Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?

Sóley S. Bender

Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986).

Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn af einhverjum, haldast í hendur eða kyssa einhvern leiðir ekki til ófrjósemi. Hins vegar gegnir allt öðru máli ef átt er við hvort kynmök fyrir kynþroska geti leitt til ófrjósemi. Mun ég ganga út frá þeim skilningi hér.

Einnig er mikilvægt að skoða hvað átt er við með ófrjósemi. Almenn skilgreining á ófrjósemi á við um það að hafa haft kynmök í að minnsta kosti eitt ár án notkunar getnaðarvarna, án þess að það hafi leitt til þungunar (Bobak, Jensen og Zalar, 1989).

Stúlka sem hefur kynmök, á hvaða aldri sem hún er, getur fengið kynsjúkdóm frá einstaklingi sem er smitaður. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er orðin kynþroska eða ekki, smit af völdum kynsjúkdóma getur haft áhrif á frjósemi hennar síðar meir.Undir öllum venjulegum kringumstæðum fæðist stúlkubarn með leggöng, leg, eggjaleiðara og eggjastokka. Öll þessi líffæri eru til staðar frá byrjun en við kynþroskann fer kerfið í gang, líffærin stækka og líkami stúlkunnar, undir stjórn hormóna, fer að framleiða egg sem gerir það að verkum að hún er orðin frjósöm (Neinstein, 1991).

Varðandi frjósemina skipta margir samverkandi þættir máli og eru eggjaleiðararnir einkum mikilvægir. Þeir eru eins konar tengibraut á milli eggjastokka og legs. Eggjastokkarnir framleiða egg sem losna þaðan einu sinni í tíðahring. Ef frjóvgun, það er samruni eggs og sáðfrumu, á sér stað verður hún yfirleitt í eggjaleiðurum (Bobak, Jensen og Zalar, 1989).

Ein af ástæðum fyrir ófrjósemi getur verið vegna sýkingar í grindarholi konunnar, sem getur stafað af kynsjúkdómi eins og klamydíu (Hyde og DeLamater, 2000). Það sem getur gerst eftir kynmök við smitaðan einstakling er að sýkingin breiðist til eggjaleiðara. Þar getur hún valdið bólgu sem leitt getur til samgróninga, það er að segja veggir eggjaleiðaranna gróa saman sem gerir það að verkum að þeir geta lokast.

Ef lokunin verður algjör þýðir það að ef egg losnar frá eggjastokkunum þá kemst það ekki leiðar sinnar inni í eggjaleiðurunum. Sáðfrumur komast heldur ekki fram hjá stíflunni hinum megin frá til að geta frjóvgað það. Undir þessum kringumstæðum hefur sýkingin leitt til ófrjósemi.

Meta þarf hverju sinni hvers eðlis ófrjósemi er og hvaða leiðir séu mögulegar til að kona geti orðið þunguð.

Tilvísanir:
  • Bobak, I.M., Jensen, M.D. og Zalar, M.K. (1989). Maternity and gynecologic care. The nurse and the family. Toronto: The C.V. Mosby Company.
  • Forliti, J., Kapp, L., Naughton, S. og Young, L. (1986). Human sexuality: Values and choices. Minneapolis: Search Institute.
  • Hyde, J.S. og DeLamater, J. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: Mc Graw Hill.
  • Neinstein, L.S. (1991). Adolescent health care. Baltimore: Urban & Schwarzenberg.
Skoðið einnig önnur svör um kynlíf eftir sama höfund:

Mynd: Reproductive medicine - informing women of alternatives

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

6.5.2003

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2003. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3392.

Sóley S. Bender. (2003, 6. maí). Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3392

Sóley S. Bender. „Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2003. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3392>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?
Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986).

Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn af einhverjum, haldast í hendur eða kyssa einhvern leiðir ekki til ófrjósemi. Hins vegar gegnir allt öðru máli ef átt er við hvort kynmök fyrir kynþroska geti leitt til ófrjósemi. Mun ég ganga út frá þeim skilningi hér.

Einnig er mikilvægt að skoða hvað átt er við með ófrjósemi. Almenn skilgreining á ófrjósemi á við um það að hafa haft kynmök í að minnsta kosti eitt ár án notkunar getnaðarvarna, án þess að það hafi leitt til þungunar (Bobak, Jensen og Zalar, 1989).

Stúlka sem hefur kynmök, á hvaða aldri sem hún er, getur fengið kynsjúkdóm frá einstaklingi sem er smitaður. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi er orðin kynþroska eða ekki, smit af völdum kynsjúkdóma getur haft áhrif á frjósemi hennar síðar meir.Undir öllum venjulegum kringumstæðum fæðist stúlkubarn með leggöng, leg, eggjaleiðara og eggjastokka. Öll þessi líffæri eru til staðar frá byrjun en við kynþroskann fer kerfið í gang, líffærin stækka og líkami stúlkunnar, undir stjórn hormóna, fer að framleiða egg sem gerir það að verkum að hún er orðin frjósöm (Neinstein, 1991).

Varðandi frjósemina skipta margir samverkandi þættir máli og eru eggjaleiðararnir einkum mikilvægir. Þeir eru eins konar tengibraut á milli eggjastokka og legs. Eggjastokkarnir framleiða egg sem losna þaðan einu sinni í tíðahring. Ef frjóvgun, það er samruni eggs og sáðfrumu, á sér stað verður hún yfirleitt í eggjaleiðurum (Bobak, Jensen og Zalar, 1989).

Ein af ástæðum fyrir ófrjósemi getur verið vegna sýkingar í grindarholi konunnar, sem getur stafað af kynsjúkdómi eins og klamydíu (Hyde og DeLamater, 2000). Það sem getur gerst eftir kynmök við smitaðan einstakling er að sýkingin breiðist til eggjaleiðara. Þar getur hún valdið bólgu sem leitt getur til samgróninga, það er að segja veggir eggjaleiðaranna gróa saman sem gerir það að verkum að þeir geta lokast.

Ef lokunin verður algjör þýðir það að ef egg losnar frá eggjastokkunum þá kemst það ekki leiðar sinnar inni í eggjaleiðurunum. Sáðfrumur komast heldur ekki fram hjá stíflunni hinum megin frá til að geta frjóvgað það. Undir þessum kringumstæðum hefur sýkingin leitt til ófrjósemi.

Meta þarf hverju sinni hvers eðlis ófrjósemi er og hvaða leiðir séu mögulegar til að kona geti orðið þunguð.

Tilvísanir:
  • Bobak, I.M., Jensen, M.D. og Zalar, M.K. (1989). Maternity and gynecologic care. The nurse and the family. Toronto: The C.V. Mosby Company.
  • Forliti, J., Kapp, L., Naughton, S. og Young, L. (1986). Human sexuality: Values and choices. Minneapolis: Search Institute.
  • Hyde, J.S. og DeLamater, J. (2000). Understanding human sexuality (7. útg.). New York: Mc Graw Hill.
  • Neinstein, L.S. (1991). Adolescent health care. Baltimore: Urban & Schwarzenberg.
Skoðið einnig önnur svör um kynlíf eftir sama höfund:

Mynd: Reproductive medicine - informing women of alternatives...