Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?

Jón Már Halldórsson

Hamstrar eru ekki ein tegund heldur er um að ræða 18 tegundir evrasískra spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia). Meðgöngutími þessara tegunda er nokkuð mismunandi.

Svarið fer auðvitað eftir því hvaða hamstrategund spyrjandinn heldur á heimili sínu, en tegund sem kallast gullhamstur (e. golden hamster, Mesocricetus auratus) er vinsælust hamstra til gæludýrahalds í Evrópu. Gullhamstrar lifðu villtir, aðallega í Suðaustur-Evrópu, en svo langt er síðan að til þeirra sást í náttúrunni að ætla má að þeir séu útdauðir eða að minnsta kosti afar sjaldgæfir. Meðgöngutími gullhamstra er að meðaltali um 16 dagar. Ef hamstur spyrjandans er af þeirri tegund og allt gengur eðlilega fyrir sig, má búast við að kvenhamsturinn gjóti ungum í kringum 11. júlí. Fjöldi unga verður sennilega fimm til níu og þeir hárlausir og blindir við fæðingu.

Ef um er að ræða tegundir af ættkvíslinni Cricetus, svo sem evrópska hamsturinn, gráa- eða kínverska hamsturinn, er meðgöngutíminn aðeins lengri eða um 20 dagar. Fjórða tegundin hefur verið sæmilega vinsæl sem gæludýr í Evrópu, dverghamstur (Phodopus sungorus), og meðganga hans tekur einnig um 20 daga. Ef hamstur spyrjanda er af einni þessara tegunda, yrði sennilegur gotdagur 15. júlí.

Ekki er höfundi kunnugt um hvaða hamstrar eru vinsælastir hér á landi í gæludýraverslunum, en ef svipað er upp á teningnum hér og í Vestur-Evrópu, er það gullhamsturinn.

Nauðsynlegt er fyrir eigendur hamstra að trufla móðurina sem allra minnst fyrstu vikuna eftir got því hún gæti tekið upp á því að éta afkvæmi sín. Önnur ástæða fyrir slíku áti á eigin tegund (e. cannibalism) er skortur á hreiðurefni og því ættu hamstraeigendurnir að hafa nóg af því í búrinu.



Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um hamstra (einnig má smella á efnisorðin neðst á síðunni):


Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.7.2003

Spyrjandi

Silja Magnúsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3549.

Jón Már Halldórsson. (2003, 2. júlí). Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3549

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3549>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?
Hamstrar eru ekki ein tegund heldur er um að ræða 18 tegundir evrasískra spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia). Meðgöngutími þessara tegunda er nokkuð mismunandi.

Svarið fer auðvitað eftir því hvaða hamstrategund spyrjandinn heldur á heimili sínu, en tegund sem kallast gullhamstur (e. golden hamster, Mesocricetus auratus) er vinsælust hamstra til gæludýrahalds í Evrópu. Gullhamstrar lifðu villtir, aðallega í Suðaustur-Evrópu, en svo langt er síðan að til þeirra sást í náttúrunni að ætla má að þeir séu útdauðir eða að minnsta kosti afar sjaldgæfir. Meðgöngutími gullhamstra er að meðaltali um 16 dagar. Ef hamstur spyrjandans er af þeirri tegund og allt gengur eðlilega fyrir sig, má búast við að kvenhamsturinn gjóti ungum í kringum 11. júlí. Fjöldi unga verður sennilega fimm til níu og þeir hárlausir og blindir við fæðingu.

Ef um er að ræða tegundir af ættkvíslinni Cricetus, svo sem evrópska hamsturinn, gráa- eða kínverska hamsturinn, er meðgöngutíminn aðeins lengri eða um 20 dagar. Fjórða tegundin hefur verið sæmilega vinsæl sem gæludýr í Evrópu, dverghamstur (Phodopus sungorus), og meðganga hans tekur einnig um 20 daga. Ef hamstur spyrjanda er af einni þessara tegunda, yrði sennilegur gotdagur 15. júlí.

Ekki er höfundi kunnugt um hvaða hamstrar eru vinsælastir hér á landi í gæludýraverslunum, en ef svipað er upp á teningnum hér og í Vestur-Evrópu, er það gullhamsturinn.

Nauðsynlegt er fyrir eigendur hamstra að trufla móðurina sem allra minnst fyrstu vikuna eftir got því hún gæti tekið upp á því að éta afkvæmi sín. Önnur ástæða fyrir slíku áti á eigin tegund (e. cannibalism) er skortur á hreiðurefni og því ættu hamstraeigendurnir að hafa nóg af því í búrinu.



Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um hamstra (einnig má smella á efnisorðin neðst á síðunni):


Heimildir og myndir: