Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?

Sævar Helgi Bragason

Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, furstadæmi og ríki sem höfðu sjálfstjórnarrétt. Þetta voru hin svonefndu "innanríki" og var Rajkot eitt slíkra.

Faðir Gandhis lést skömmu áður en Gandhi lauk námi. Þrettán ára kvæntist hann konu sinni Kasturbu sem var enn yngri en hann. Árið 1888 hélt Gandhi í laganám til Englands, þvert gegn vilja margra eldri meðlima fjölskyldunnar. Sagan segir að móðir hans, sem var mjög guðhrædd kona, hafi látið hann sverja þess eið að láta áfengi, konur, kjöt og aðrar slíkar freistingar vera, á meðan hann dvaldi í Englandi. Gandhi hélt til Lundúna og skyldi eftir sig son, Harilal, sem þá var aðeins nokkurra mánaða gamall.

Segja má að Lundúnadvöl Gandhis hafi ráðið framtíð hans því þar hitti hann fyrir menn sem lifðu afar fábrotnu lífi. Gandhi hreifst mjög af þeim og boðskap þeirra. Árið 1891 lauk hann lagaprófi frá Lundúnarháskóla og þótti mjög hæfur lögfræðingur. Síðar sama ár hélt Gandhi aftur heim til Indlands.


Gandhi ásamt konu sinni, Kasturbu.

Ári eftir útskrift tók Gandhi tilboði Dada Abdulla, indversks viðskiptajöfurs í Suður-Afríku, um að starfa sem lagalegur ráðgjafi Abdulla. Dvölin átti að vera stutt en varð mun lengri en Gandhi ætlaði sér, og samanlagt dvaldi hann þar í rúmlega 20 ár. Í Suður-Afríku komst Gandhi að því að Indverjar þar bjuggu við mjög bág kjör. Þeir voru nánast réttindalausir, almennt kallaðir niðrandi nöfnum og jafnvel ekki mennskir í augum Evrópumanna.

Gandhi fór ekki varhluta af hatrinu, til dæmis var honum hent af fyrsta farrými lestar í Pietermaritzburt, jafnvel þótt hann hefði gildan farmiða í fórum sér. Í Suður-Afríku kom Gandhi fram með hugtakið satyagraha, sem felur í sér einarða en ofbeldislausa andspyrnu við ákveðnu afli eða óvin. Gandhi lýsti sjálfum sér hins vegar framar öðru sem manni í leit að satya (sannleikanum), sem ekki var hægt að ná með neinum öðrum hætti en ahimsa (ást) og brahmacharya (einlífi með Guði). Sjálfur ætlaði Gandhi sér að gera tilraunir í lífinu með því að ryðja fram notkun á satyagraha á þann hátt að láta kúgarann og fórnarlambið þekkja sameiginleg tengsl sín og manngæsku, eða eins og hann orðaði það sjálfur: "frelsi er aðeins frelsi þegar það er ódeilanlegt".

Gandhi hélt til Indlands snemma árs 1915 og yfirgaf landið aldrei aftur, ef frá er talin stutt Evrópuferð árið 1931. Þá var Gandhi alls ekki ókunnur aðstæðum Indverja, en fylgdi engu að síður ráðum stjórnmálalegs leiðbeinanda síns, Gokhale, og tók svo sjálfur til við að afla sér þekkingar á aðstæðunum.

Gandhi ferðaðist á nokkrum árum vítt og breitt um Indland og blandaði sér stundum í staðbundar deilur, nokkurs konar nágrannaerjur á Indlandi. Sem dæmi má nefna baráttu verkamanna á plantekrum gegn kúgandi vinnuaðstæðum í Champaran í Bíhar og í Ahmedabad þar sem ósætti hafði komið upp milli stjórnenda og vinnumanna í vefnaðarverksmiðjum. Með afskiptum sínum af þessum málum, ávann Gandhi sér smám saman mikla virðingu. Heilagleika sinn hlaut hann hins vegar frá þekktasta rithöfundi Indlands á þessum tíma, Rabindranath Tagore (1861-1941), sem gaf honum titilinn "Mahatma" sem merkir "stór sál" og varð hann síðar þekktastur undir þessu nafni. Tagore hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1913.

