Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvað er margmiðlun?

Einar Örn Þorvaldsson

Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í eina heild, sem getur til dæmis verið tölvuleikur, auglýsing eða annars konar kynning á efni, svo sem fræðsluefni. Gagnvirkni (e. interactivity) leikur líka mikilvægt hlutverk í margmiðlun.

Segja má að margmiðlun í tölvum hafi fæðst þegar geisladiskar náðu almennri útbreiðslu. Venjulegir geisladiskar geta geymt allt að 900 megabæti af efni, sem er gríðarleg aukning frá því sem var áður en þeir komu á markað. Þegar tölvur með geisladrif voru að komast í almenna eign í byrjun tíunda áratugar síðust aldar, var ekki óalgengt að harðir diskar væru 20-200 megabæti.Bæði hljóð og kvikmyndir taka gríðarlegt pláss og áður en geisladiskar komu til sögunnar var engin leið að koma margmiðlunarefni fyrir á geymsluplássi tölva, hvað þá að flytja það á milli þeirra.

Aukið og ódýrara geymslupláss er þó ekki það eina sem hefur haft áhrif á þróun margmiðlunar. Tölvur verða sífellt öflugri og geta ráðið við fleiri hluti, forrit og aðgerðir í einu. Þannig má til dæmis horfa á kvikmynd, spila tölvuleik og hlusta á tónlist, allt í einu. Því má segja að það séu skynfæri okkar og athygli sem eru orðnir takmarkandi þættir í margmiðlunareiginleikum tölva.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.6.2003

Spyrjandi

Greta Sveinsdóttir
Atli Már Gylfason o.fl.

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað er margmiðlun?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2003. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3517.

Einar Örn Þorvaldsson. (2003, 23. júní). Hvað er margmiðlun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3517

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað er margmiðlun?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2003. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3517>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er margmiðlun?
Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í eina heild, sem getur til dæmis verið tölvuleikur, auglýsing eða annars konar kynning á efni, svo sem fræðsluefni. Gagnvirkni (e. interactivity) leikur líka mikilvægt hlutverk í margmiðlun.

Segja má að margmiðlun í tölvum hafi fæðst þegar geisladiskar náðu almennri útbreiðslu. Venjulegir geisladiskar geta geymt allt að 900 megabæti af efni, sem er gríðarleg aukning frá því sem var áður en þeir komu á markað. Þegar tölvur með geisladrif voru að komast í almenna eign í byrjun tíunda áratugar síðust aldar, var ekki óalgengt að harðir diskar væru 20-200 megabæti.Bæði hljóð og kvikmyndir taka gríðarlegt pláss og áður en geisladiskar komu til sögunnar var engin leið að koma margmiðlunarefni fyrir á geymsluplássi tölva, hvað þá að flytja það á milli þeirra.

Aukið og ódýrara geymslupláss er þó ekki það eina sem hefur haft áhrif á þróun margmiðlunar. Tölvur verða sífellt öflugri og geta ráðið við fleiri hluti, forrit og aðgerðir í einu. Þannig má til dæmis horfa á kvikmynd, spila tölvuleik og hlusta á tónlist, allt í einu. Því má segja að það séu skynfæri okkar og athygli sem eru orðnir takmarkandi þættir í margmiðlunareiginleikum tölva.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: