Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

MBS

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?

Einn fylgifiskur Down-heilkennis er skert frjósemi. Lengi vel var talið að karlar með Down-heilkenni væru með öllu ófrjóir. Í dag eru hins vegar þekkt örfá dæmi þess að karlar með litningagallann hafi feðrað börn, en þetta virðist þó heyra til algjörra undantekninga.

Konur með Down-heilkennið hafa ekki jafn skerta frjósemi og karlar. Þó nokkur dæmi eru um að konur með litningagallann hafi orðið ófrískar og eignast börn en þó er mun algengara að slík frjóvgun endi með fósturláti. Ef meðgangan nær fram að ganga fylgir henni töluverð áhætta. Konur með Down-heilkenni þjást af ýmsum líkamlegum kvillum en tíðni hjarta-, skjaldkirtils- og lifrarsjúkdóma er há og einnig eru flogaköst algeng. Áhættan er einnig mikil fyrir fóstrið. Hjartagallar eru algengir og einnig er há tíðni andvana fæðinga og ungbarnadauða. Fyrirburafæðingar eru einnig algengar og fæðingarþyngd er venjulega lág.

Það eru þó fleiri hættur sem fylgja því að fólk með Down-heilkenni eignist börn. Líkurnar á því að barnið verði einnig með Down-heilkenni þegar annað foreldrið er með litningagallann eru á bilinu 35-50%. Þessar líkur eru ennþá hærri ef báðir foreldrar eru með heilkennið. Einnig eru auknar líkur á því að barnið fæðist með andlega eða líkamlega fötlun.

Einnig er vert að hafa í huga að greindarskerðing fólks með Down-heilkenni getur gert því erfitt fyrir að hugsa um og ala upp barn. Það er því nauðsynlegt að foreldrar með Down-heilkenni njóti mikils stuðnings og aðstoðar og séu undir góðu eftirliti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2008

Spyrjandi

Anton Guðjónsson

Tilvísun

MBS. „Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2008, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=32087.

MBS. (2008, 19. maí). Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=32087

MBS. „Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2008. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=32087>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?
Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?

Einn fylgifiskur Down-heilkennis er skert frjósemi. Lengi vel var talið að karlar með Down-heilkenni væru með öllu ófrjóir. Í dag eru hins vegar þekkt örfá dæmi þess að karlar með litningagallann hafi feðrað börn, en þetta virðist þó heyra til algjörra undantekninga.

Konur með Down-heilkennið hafa ekki jafn skerta frjósemi og karlar. Þó nokkur dæmi eru um að konur með litningagallann hafi orðið ófrískar og eignast börn en þó er mun algengara að slík frjóvgun endi með fósturláti. Ef meðgangan nær fram að ganga fylgir henni töluverð áhætta. Konur með Down-heilkenni þjást af ýmsum líkamlegum kvillum en tíðni hjarta-, skjaldkirtils- og lifrarsjúkdóma er há og einnig eru flogaköst algeng. Áhættan er einnig mikil fyrir fóstrið. Hjartagallar eru algengir og einnig er há tíðni andvana fæðinga og ungbarnadauða. Fyrirburafæðingar eru einnig algengar og fæðingarþyngd er venjulega lág.

Það eru þó fleiri hættur sem fylgja því að fólk með Down-heilkenni eignist börn. Líkurnar á því að barnið verði einnig með Down-heilkenni þegar annað foreldrið er með litningagallann eru á bilinu 35-50%. Þessar líkur eru ennþá hærri ef báðir foreldrar eru með heilkennið. Einnig eru auknar líkur á því að barnið fæðist með andlega eða líkamlega fötlun.

Einnig er vert að hafa í huga að greindarskerðing fólks með Down-heilkenni getur gert því erfitt fyrir að hugsa um og ala upp barn. Það er því nauðsynlegt að foreldrar með Down-heilkenni njóti mikils stuðnings og aðstoðar og séu undir góðu eftirliti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...