Gandhi var oftast miðpunktur athyglinnar þegar ókyrrðartími hófst á Indlandi. Í raun má segja að þá hafi stjórnmála- og trúarleiðtoginn Mahatma Gandhi orðið til. Í apríl árið 1919 áttu sér stað óeirðir í borginni Amritsar sem áttu rætur að rekja til borgaralegs mótþróa Indverja gegn Bretum. Fjórir Evrópumenn voru drepnir og nokkru eftir óeirðirnar skipaði breskur hershöfðingi liðsveitum sínum að skjóta á mannfjöldann. Viðvörunarlaust hófst skothríðin og hélt hún linnulaust áfram þegar mannfjöldinn tók að flýja. Næstum 400 Indverjar létu lífið í þessu fjöldamorði. Atburður þessi vakti harm og reiði um allt Indland og ekki dró úr reiðinni þegar bresk rannsókn leiddi til þess að meginábyrgðin var lögð á herðar hershöfðingjanum, án þess þó að honum væri refsað sérstaklega fyrir.

Amritsar-fjöldamorðin urðu upphaf að öflugri andspyrnu af hálfu Indverja þar sem Gandhi var oft í aðalhlutverki. Gandhi bað Indverja að mótmæla án ofbeldis með því að taka upp svokallaða "borgaralega óhlýðni". Slík mótmæli fólu í sér að afneita breskum vörum og neita að hlýða fyrirmælum nýlendustjórnarinnar, eða með öðrum orðum að láta eins og Bretar væru ekki til.

Menn greinir á um áhrif borgaralegrar óhlýðni og vegna ýmissa atburða var andstaðan rofin. Að því kom í febrúar 1922 að hreyfing Gandhis var bönnuð með lögum. Gandhi var fangelsaður stuttu eftir það og réttað yfir honum fyrir uppreisnaráróður og hann dæmdur til 6 ára fangelsisvistar.

Heilsa Gandhis var slæm á þessum tíma og því var honum sleppt árið 1925. Bretar vildu með því koma í veg fyrir allsherjaruppreisn sem hefði getað sprottið upp ef Gandhi hefði dáið í fangelsinu. Gandhi var þannig trygging Breta fyrir vopnalausri uppreisn en um leið óyfirstíganleg hindrun í að koma fram þeirri stefnu sem áformuð var; að veita Indverjum takmarkað sjálfstæði.

Breska stefnan mistókst algjörlega og er viðræður hófust aftur, höfðu kröfur Indverja aukist til muna. Margir kröfðust fulls sjálfstæðis og þjóðernissinnar tóku upp róttækar aðgerðir. Gandhi sendi landstjóranum, Irwin lávarði, bréf þar sem hann sagðist neyðast til að brjóta hin svokölluðu "saltlög" ef kröfum Indverja yrði ekki mætt. Þau fólu í sér einokun Breta í framleiðslu og sölu á salti. Bretar tóku bréfinu sem hverju öðru gríni og því neyddist Gandhi til að leggja í saltgönguna svonefndu. Saltgangan hófst snemma morguns þann 12. mars 1930, en þá lagði Gandhi af stað áleiðis til Dandi ásamt fámennum hópi manna. Þangað kom hópurinn þann 5. apríl og í sömu andrá tók Gandhi upp nokkur saltkorn og gaf með því hundruðum þúsunda manna merki um að ganga gegn lögunum.


Gandhi á sínum efri árum.

Þessi atburður reyndist upphafið á borgaralegri óhlýðni og fyrir þetta var Gandhi handtekinn ásamt þúsundum annarra og settur í fangelsi. Það var einungis sökum þrýstings að Irwin lávarður ákvað að ræða við Gandhi. Í framhaldi af því samþykktu Bretar að koma á hringborðsráðstefnu í Lundúnum með Gandhi og öðrum indverskum stjórnmálamönnum til þess að ræða hugsanlegt sjálfstæði Indlands. Í fyrsta sinn hafði breska stjórnin lýst sig hlynnta sjálfstæði Indlands. Ráðstefnan var haldin með fulltrúum minni hópa og sendimönnum indverskra fursta sem voru samningsbundnir Bretum. Stóru flokkarnir neituðu að taka þátt í ráðstefnunni. Árið 1931 hélt Gandhi til Lundúna og á ráðstefnunni náðist góður árangur. Á leið sinni heim til Indlands var Gandhi svo enn á ný tekinn fastur.

