Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:
  • manntalið 1703
  • manntalið 1801
  • manntalið 1910
  • Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.
Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama stað. Sem dæmi um þetta getum við skoðað bæinn Gunnhildargerði í tölvutækri útgáfu manntalsins 1703:



Hér sést að auk upplýsinga um aldur og búsetu fáum við einnig að vita að Gunnlaugur er faðir barnanna þriggja, Jón er bróðir hans, Vigdís er móðir Gunnlaugs og að öllum líkindum Jóns líka og faðir bræðranna hét Ögmundur.

Mannfjöldatölur þessi ár eru sem hér segir:
  • 1703 um 50.000
  • 1801 um 48.000
  • 1910 um 85.000
  • 1967-2002 rúmlega 300.000 (það er allir núlifandi í þjóðskrá + þeir sem voru í þjóðskrá 1967 en eru dánir og þeir sem fæddust eftir 1967 en eru dánir).
Með samkeyrslu á þessum fjórum skrám fékkst þess vegna gagnagrunnur þar sem heildarfjöldi einstaklinga var rúmlega 483.000. Eitthvað var um tvískráningar í grunninum sem þurfti að hreinsa út; nokkur fjöldi einstaklinga sem fæddist fyrir 1910 lifði auðvitað til 1967.

En þessi samkeyrsla á þremur manntölum og þjóðskrá gefur aðeins grófa mynd sem þarf að fylla upp í. Inn í gagnagrunninn vantar auðvitað þá einstaklinga sem fæðast eftir að manntal er tekið og deyja áður en næsta manntal fer fram og að auki vantar fjölmargar tengingar á milli fólks; ef einstaklingar búa ekki á sama heimili og foreldrar þeirra eða önnur skyldmenni þegar manntal er tekið segir heimildin lítið um það hverra manna þeir eru.

Til þess að fylla upp í myndina þarf þess vegna að nýta allar tiltækar ættfræðiheimildir sem eru til. En þær eru helstar:
  • önnur manntöl
  • kirkjubækur
  • ættfræðirit
  • aðrar heimildir sem innihalda ættfræðiupplýsingar.
Vinna við ættfræðigrunninn felst þess vegna í stöðugum samanburði á upplýsingum sem hægt er að finna í heimildum við þær upplýsingar sem eru komnar í gagnagrunninn.

Þegar einstaklingar eða tengingar á milli einstaklinga finnast í heimildum þarf að athuga hvort þær upplýsingar séu fyrir í grunninum. Ef svo er ekki eru þær færðar inn í hann og þannig verður heildarmyndin smám saman skýrari.

Stutt svar er við spurningunni hér fyrir ofan er þess vegna eftirfarandi: Með því að nota allar þær heimildir um ættfræði sem tiltækar eru og tengja þær saman í einn stóran gagnagrunn.


Á vef Íslendingabókar er hægt að lesa nánar um hvaða heimildir hafa verið notaðar við gerð gagnagrunnsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.5.2003

Síðast uppfært

8.4.2022

Spyrjandi

Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2003, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3445.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 23. maí). Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3445

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2003. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3445>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?
Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:

  • manntalið 1703
  • manntalið 1801
  • manntalið 1910
  • Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.
Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama stað. Sem dæmi um þetta getum við skoðað bæinn Gunnhildargerði í tölvutækri útgáfu manntalsins 1703:



Hér sést að auk upplýsinga um aldur og búsetu fáum við einnig að vita að Gunnlaugur er faðir barnanna þriggja, Jón er bróðir hans, Vigdís er móðir Gunnlaugs og að öllum líkindum Jóns líka og faðir bræðranna hét Ögmundur.

Mannfjöldatölur þessi ár eru sem hér segir:
  • 1703 um 50.000
  • 1801 um 48.000
  • 1910 um 85.000
  • 1967-2002 rúmlega 300.000 (það er allir núlifandi í þjóðskrá + þeir sem voru í þjóðskrá 1967 en eru dánir og þeir sem fæddust eftir 1967 en eru dánir).
Með samkeyrslu á þessum fjórum skrám fékkst þess vegna gagnagrunnur þar sem heildarfjöldi einstaklinga var rúmlega 483.000. Eitthvað var um tvískráningar í grunninum sem þurfti að hreinsa út; nokkur fjöldi einstaklinga sem fæddist fyrir 1910 lifði auðvitað til 1967.

En þessi samkeyrsla á þremur manntölum og þjóðskrá gefur aðeins grófa mynd sem þarf að fylla upp í. Inn í gagnagrunninn vantar auðvitað þá einstaklinga sem fæðast eftir að manntal er tekið og deyja áður en næsta manntal fer fram og að auki vantar fjölmargar tengingar á milli fólks; ef einstaklingar búa ekki á sama heimili og foreldrar þeirra eða önnur skyldmenni þegar manntal er tekið segir heimildin lítið um það hverra manna þeir eru.

Til þess að fylla upp í myndina þarf þess vegna að nýta allar tiltækar ættfræðiheimildir sem eru til. En þær eru helstar:
  • önnur manntöl
  • kirkjubækur
  • ættfræðirit
  • aðrar heimildir sem innihalda ættfræðiupplýsingar.
Vinna við ættfræðigrunninn felst þess vegna í stöðugum samanburði á upplýsingum sem hægt er að finna í heimildum við þær upplýsingar sem eru komnar í gagnagrunninn.

Þegar einstaklingar eða tengingar á milli einstaklinga finnast í heimildum þarf að athuga hvort þær upplýsingar séu fyrir í grunninum. Ef svo er ekki eru þær færðar inn í hann og þannig verður heildarmyndin smám saman skýrari.

Stutt svar er við spurningunni hér fyrir ofan er þess vegna eftirfarandi: Með því að nota allar þær heimildir um ættfræði sem tiltækar eru og tengja þær saman í einn stóran gagnagrunn.


Á vef Íslendingabókar er hægt að lesa nánar um hvaða heimildir hafa verið notaðar við gerð gagnagrunnsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...