Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?

Í langflestum tilfellum er það gert með því að safna saman framættum einstaklinganna tveggja og leita að sameiginlegum forfeðrum í trjánum.

Til að útskýra þetta betur getum við gert okkur í hugarlund að hver einstaklingur í gagnagrunni Íslendingabókar hafi sérstakt númer. Einstaklingurinn tengist síðan föður og móður, sem einnig tengjast sínum foreldrum. Þannig höfum við eins konar tré þar sem einstaklingarnir sem rekja á saman eru neðstir og forfeður og -mæður greinast út frá.Venjan er síðan að fikra sig eftir báðum trjánum í einu, kynslóð fyrir kynslóð til að finna þann sameiginlega forföður eða formóður sem tengir einstaklingana með fæstum kynslóðum. Með öðrum orðum, þegar sama númer finnst í báðum trjánum, þar sem styst er á milli, hefur fundist skyldleiki einstaklinganna sem forritið birtir.

Misjafnt er svo hvernig tekið er á því ef fleiri en einn forfaðir finnst sem tengir einstaklingana saman með sama ættliðafjölda.

Afbrigði frá þessari aðferð er ef annar einstaklingurinn er beinn afkomandi hins. Þá er sá skyldleiki oft látinn ráða þó að finna megi skyldleika milli þeirra með færri ættliðum, þar sem ekki er farinn beinn leggur.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Íslendingabók

Útgáfudagur

12.2.2003

Spyrjandi

Konráð Jónsson, f. 1984

Höfundur

kerfisfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Tilvísun

Þórður Kristjánsson. „Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2003. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3133.

Þórður Kristjánsson. (2003, 12. febrúar). Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3133

Þórður Kristjánsson. „Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2003. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3133>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.