Þrátt fyrir góðan árangur á ráðstefnunni, náðist samkomulag ekki og hófst þá óvirk andstaða á ný árið 1932. Lítið gekk í sjálfstæðisbaráttunni fram til ársins 1942, en þá sendi Gandhi frá sér sína síðustu bók um sjálfstæði Indlands. Gandhi hélt þá áhrifamikla ræðu þar sem hann bað sérhvern Indverja að leggja líf sitt til hliðar í nafni frelsisins ef nauðsyn kræfi. "Gerið eða deyið", sagði hann, og á sama tíma bað hann Breta að yfirgefa Indland. Svar bresku ríkisstjórnarinnar var að fangelsa Gandhi fram yfir seinni heimsstyrjöldina.

Oft er sagt að síðustu æviár Gandhis hafi verið hans bestu. Hann gekk frá bæ til bæjar og í óeirðunum í Noakhali, þar sem hindúar voru myrtir til hefnda fyrir dráp á múslímum í Bihar, hjúkraði hann særðum og ráðlagði ekkjum. Grimmilegir bardagar í Kalkútta stöðvuðust eftir komu Gandhis þangað, nærri einungis vegna tilrauna hans í þá átt. Jafnvel hans hörðustu andstæðingar gátu ekki orða bundist yfir "kraftaverki Gandhis í Kalkútta". Þegar stund sjálfstæðisins kom loks 15. ágúst, 1947, sást Gandhi hvergi í höfuðborginni af einhverri ókunnri ástæðu, jafnvel þó svo að Nehru (1889-1964), fyrsti forsætisráðherra Indlands, og allir hinir stjórnarherrarnir hafi verið mættir til þess að hylla Gandhi sem "föður þjóðarinnar".

Seinustu mánuðum lífsins eyddi Gandhi aðallega í höfuðborginni Delí þar sem hann dvaldi meðal þeirra best og verst settu. Þar fastaði hann í síðasta sinn, með það að markmiði að enda drápin og blóðbaðið milli hindúa og múslima í Delí, en deila þeirra hafði kostað líf milljón manna og raskað lífi um 11 milljóna. Föstuna endaði hann þegar fulltrúar allra fylkinga undirrituðu yfirlýsingu sem kvað á um að fólk væri tilbúið að lifa í fullri vinsemd.

Nokkrum dögum síðar sprakk sprengja við heimili Gandhis þar sem hann fór með kvöldbænir sínar, en hann sakaði ekki. Eins og Gandhi var von og vísa, neitaði hann allri vernd, og enginn gat gengið gegn óskum hans um að fá að fara allra ferða sinna frjáls. Snemma kvölds hinn 30. janúar 1948, hitti Gandhi staðgengil forsætisráðherra Indlands og aðstoðamenn sína í frelsisbaráttunni. Eftir það hélt hann heim á leið til að biðja. Klukkan var 10 mínútur yfir 5 þegar Gandhi byrjaði að biðja. Þá hljóp öfgasinnaður Indverji að nafni Nathuram Godse að honum, dró upp skammbyssu og skaut Gandhi þrisvar í brjóstið. Áður en Gandhi lést átti hann að hafa blessað banamann sinn. Þegar Gandhi féll við, datt klukkan hans úr höndum hans og stöðvaðist. Hún sýndi, eins og ávallt, nákvæma tímasetningu: 17:12.

