Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?

EDS

Down-heilkenni (e. Down's syndrome) er erfðagalli sem stafar af því að aukalitningur er til staðar í frumum líkamans. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga í 23 pörum en einstaklingar með Down-heilkenni hafa þrjú eintök af litningi 21 og eru því alls með 47 litninga.

Aukalitninginn má rekja til mistaka við myndun annarrar kynfumunnar, í flestum tilfellum eggsins, sem hefur þá tvö eintök af litningi 21. Okfruman sem verður til þegar slík kynfruma tekur þátt í frjóvgun hefur þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja og barnið sem upp af henni vex verður með Down-heilkenni. Hægt er að lesa meira um kynfrumur og okfrumur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verðum við til?

Það hvort einstaklingur er með Down-heilkenni eða ekki ræðst því við getnað og breytist ekki eftir það.

Nánar má lesa um Down-heilkenni í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum? og í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.9.2004

Spyrjandi

Emilía Bjarnason, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?“ Vísindavefurinn, 15. september 2004, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4511.

EDS. (2004, 15. september). Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4511

EDS. „Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2004. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's syndrome) er erfðagalli sem stafar af því að aukalitningur er til staðar í frumum líkamans. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga í 23 pörum en einstaklingar með Down-heilkenni hafa þrjú eintök af litningi 21 og eru því alls með 47 litninga.

Aukalitninginn má rekja til mistaka við myndun annarrar kynfumunnar, í flestum tilfellum eggsins, sem hefur þá tvö eintök af litningi 21. Okfruman sem verður til þegar slík kynfruma tekur þátt í frjóvgun hefur þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja og barnið sem upp af henni vex verður með Down-heilkenni. Hægt er að lesa meira um kynfrumur og okfrumur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verðum við til?

Það hvort einstaklingur er með Down-heilkenni eða ekki ræðst því við getnað og breytist ekki eftir það.

Nánar má lesa um Down-heilkenni í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum? og í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?...