Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?

Helga Lára Guðmundsdóttir

Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn.

Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur. Þar var lagt fram frumvarp frá dönsku stjórninni sem boðaði innlimun Íslands í danska ríkið, landið skyldi verða sérstök stjórnsýslueining í danska ríkinu, danska stjórnarskráin skyldi gilda hér á landi og Íslendingar skyldu kjósa fulltrúa á danska þingið.



Þjóðfundurinn. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal.

Nefnd var skipuð til að fjalla um frumvarpið og vildi meirihluti hennar að það yrði fellt, enda í litlu samræmi við óskir Íslendinga. Þess í stað lagði nefndin fram nýtt frumvarp sem byggði á hugmyndum Jóns Sigurðssonar sem hann hafði áður sett fram. Þar var gert ráð fyrir nær algjöru sjálfstæði en sameiginlegum konungi sem hefði löggjafarvald ásamt Alþingi.

Ljóst var að meirihluti fundarmanna studdi frumvarp Jóns og samherja hans. Trampe greifi, fulltrúi konungs á fundinum, vildi hins vegar ekki taka frumvarpið til umræðu og sleit fundinum í nafni konungs. Jón var ekki sáttur við þessi málalok og sagði þá: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Þá stóðu flestir þingmenn á fætur og sögðu einum rómi: „Vér mótmælum allir“.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

24.6.2009

Spyrjandi

Böðvar Guðmundsson, f. 1993

Tilvísun

Helga Lára Guðmundsdóttir. „Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2009, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31349.

Helga Lára Guðmundsdóttir. (2009, 24. júní). Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31349

Helga Lára Guðmundsdóttir. „Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2009. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn.

Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur. Þar var lagt fram frumvarp frá dönsku stjórninni sem boðaði innlimun Íslands í danska ríkið, landið skyldi verða sérstök stjórnsýslueining í danska ríkinu, danska stjórnarskráin skyldi gilda hér á landi og Íslendingar skyldu kjósa fulltrúa á danska þingið.



Þjóðfundurinn. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal.

Nefnd var skipuð til að fjalla um frumvarpið og vildi meirihluti hennar að það yrði fellt, enda í litlu samræmi við óskir Íslendinga. Þess í stað lagði nefndin fram nýtt frumvarp sem byggði á hugmyndum Jóns Sigurðssonar sem hann hafði áður sett fram. Þar var gert ráð fyrir nær algjöru sjálfstæði en sameiginlegum konungi sem hefði löggjafarvald ásamt Alþingi.

Ljóst var að meirihluti fundarmanna studdi frumvarp Jóns og samherja hans. Trampe greifi, fulltrúi konungs á fundinum, vildi hins vegar ekki taka frumvarpið til umræðu og sleit fundinum í nafni konungs. Jón var ekki sáttur við þessi málalok og sagði þá: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Þá stóðu flestir þingmenn á fætur og sögðu einum rómi: „Vér mótmælum allir“.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....