa alla sína tilveru í sjó og eru settir í ferskvatn deyja vegna þessa mjög fljótt.

Meira lesefni:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.1.2009

Spyrjandi

Hörður Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2009, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31323.

Jón Már Halldórsson. (2009, 7. janúar). Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31323

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2009. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31323>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn.

Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu en hún er algeng í lífríkinu. Svonefnt osmósuhimnuflæði er flutningur vatns inn og út úr frumu. Vatnið flyst þá í gegnum valgegndræpa himnu frá svæði þar sem styrkur vatns er meiri og yfir í svæði sem styrkur vatns er minni. Nánar er fjallað um það í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvað er osmósa?


Fiskar sem lifa alla jafna í ferskvatni draga í sig vatn en hjá sjávarfiskum streymir vatn út við osmósuhimnuflæði.

Ferskvatnsfiskar eru saltari en umhverfið og draga í sig vatn við osmósu en sölt leita út. Þeir þurfa þess vegna í sífellu að losa sig við vatn og varðveita söltin til þess að líkaminn haldi réttu seltustigi. Sjávardýr eru hins vegar aðlöguð lífi í umhverfi sem er mun selturíkari en þau sjálf. Þar er ferlið því öfugt miðað við ferskvatnsfiska, vatnið streymir út úr þeim við osmósuhimnuflæði en sölt inn við efnaflæði. Líkamsstarfsemi þeirra miðast að því að sporna gegn þessu, halda í vatnið en losa sig við söltin.

Ef þorskur eða annar sjávarfiskur er settur í ferskvatn breytast allar aðstæður. Þá er fiskurinn orðinn saltari en umhverfið þannig að vatn flæðir inn í hann og ruglar öllu vökvajafnvægi hans þar sem hann er ekki aðlagaður því að losa sig við umfram vatn eins og ferskvatnsfiskar. Fiskar sem lifa alla sína tilveru í sjó og eru settir í ferskvatn deyja vegna þessa mjög fljótt.

Meira lesefni:

Mynd:...