Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?

Jón Már Halldórsson

Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því að lifa bæði í sjó og ám.

Laxinn (Salmo salar) hefur aðlagað sig á ýmsan hátt lífi bæði í sjó og ferskvatni. Til að vega upp á móti ofþornun í sjó drekkur laxinn nokkra lítra af vatni á dag sem er mjög mikið miðað við líkamsstærð. Í ferskvatni drekkur laxinn hins vegar nær ekkert.

Nýrnastarfsemin er breytileg eftir því hvort laxinn er í sjó eða ferskvatni. Í ferskvatni framleiða nýrun mikið magn af útþynntu þvagi, þar sem hlutfallsstyrkur þvagefna (e. urea) er lágur. Í ferskvatni þarf laxinn nefnilega að losna við allt vatnið sem flæðir inn í líkamann. Í sjó er nýrnavirknin í algjöru lágmarki og þvagið sem laxinn gefur frá sér er mun þéttara, enda er þá mikilvægt að laxinn sporni gegn vökvatapi.


Atlantshafslax.

Þriðja og síðasta aðlögunin sem nefnd verður hér tengist stjórnun á jafnvægi á styrk salts (NaCl) í líkama laxins. Þekjufrumur í tálknum fisksins framleiða lífhvata sem nefnist ATP-asi, en hann klýfur orkuflutningssameindina ATP. Laxinn notar orkuna sem losnar í ferlinu til að flytja Na+ og Cl- jónir með virkum hætti út úr líkama sínum. Þessi flutningur á sér stað í frumuhimnum þessara sérstöku frumna í tálknum fisksins. Orkunnar er þörf þar sem flutningur jónanna er úr veikari styrk í hærri styrk jónanna.

Þegar laxinn er í sjó eru eru Na+ og Cl- jónirnar fluttar með virkum hætti úr blóði laxins í sjóinn um tálknin en í fersku vatni þá snýst hlutverk ATP-asans við. Með þessum hætti tekst laxinum að halda saltbúskap líkamans í jafnvægi.

Þessar merkilegu aðlaganir sem hér hafa verið nefndar eru aðallega bundnar við laxfiska svo sem atlantshafslax og kyrrahafslax (Oncorhynchus sp.) en einnig sjóbleikju og sjóbirting. Laxarnir hafa það þó fram yfir frændur sína af laxfiskakyninu að aðlögunin er mun hraðari.

Þess má geta að állinn sýnir samskonar aðlögun en hann gengur til sjávar til hrygningar, ólíkt laxinum sem fer í ferskvatn til að hrygna.

Höfundur þakkar Árna Ísakssyni fv. veiðmálastjóra fyrir ýmsar gagnlegar upplýsingar við gerð þessa svars.

Meira lesefni:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.1.2009

Spyrjandi

Hörður Einarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50561.

Jón Már Halldórsson. (2009, 22. janúar). Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50561

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50561>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fer laxinn að því að lifa bæði í sjó og ferskvatni?
Við höfum áður fjallað um hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn, fiskurinn deyr fljótlega vegna þess að allt vökvajafnvægi raskast. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn? Það er þess vegna eðlilegt að menn furði sig á því hvernig laxar fari að því að lifa bæði í sjó og ám.

Laxinn (Salmo salar) hefur aðlagað sig á ýmsan hátt lífi bæði í sjó og ferskvatni. Til að vega upp á móti ofþornun í sjó drekkur laxinn nokkra lítra af vatni á dag sem er mjög mikið miðað við líkamsstærð. Í ferskvatni drekkur laxinn hins vegar nær ekkert.

Nýrnastarfsemin er breytileg eftir því hvort laxinn er í sjó eða ferskvatni. Í ferskvatni framleiða nýrun mikið magn af útþynntu þvagi, þar sem hlutfallsstyrkur þvagefna (e. urea) er lágur. Í ferskvatni þarf laxinn nefnilega að losna við allt vatnið sem flæðir inn í líkamann. Í sjó er nýrnavirknin í algjöru lágmarki og þvagið sem laxinn gefur frá sér er mun þéttara, enda er þá mikilvægt að laxinn sporni gegn vökvatapi.


Atlantshafslax.

Þriðja og síðasta aðlögunin sem nefnd verður hér tengist stjórnun á jafnvægi á styrk salts (NaCl) í líkama laxins. Þekjufrumur í tálknum fisksins framleiða lífhvata sem nefnist ATP-asi, en hann klýfur orkuflutningssameindina ATP. Laxinn notar orkuna sem losnar í ferlinu til að flytja Na+ og Cl- jónir með virkum hætti út úr líkama sínum. Þessi flutningur á sér stað í frumuhimnum þessara sérstöku frumna í tálknum fisksins. Orkunnar er þörf þar sem flutningur jónanna er úr veikari styrk í hærri styrk jónanna.

Þegar laxinn er í sjó eru eru Na+ og Cl- jónirnar fluttar með virkum hætti úr blóði laxins í sjóinn um tálknin en í fersku vatni þá snýst hlutverk ATP-asans við. Með þessum hætti tekst laxinum að halda saltbúskap líkamans í jafnvægi.

Þessar merkilegu aðlaganir sem hér hafa verið nefndar eru aðallega bundnar við laxfiska svo sem atlantshafslax og kyrrahafslax (Oncorhynchus sp.) en einnig sjóbleikju og sjóbirting. Laxarnir hafa það þó fram yfir frændur sína af laxfiskakyninu að aðlögunin er mun hraðari.

Þess má geta að állinn sýnir samskonar aðlögun en hann gengur til sjávar til hrygningar, ólíkt laxinum sem fer í ferskvatn til að hrygna.

Höfundur þakkar Árna Ísakssyni fv. veiðmálastjóra fyrir ýmsar gagnlegar upplýsingar við gerð þessa svars.

Meira lesefni:

Mynd: