En hægari taugaleiðni er ekki ástæðan fyrir því að aldraðir keyra oft hægar en yngra fólk. Það þarf ekki hröð viðbrögð til að stíga með hægra fæti á bensíngjöfina og keyra sífellt hraðar og hraðar. Fæst gatnakerfi eru hins vegar hönnuð eingöngu með beinum vegum: Hringtorg, gatnamót, aðreinar, beygjur, umferðarljós; allt krefst þetta viðbragða frá ökumönnum. Þeim mun hraðar sem við ökum þeim mun hraðari þurfa viðbrögð okkar í umferðinni að vera.
Það er þess vegna fyrst og fremst varkárni eldra fólks í umferðinni sem gerir það að verkum að það keyrir stundum hægar en aðrir. Í raun og veru gætu aldraðir keyrt alveg jafn hratt og aðrir, en þá væru bílslys líklega tíðari en nú er. Ef Formula 1 kappaksturinn færi fram á beinum brautum þar sem aldrei þyrfti að sveigja hjá öðrum ökumönnum væri eins líklegt að fremstur þar í flokki þar væri afi Michaels Schumacher.
Þeir sem vilja lesa nánar um áhrif öldrunar á taugakerfið er bent á að lesa svar við spurningunni:- Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið? (Helga Hansdóttir)
- Af hverju takast kappakstursbílar ekki á loft þegar þeir eru komnir á fulla ferð? (Þorsteinn Vilhjálmsson)
- Hvað munar miklu á hraða á bíl í kappakstri og manni í skíðastökki? (Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson)