Sólin Sólin Rís 10:40 • sest 15:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:59 • Sest 15:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:52 • Síðdegis: 14:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:03 • Síðdegis: 20:38 í Reykjavík

Hvers vegna geispum við?

Bergþór Björnsson

Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.
Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meginkenningar um það hvers vegna við geispum.

Í fyrsta lagi er lífeðlisfræðileg skýring sem felst í því að dýr geispi til að ná meira súrefni inn í líkamann eða til að losa líkamann við koldíoxíð, sem verður til við öndun og orkumyndun í líkamanum. Samkvæmt þessari skýringu geispum við þegar syfja sækir að vegna þess að þá verði öndun hægari og því vanti líkamann súrefni og þurfi að losna við koldíoxíð.

Önnur skýring er svokölluð leiðindaskýring sem gengur út á að við geispum vegna leiðinda. Hvernig þessi skýring svarar spurningunni er erfitt að sjá nema við getum gefið okkur að það sé leiðinlegt að finna til syfju.

Í þriðja lagi er það þróunarkenningin sem segir að geispi sé til þess að sýna tennurnar. Hins vegar er erfitt að tengja það við syfju.

Geispar hafa verið rannsakaðir talsvert mikið og það merkilega er að um er að ræða blöndu ósjálfráðs viðbragðs og sjálfráðrar hreyfingar. Þannig þekkja eflaust margir hvernig geispar koma af sjálfu sér en einnig það að hægt er að halda þeim niðri ef aðstæður krefjast þess og jafnvel framkalla þá ef þörf er á.

Maður að nafni Provine hefur rannsakað geispa talsvert og telur hann sig hafa afsannað allar þessar kenningar. Við rannsóknir sínar hefur hann meðal annars kannað hvort geispar tengist öðrum athöfnum mannsins. Á grundvelli þess að geispar tengjast gjarnan því að fólk teygir úr sér hefur hann sett fram fjórðu kenninguna sem er að geispi sé í raun teygjuhreyfing fyrir andlitið.Skoðið einnig þessi svör á Vísindavefnum:

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2000

Spyrjandi

Lovísa Hallgrímsdóttir og fleiri

Tilvísun

Bergþór Björnsson. „Hvers vegna geispum við?“ Vísindavefurinn, 17. október 2000. Sótt 29. nóvember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=996.

Bergþór Björnsson. (2000, 17. október). Hvers vegna geispum við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=996

Bergþór Björnsson. „Hvers vegna geispum við?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2000. Vefsíða. 29. nóv. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=996>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna geispum við?

Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.
Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meginkenningar um það hvers vegna við geispum.

Í fyrsta lagi er lífeðlisfræðileg skýring sem felst í því að dýr geispi til að ná meira súrefni inn í líkamann eða til að losa líkamann við koldíoxíð, sem verður til við öndun og orkumyndun í líkamanum. Samkvæmt þessari skýringu geispum við þegar syfja sækir að vegna þess að þá verði öndun hægari og því vanti líkamann súrefni og þurfi að losna við koldíoxíð.

Önnur skýring er svokölluð leiðindaskýring sem gengur út á að við geispum vegna leiðinda. Hvernig þessi skýring svarar spurningunni er erfitt að sjá nema við getum gefið okkur að það sé leiðinlegt að finna til syfju.

Í þriðja lagi er það þróunarkenningin sem segir að geispi sé til þess að sýna tennurnar. Hins vegar er erfitt að tengja það við syfju.

Geispar hafa verið rannsakaðir talsvert mikið og það merkilega er að um er að ræða blöndu ósjálfráðs viðbragðs og sjálfráðrar hreyfingar. Þannig þekkja eflaust margir hvernig geispar koma af sjálfu sér en einnig það að hægt er að halda þeim niðri ef aðstæður krefjast þess og jafnvel framkalla þá ef þörf er á.

Maður að nafni Provine hefur rannsakað geispa talsvert og telur hann sig hafa afsannað allar þessar kenningar. Við rannsóknir sínar hefur hann meðal annars kannað hvort geispar tengist öðrum athöfnum mannsins. Á grundvelli þess að geispar tengjast gjarnan því að fólk teygir úr sér hefur hann sett fram fjórðu kenninguna sem er að geispi sé í raun teygjuhreyfing fyrir andlitið.Skoðið einnig þessi svör á Vísindavefnum:...