Heimildir:

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvað getið þið sagt mér um Indverjann Gandhi? (Sölvi Guðmundsson)
  • Hvað var Gandhi frægastur fyrir? (Gunnar Konráðsson)

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.5.2003

Spyrjandi

Guðrún Birna Ingimundardóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2003. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3426.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 19. maí). Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3426

Sævar Helgi Bragason. „Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2003. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3426>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?
Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, furstadæmi og ríki sem höfðu sjálfstjórnarrétt. Þetta voru hin svonefndu "innanríki" og var Rajkot eitt slíkra.

Faðir Gandhis lést skömmu áður en Gandhi lauk námi. Þrettán ára kvæntist hann konu sinni Kasturbu sem var enn yngri en hann. Árið 1888 hélt Gandhi í laganám til Englands, þvert gegn vilja margra eldri meðlima fjölskyldunnar. Sagan segir að móðir hans, sem var mjög guðhrædd kona, hafi látið hann sverja þess eið að láta áfengi, konur, kjöt og aðrar slíkar freistingar vera, á meðan hann dvaldi í Englandi. Gandhi hélt til Lundúna og skyldi eftir sig son, Harilal, sem þá var aðeins nokkurra mánaða gamall.

Segja má að Lundúnadvöl Gandhis hafi ráðið framtíð hans því þar hitti hann fyrir menn sem lifðu afar fábrotnu lífi. Gandhi hreifst mjög af þeim og boðskap þeirra. Árið 1891 lauk hann lagaprófi frá Lundúnarháskóla og þótti mjög hæfur lögfræðingur. Síðar sama ár hélt Gandhi aftur heim til Indlands.


Gandhi ásamt konu sinni, Kasturbu.

Ári eftir útskrift tók Gandhi tilboði Dada Abdulla, indversks viðskiptajöfurs í Suður-Afríku, um að starfa sem lagalegur ráðgjafi Abdulla. Dvölin átti að vera stutt en varð mun lengri en Gandhi ætlaði sér, og samanlagt dvaldi hann þar í rúmlega 20 ár. Í Suður-Afríku komst Gandhi að því að Indverjar þar bjuggu við mjög bág kjör. Þeir voru nánast réttindalausir, almennt kallaðir niðrandi nöfnum og jafnvel ekki mennskir í augum Evrópumanna.

Gandhi fór ekki varhluta af hatrinu, til dæmis var honum hent af fyrsta farrými lestar í Pietermaritzburt, jafnvel þótt hann hefði gildan farmiða í fórum sér. Í Suður-Afríku kom Gandhi fram með hugtakið satyagraha, sem felur í sér einarða en ofbeldislausa andspyrnu við ákveðnu afli eða óvin. Gandhi lýsti sjálfum sér hins vegar framar öðru sem manni í leit að satya (sannleikanum), sem ekki var hægt að ná með neinum öðrum hætti en ahimsa (ást) og brahmacharya (einlífi með Guði). Sjálfur ætlaði Gandhi sér að gera tilraunir í lífinu með því að ryðja fram notkun á satyagraha á þann hátt að láta kúgarann og fórnarlambið þekkja sameiginleg tengsl sín og manngæsku, eða eins og hann orðaði það sjálfur: "frelsi er aðeins frelsi þegar það er ódeilanlegt".

Gandhi hélt til Indlands snemma árs 1915 og yfirgaf landið aldrei aftur, ef frá er talin stutt Evrópuferð árið 1931. Þá var Gandhi alls ekki ókunnur aðstæðum Indverja, en fylgdi engu að síður ráðum stjórnmálalegs leiðbeinanda síns, Gokhale, og tók svo sjálfur til við að afla sér þekkingar á aðstæðunum.

Gandhi ferðaðist á nokkrum árum vítt og breitt um Indland og blandaði sér stundum í staðbundar deilur, nokkurs konar nágrannaerjur á Indlandi. Sem dæmi má nefna baráttu verkamanna á plantekrum gegn kúgandi vinnuaðstæðum í Champaran í Bíhar og í Ahmedabad þar sem ósætti hafði komið upp milli stjórnenda og vinnumanna í vefnaðarverksmiðjum. Með afskiptum sínum af þessum málum, ávann Gandhi sér smám saman mikla virðingu. Heilagleika sinn hlaut hann hins vegar frá þekktasta rithöfundi Indlands á þessum tíma, Rabindranath Tagore (1861-1941), sem gaf honum titilinn "Mahatma" sem merkir "stór sál" og varð hann síðar þekktastur undir þessu nafni. Tagore hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1913.

