Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiHagfræðiHverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær?
Á vef Hagstofu Íslands má sjá að áætlað er að árið 2001 hafi ferða- og dvalarkostnaður útlendinga á Íslandi verið um 22,9 milljarðar króna. Þá er áætlað að tekjur íslenskra flugfélaga af erlendum ferðamönnum það ár hafi verið 14,8 milljarðar króna. Samtals gerir þetta um 37,7 milljarða króna. Það voru ríflega 12% af tekjum Íslendinga af útfluttum vörum og þjónustu (gjaldeyristekjum) og um 5% af landsframleiðslu.
Á þessa mælikvarða hefur vægi þjónustu við erlenda ferðamenn fyrir þjóðarbúskapinn um það bil þrefaldast á tveimur áratugum. Íslendingar verja vitaskuld einnig talsverðu fé til ferðalaga út fyrir landsteinana og þetta sama ár var áætlað að ferða- og dvalarkostnaður Íslendinga í útlöndum hefði verið um 36,4 milljarðar króna.
Ef gistinætur á hótelum eru taldar sést að Bretar verja hér mestum tíma. Árið 2001 sváfu þeir um 113 þúsund nætur á íslenskum hótelum, sem þýðir að það sváfu að meðaltali um 320 Bretar á íslenskum hótelum hverja einustu nótt ársins. Það voru 18,8% allra gistinátta útlendinga hérlendis. Næstir komu Bandaríkjamenn með 16,5% og þá Þjóðverjar með 15,0%. Hinar Norðurlandaþjóðirnar voru til samans með um 23,7% gistinátta.
Fjöldi gistinátta gefur einhverja vísbendingu um það hvernig eyðsla útlendinga hefur skipst. Þó er rétt að hafa í huga að útgjöld þeirra skiptast ekki alveg í hlutfalli við gistingu og að einnig gista erlendir ferðamenn í tjöldum, húsbílum, heimahúsum og víðar.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Gylfi Magnússon. „Hverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2003, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3174.
Gylfi Magnússon. (2003, 26. febrúar). Hverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3174
Gylfi Magnússon. „Hverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2003. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3174>.