
Íbúar Álandseyja eru tæplega 27.000 og býr um þriðjungur þeirra í höfuðstaðnum Maríuhöfn (Mariehman) á eyjunni Fasta Áland. Helstu atvinnuvegir á eyjunum eru landbúnaður (grænmetis- og kvikfjárrækt ), siglingar, smáiðnaður og ferðaþjónusta. Um eða yfir 95% fólks á Álandseyjum hefur sænsku sem móðurmál þrátt fyrir að landið heyri undir Finnland. Um aldir tilheyrðu eyjurnar Svíþjóð en 1809 komust þær undir rússnesk yfirráð ásamt Finnlandi og urðu hluti af finnska stórfurstadæminu. Eyjurnar fylgdu Finnlandi þegar það fékk sjálfstæði 1917 en fengu sjálfsstjórn árið 1921. Álandseyjar eru hluti af Norðurlöndunum, þær eru aðilar að Evrópusambandinu og gjaldmiðillinn þar er evra. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum Heimildir og mynd:
- Álandseyjar á Wikipedia (íslensk útgáfa)
- Åland Islands á Wikipedia (ensk útgáfa)
- Åland á Norden
- Norðurlönd
- Mynd: NASA Visible Earth
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.