Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?

Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hratt neglur vaxa.Almennt vaxa neglurnar hraðar á sumrin en á veturna, neglur karla vaxa hraðar en neglur kvenna og neglur á ráðandi hendi (hægri hjá rétthentum og vinstri hjá örvhentum) vaxa hraðar.

Neglur á fingrum vaxa þrisvar til fjórum sinnum hraðar en táneglur. Það tekur neglurnar á fingrunum um 6 mánuði að endurnýjast algjörlega, það er að segja að vaxa frá rót og fram á fingurgóm. Táneglurnar eru hins vegar um 1 til 1½ ár að endurnýjast.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

2.6.2003

Spyrjandi

Ásdís Jónsdóttir

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2003. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3468.

EDS. (2003, 2. júní). Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3468

EDS. „Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2003. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3468>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.