Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er geispi smitandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu.

Svo er að sjá sem við séum enn fjær því að skilja hvers vegna geispi virðist smitandi, en staðreyndin er sú að meira en helmingur fólks geispar innan við fimm mínútum eftir að hafa séð einhvern annan geispa. Geispi „smitast“ þó ekki aðeins með „sjón“ heldur getur dugað að heyra í geispa eða jafnvel bara lesa eða hugsa um hann til þess að byrja sjálfur að geispa.



Það eru ekki bara mennirnir sem geispa heldur líka dýr eins og hundar, kettir og jafnvel fiskar. Ein þeirra skýringa sem komið hafa fram á því hvers vegna geispi er smitandi tengist þeirri hugmynd að þetta sé ákveðin samskiptaleið dýra til að koma á framfæri upplýsingum um breyttar aðstæður annaðhvort í umhverfinu eða hjá dýrinu sjálfu. Út frá þessari skýringu er líklegt að smitandi áhrif geispa sé hluti af samskiptum innan hóps dýra, jafnvel einhvers konar samhæfð eða samstillt hegðun. Sé þetta raunin þá er geispi hjá mönnum leifar hegðunar eða viðbragða sem hefur tapað tilgangi sínum þegar tegundin þróaðist og hefur enga sérstaka merkingu nú í dag.

Önnur skýring á því hvers vegna geispi breiðist út í hópi fólks tengist þeirri kenningu að geispi sé leið líkamans til þess að ná sér í aukið súrefni eða losa sig við uppsafnað koldíoxíð. Hugmyndin er á þá leið að þar sem stærri hópur framleiði meira af koldíoxíð þá förum við að geispa þegar við erum innan um fólk til þess að losa okkur við koldíoxíð, en komum þá jafnframt af stað einhverskonar keðjuverkun og hinir fara að geispa líka.

Rannsóknir hafa þó sýnt að aukið súrefni dregur ekki úr geispa og minni styrkur koldíoxíðs kemur heldur ekki í veg fyrir geispa. Sé það rétt gengur skýringin á smiti geispa vegna aukins styrks á koldíoxíði í umhverfinu ekki upp.

Vísindin eiga enn eftir að koma með fullnægjandi skýringu á því hvers vegna geispi er smitandi. En gaman væri að vita hversu margir lesendur geispuðu á meðan þeir lásu þetta svar.

Heimildir og mynd:

Margir hafa spurt um það hvers vegna geispi er smitandi. Aðrir spyrjendur sem sent hafa inn sömu eða sambærilega spurningu eru:
Jónína Rut, Margrét Helgadóttir, Alexander Freyr Einarsson, Ari Egilsson og Hafsteinn Einarsson.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.3.2003

Spyrjandi

Hlynur Óskarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna er geispi smitandi?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2003, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3233.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 13. mars). Hvers vegna er geispi smitandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3233

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna er geispi smitandi?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2003. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3233>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er geispi smitandi?
Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu.

Svo er að sjá sem við séum enn fjær því að skilja hvers vegna geispi virðist smitandi, en staðreyndin er sú að meira en helmingur fólks geispar innan við fimm mínútum eftir að hafa séð einhvern annan geispa. Geispi „smitast“ þó ekki aðeins með „sjón“ heldur getur dugað að heyra í geispa eða jafnvel bara lesa eða hugsa um hann til þess að byrja sjálfur að geispa.



Það eru ekki bara mennirnir sem geispa heldur líka dýr eins og hundar, kettir og jafnvel fiskar. Ein þeirra skýringa sem komið hafa fram á því hvers vegna geispi er smitandi tengist þeirri hugmynd að þetta sé ákveðin samskiptaleið dýra til að koma á framfæri upplýsingum um breyttar aðstæður annaðhvort í umhverfinu eða hjá dýrinu sjálfu. Út frá þessari skýringu er líklegt að smitandi áhrif geispa sé hluti af samskiptum innan hóps dýra, jafnvel einhvers konar samhæfð eða samstillt hegðun. Sé þetta raunin þá er geispi hjá mönnum leifar hegðunar eða viðbragða sem hefur tapað tilgangi sínum þegar tegundin þróaðist og hefur enga sérstaka merkingu nú í dag.

Önnur skýring á því hvers vegna geispi breiðist út í hópi fólks tengist þeirri kenningu að geispi sé leið líkamans til þess að ná sér í aukið súrefni eða losa sig við uppsafnað koldíoxíð. Hugmyndin er á þá leið að þar sem stærri hópur framleiði meira af koldíoxíð þá förum við að geispa þegar við erum innan um fólk til þess að losa okkur við koldíoxíð, en komum þá jafnframt af stað einhverskonar keðjuverkun og hinir fara að geispa líka.

Rannsóknir hafa þó sýnt að aukið súrefni dregur ekki úr geispa og minni styrkur koldíoxíðs kemur heldur ekki í veg fyrir geispa. Sé það rétt gengur skýringin á smiti geispa vegna aukins styrks á koldíoxíði í umhverfinu ekki upp.

Vísindin eiga enn eftir að koma með fullnægjandi skýringu á því hvers vegna geispi er smitandi. En gaman væri að vita hversu margir lesendur geispuðu á meðan þeir lásu þetta svar.

Heimildir og mynd:

Margir hafa spurt um það hvers vegna geispi er smitandi. Aðrir spyrjendur sem sent hafa inn sömu eða sambærilega spurningu eru:
Jónína Rut, Margrét Helgadóttir, Alexander Freyr Einarsson, Ari Egilsson og Hafsteinn Einarsson.
...