Almennt vaxa neglurnar hraðar á sumrin en á veturna, neglur karla vaxa hraðar en neglur kvenna og neglur á ráðandi hendi (hægri hjá rétthentum og vinstri hjá örvhentum) vaxa hraðar. Neglur á fingrum vaxa þrisvar til fjórum sinnum hraðar en táneglur. Það tekur neglurnar á fingrunum um 6 mánuði að endurnýjast algjörlega, það er að segja að vaxa frá rót og fram á fingurgóm. Táneglurnar eru hins vegar um 1 til 1½ ár að endurnýjast. Heimildir og mynd:
Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?
Almennt vaxa neglurnar hraðar á sumrin en á veturna, neglur karla vaxa hraðar en neglur kvenna og neglur á ráðandi hendi (hægri hjá rétthentum og vinstri hjá örvhentum) vaxa hraðar. Neglur á fingrum vaxa þrisvar til fjórum sinnum hraðar en táneglur. Það tekur neglurnar á fingrunum um 6 mánuði að endurnýjast algjörlega, það er að segja að vaxa frá rót og fram á fingurgóm. Táneglurnar eru hins vegar um 1 til 1½ ár að endurnýjast. Heimildir og mynd:
Útgáfudagur
2.6.2003
Spyrjandi
Ásdís Jónsdóttir
Tilvísun
EDS. „Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2003, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3468.
EDS. (2003, 2. júní). Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3468
EDS. „Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2003. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3468>.