Gandhi var oftast miðpunktur athyglinnar þegar ókyrrðartími hófst á Indlandi. Í raun má segja að þá hafi stjórnmála- og trúarleiðtoginn Mahatma Gandhi orðið til. Í apríl árið 1919 áttu sér stað óeirðir í borginni Amritsar sem áttu rætur að rekja til borgaralegs mótþróa Indverja gegn Bretum. Fjórir Evrópumenn voru drepnir og nokkru eftir óeirðirnar skipaði breskur hershöfðingi liðsveitum sínum að skjóta á mannfjöldann. Viðvörunarlaust hófst skothríðin og hélt hún linnulaust áfram þegar mannfjöldinn tók að flýja. Næstum 400 Indverjar létu lífið í þessu fjöldamorði. Atburður þessi vakti harm og reiði um allt Indland og ekki dró úr reiðinni þegar bresk rannsókn leiddi til þess að meginábyrgðin var lögð á herðar hershöfðingjanum, án þess þó að honum væri refsað sérstaklega fyrir.

Amritsar-fjöldamorðin urðu upphaf að öflugri andspyrnu af hálfu Indverja þar sem Gandhi var oft í aðalhlutverki. Gandhi bað Indverja að mótmæla án ofbeldis með því að taka upp svokallaða "borgaralega óhlýðni". Slík mótmæli fólu í sér að afneita breskum vörum og neita að hlýða fyrirmælum nýlendustjórnarinnar, eða með öðrum orðum að láta eins og Bretar væru ekki til.

Menn greinir á um áhrif borgaralegrar óhlýðni og vegna ýmissa atburða var andstaðan rofin. Að því kom í febrúar 1922 að hreyfing Gandhis var bönnuð með lögum. Gandhi var fangelsaður stuttu eftir það og réttað yfir honum fyrir uppreisnaráróður og hann dæmdur til 6 ára fangelsisvistar.

Heilsa Gandhis var slæm á þessum tíma og því var honum sleppt árið 1925. Bretar vildu með því koma í veg fyrir allsherjaruppreisn sem hefði getað sprottið upp ef Gandhi hefði dáið í fangelsinu. Gandhi var þannig trygging Breta fyrir vopnalausri uppreisn en um leið óyfirstíganleg hindrun í að koma fram þeirri stefnu sem áformuð var; að veita Indverjum takmarkað sjálfstæði.

Breska stefnan mistókst algjörlega og er viðræður hófust aftur, höfðu kröfur Indverja aukist til muna. Margir kröfðust fulls sjálfstæðis og þjóðernissinnar tóku upp róttækar aðgerðir. Gandhi sendi landstjóranum, Irwin lávarði, bréf þar sem hann sagðist neyðast til að brjóta hin svokölluðu "saltlög" ef kröfum Indverja yrði ekki mætt. Þau fólu í sér einokun Breta í framleiðslu og sölu á salti. Bretar tóku bréfinu sem hverju öðru gríni og því neyddist Gandhi til að leggja í saltgönguna svonefndu. Saltgangan hófst snemma morguns þann 12. mars 1930, en þá lagði Gandhi af stað áleiðis til Dandi ásamt fámennum hópi manna. Þangað kom hópurinn þann 5. apríl og í sömu andrá tók Gandhi upp nokkur saltkorn og gaf með því hundruðum þúsunda manna merki um að ganga gegn lögunum.


Gandhi á sínum efri árum.

