Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?

Sigurður Guðmundsson

Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda foreldra gagnvart barninu er jöfn – sjá til dæmis 2. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.

Tilvik þar sem kynforeldrar barns fara ekki með forsjá þess eru til dæmis þegar barn hefur verið ættleitt, foreldrar hafa þurft að þola forsjársviptingu barns eða vegna þess að barni hefur verið komið fyrir í fóstur með samþykki foreldra og barnsins sjálfs á grundvelli 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Örfáar undantekningar eru frá meginreglu barnalaga nr. 20/1992. Ein slík kemur fram í 25. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar, en þar segir í 1. málsgrein um réttaráhrif ættleiðingar:
Við ættleiðingu öðlast kjörbarn sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum, ættmennum þeirra og þeim sem eru í kjörsifjum við þá eins og væri það eigið barn kjörforeldra, nema lög mæli annan veg. Frá sama tíma falla niður lagatengsl barnsins við kynforeldra þess, önnur ættmenni og þá sem eru í kjörsifjum við þá, nema lög kveði öðruvísi á.
Einnig kemur fram undantekning í 89. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar segir í kafla um skiptingu kostnaðar af barnaverndarstarfi: “Foreldri sem hefur verið svipt forsjá barns síns með dómi er ekki skylt að framfæra það”. Um forsjársviptingu er fjallað í 29. gr. barnaverndarlaga og verður hún ekki gerð nema með dómi.

Heimild:
  • Davíð Þór Björgvinsson, Barnaréttur, Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1995.

Mynd: KeepKidsHealthy.com

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

5.3.2003

Spyrjandi

Sonja Dröfn

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3200.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 5. mars). Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3200

Sigurður Guðmundsson. „Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3200>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?
Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda foreldra gagnvart barninu er jöfn – sjá til dæmis 2. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.

Tilvik þar sem kynforeldrar barns fara ekki með forsjá þess eru til dæmis þegar barn hefur verið ættleitt, foreldrar hafa þurft að þola forsjársviptingu barns eða vegna þess að barni hefur verið komið fyrir í fóstur með samþykki foreldra og barnsins sjálfs á grundvelli 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Örfáar undantekningar eru frá meginreglu barnalaga nr. 20/1992. Ein slík kemur fram í 25. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar, en þar segir í 1. málsgrein um réttaráhrif ættleiðingar:
Við ættleiðingu öðlast kjörbarn sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum, ættmennum þeirra og þeim sem eru í kjörsifjum við þá eins og væri það eigið barn kjörforeldra, nema lög mæli annan veg. Frá sama tíma falla niður lagatengsl barnsins við kynforeldra þess, önnur ættmenni og þá sem eru í kjörsifjum við þá, nema lög kveði öðruvísi á.
Einnig kemur fram undantekning í 89. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar segir í kafla um skiptingu kostnaðar af barnaverndarstarfi: “Foreldri sem hefur verið svipt forsjá barns síns með dómi er ekki skylt að framfæra það”. Um forsjársviptingu er fjallað í 29. gr. barnaverndarlaga og verður hún ekki gerð nema með dómi.

Heimild:
  • Davíð Þór Björgvinsson, Barnaréttur, Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1995.

Mynd: KeepKidsHealthy.com...