Þessi atburður reyndist upphafið á borgaralegri óhlýðni og fyrir þetta var Gandhi handtekinn ásamt þúsundum annarra og settur í fangelsi. Það var einungis sökum þrýstings að Irwin lávarður ákvað að ræða við Gandhi. Í framhaldi af því samþykktu Bretar að koma á hringborðsráðstefnu í Lundúnum með Gandhi og öðrum indverskum stjórnmálamönnum til þess að ræða hugsanlegt sjálfstæði Indlands. Í fyrsta sinn hafði breska stjórnin lýst sig hlynnta sjálfstæði Indlands. Ráðstefnan var haldin með fulltrúum minni hópa og sendimönnum indverskra fursta sem voru samningsbundnir Bretum. Stóru flokkarnir neituðu að taka þátt í ráðstefnunni. Árið 1931 hélt Gandhi til Lundúna og á ráðstefnunni náðist góður árangur. Á leið sinni heim til Indlands var Gandhi svo enn á ný tekinn fastur.

Þrátt fyrir góðan árangur á ráðstefnunni, náðist samkomulag ekki og hófst þá óvirk andstaða á ný árið 1932. Lítið gekk í sjálfstæðisbaráttunni fram til ársins 1942, en þá sendi Gandhi frá sér sína síðustu bók um sjálfstæði Indlands. Gandhi hélt þá áhrifamikla ræðu þar sem hann bað sérhvern Indverja að leggja líf sitt til hliðar í nafni frelsisins ef nauðsyn kræfi. "Gerið eða deyið", sagði hann, og á sama tíma bað hann Breta að yfirgefa Indland. Svar bresku ríkisstjórnarinnar var að fangelsa Gandhi fram yfir seinni heimsstyrjöldina.

Oft er sagt að síðustu æviár Gandhis hafi verið hans bestu. Hann gekk frá bæ til bæjar og í óeirðunum í Noakhali, þar sem hindúar voru myrtir til hefnda fyrir dráp á múslímum í Bihar, hjúkraði hann særðum og ráðlagði ekkjum. Grimmilegir bardagar í Kalkútta stöðvuðust eftir komu Gandhis þangað, nærri einungis vegna tilrauna hans í þá átt. Jafnvel hans hörðustu andstæðingar gátu ekki orða bundist yfir "kraftaverki Gandhis í Kalkútta". Þegar stund sjálfstæðisins kom loks 15. ágúst, 1947, sást Gandhi hvergi í höfuðborginni af einhverri ókunnri ástæðu, jafnvel þó svo að Nehru (1889-1964), fyrsti forsætisráðherra Indlands, og allir hinir stjórnarherrarnir hafi verið mættir til þess að hylla Gandhi sem "föður þjóðarinnar".

Seinustu mánuðum lífsins eyddi Gandhi aðallega í höfuðborginni Delí þar sem hann dvaldi meðal þeirra best og verst settu. Þar fastaði hann í síðasta sinn, með það að markmiði að enda drápin og blóðbaðið milli hindúa og múslima í Delí, en deila þeirra hafði kostað líf milljón manna og raskað lífi um 11 milljóna. Föstuna endaði hann þegar fulltrúar allra fylkinga undirrituðu yfirlýsingu sem kvað á um að fólk væri tilbúið að lifa í fullri vinsemd.

Nokkrum dögum síðar sprakk sprengja við heimili Gandhis þar sem hann fór með kvöldbænir sínar, en hann sakaði ekki. Eins og Gandhi var von og vísa, neitaði hann allri vernd, og enginn gat gengið gegn óskum hans um að fá að fara allra ferða sinna frjáls. Snemma kvölds hinn 30. janúar 1948, hitti Gandhi staðgengil forsætisráðherra Indlands og aðstoðamenn sína í frelsisbaráttunni. Eftir það hélt hann heim á leið til að biðja. Klukkan var 10 mínútur yfir 5 þegar Gandhi byrjaði að biðja. Þá hljóp öfgasinnaður Indverji að nafni Nathuram Godse að honum, dró upp skammbyssu og skaut Gandhi þrisvar í brjóstið. Áður en Gandhi lést átti hann að hafa blessað banamann sinn. Þegar Gandhi féll við, datt klukkan hans úr höndum hans og stöðvaðist. Hún sýndi, eins og ávallt, nákvæma tímasetningu: 17:12.

Heimildir:

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvað getið þið sagt mér um Indverjann Gandhi? (Sölvi Guðmundsson)
  • Hvað var Gandhi frægastur fyrir? (Gunnar Konráðsson)...